
Brautryðjendur í tölvuleikjagerð
Milljónum tölvuleikjaunnenda um allan heim verður á næstu mánuðum gefinn kostur á að hala niður glænýjum tölvuleik CCP að nafni DUST 514. Leikurinn er að mörgu leyti einstakur en hann er beintengdur EVE-online tölvuleiknum sem CCP hefur haldið úti síðastliðin níu ár. Magnús Þorlákur Lúðvíksson ræddi við Hilmar Veigar Pétursson , framkvæmdastjóra CCP, um nýja leikinn og áskoranirnar fram undan.