Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Breiða­blik - Valur 89-78 | Heima­menn vaknaðir af værum blundi

Eftir fjögur töp í röð sýndu leikmenn Breiðabliks úr hverju þeir eru gerðir þegar þeir lögðu Íslandsmeistara Vals með 11 stiga mun í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Smáranum 89-78 og segja má að Breiðablik sé vaknað af værum blundi. Sigurinn færir Blika líka í áttina að heimavallarréttinum en það eru þó fjögur stig í fjórða sætið úr því fimmta þar sem Blikar finna sig í dag eftir 14 umferðir.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 103-101 | Heima­menn sigruðu botn­liðið í spennu­trylli

Botnlið KR heimsótti Hauka í Ólafssal í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn 94-94 þegar fjórða leikhluta lauk. Í framlengingunn kláraði Darwin Davis Jr. leikinn fyrir Hauka og tryggði þeim mikilvægan sigur. Á sama tíma er KR áfram á botni deildarinnar en með sigri hefði liðið jafnað Þór Þorlákshöfn og ÍR að stigum.

Körfubolti
Fréttamynd

Sigrún snýr aftur til Hauka

Körfuboltakonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir mun leika með Haukum út yfirstandandi keppnistímabil eftir að hafa ákveðið að hætta hjá Fjölni, þar sem hún var spilandi aðstoðarþjálfari.

Körfubolti
Fréttamynd

Arnar í bann en leikmenn sluppu

Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd KKÍ vegna framgöngu sinnar í leiknum gegn Keflavík síðastliðinn föstudag í Subway-deildinni í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

Stórsigrar hjá Njarðvík og Val

Njarðvík og Valur unnu stóra sigra í leikjum sínum í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Njarðvík náði þar með fjórða sætinu aftur af Grindvíkingum.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar Már skoraði tólf í tapi

Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson var næststigahæsti leikmaður Rytas Vilnius með tólf stig er liðið mátti þola þrettán stiga tap gegn Manresa í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld, 82-69.

Körfubolti