Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

„Vorum vit­lausar sér­stak­lega á varnarhelmingnum“

Rúnar Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, sagði leikmenn sína hafa spilað illa lungann úr leiknum þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir Val í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar að Hlíðarenda í kvöld. 

Körfubolti
Fréttamynd

„Allt annað líf þegar þegar gleðin er við völd“

Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari kvennaliðs Vals í körfubolta, var kampakátur með frammistöðu leikmanna sinna þegar liðið lagði Njarðvík að velli í annarri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar að Hlíðarenda í kvöld. 

Körfubolti
Fréttamynd

Segir LeBron James stýra um­ræðunni um eigið á­gæti

Kwame Brown, sem valinn var fyrstur í nýliðavali NBA árið 2001, fullyrti í viðtali á dögunum að enginn leikmaður í NBA telji LeBron James vera besta leikmann allra tíma. James sjálfur stýri umræðunni og afvegaleiði í gegnum ítök sín í fjölmiðlum.

Körfubolti
Fréttamynd

Allt breytt vegna Caitlin Clark

Það er ekkert WNBA lið búið að velja körfuboltakonuna Caitlin Clark enda nýliðvalið ekki fyrr en á mánudagskvöldið. Önnur félög í deildinni og sjónvarpsrétthafar eru þó farin að hegða sér eins og hún sé orðin leikmaður í deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

„Gengið bjargaði sálar­tetrinu að­eins hjá okkur“

Ólafur Ólafsson og félagar í Grindavíkurliðinu hefja leik í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta í kvöld og eiga heimaleik. Þetta er samt öðruvísi heimaleikur en þeir eru vanir í úrslitakeppni því leikurinn fer fram í Smáranum í Kópavogi vegna eldsumbrotanna á Reykjanesskaganum.

Körfubolti
Fréttamynd

Bann vofir yfir Kane en rangt net­fang flækti málið

DeAndre Kane, lykilleikmaður Grindavíkur, var úrskurðaður í tveggja leikja bann á dögunum en það var svo dregið til baka, vegna misskilnings. Bannið vofir enn yfir Kane en samkvæmt upplýsingum Vísis getur hann spilað gegn Tindastóli í kvöld.

Körfubolti