Stjörnufans í sumarselskap Það var líf og fjör í sumarselskap veitingastaðarins Brút á dögunum. Margt var um manninn og hinar ýmsu stjörnur landsins kvöddu veturinn með stæl og buðu sumarið velkomið. Lífið 8.5.2025 09:01
Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Jói Fel er nýtrúlofaður og ástfanginn og fluttur í Hveragerði þar sem hann er byrjaður á glænýju mjög spennandi verkefni. Lífið 7.5.2025 10:31
Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um innköllun á einni framleiðslulotu vegna gruns um salmonellusmitaðan kjúkling frá Matfugli ehf. Neytendur 2.5.2025 17:06
Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lagt var á borð fyrir 196 manns í hátíðarkvöldverði til heiðurs Hollu Tómasdóttur, forseta Íslands, í norsku konungshöllinni í gærkvöldi. Lífið 9. apríl 2025 07:56
„Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Í ár rennur allur ágóði góðgerðarpizzu Domino´s í Minningarsjóð Bryndísar Klöru. Sala pizzunnar hefst á morgun, mánudaginn 7. apríl og stendur til 10. apríl. Bryndís Klara var starfsmaður Domino's. Viðskipti innlent 6. apríl 2025 12:24
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Einskonar carnivore bylgja hefur verið áberandi að undanförnu og margir stokkið á þann vagn, oft í von um þyngdartap og bætta heilsu. En er þarna loksins kominn hinn eini sanni töfrakúr sem alla vanda leysir? Við getum sagt sem svo að í gegnum tíðina hafa ýmis mataræði/kúrar orðið vinsæl, sum skaðlegri en önnur. Vísindamenn telja þó carnivore mataræðið eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda. Skoðun 5. apríl 2025 18:00
Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Hollt veisluhlaðborð getur verið jafn bragðgott og girnilegt og hefðbundin veisluborð. Nú er mikið veislutímabil framundan með fermingum og páskum og útskriftum. Lífið 31. mars 2025 14:30
Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Kristín Helga Sigurðardóttir, varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi, segir úrval páskaeggja fyrir fólk sem er vegan alltaf vera að batna. Hátíðar, eins og jól og páskar, geti þó verið krefjandi fyrir grænkera. Fólk þurfi oft í matarboðum að sitja undir misskemmtilegum spurningum og jafnvel leiðindum af hálfu aðstandenda. Lífið 28. mars 2025 20:01
Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Veitingamaðurinn Jóhannes Felixson, jafnan kallaður Jói Fel, deildi uppskrift að kransaköku sem er bökuð án kökuforms, þar sem hringirnir eru mótaðir í höndunum. Nú þegar fermingar eru á næsta leiti er tilvalið að huga að einföldum og góðum veitingum. Þessi kransakaka er bæði hátíðleg og auðveld í framkvæmd. Lífið 26. mars 2025 11:33
Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Denis Finders flutti á síðasta ári með fjölskyldu sinni frá Sviss til Íslands. Denis hefur síðustu ár starfað sem plötusnúður og búið til sterkar sósur í frítíma sínum. Hann lætur nú drauminn rætast um að koma sósunni sinni í sölu á Íslandi eins og í Sviss. Lífið 22. mars 2025 11:03
Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Framkvæmdir við byggingu Starbucks kaffihúss á Laugavegi 66-68 í Reykjavík eru langt á veg komnar. Búið er að setja upp merkingar alþjóðlegu kaffihúsakeðjunnar. Viðskipti innlent 21. mars 2025 22:51
Eftirlætis lasagna fjölskyldunnar Hin bráðfyndna og litaglaða Guðrún Veiga Guðmundsdóttir deildi nýverið uppskrift að ljúffengu lasagna með fylgjendum sínum á Instagram. Hún segir að þessi réttur hafi verið eftirlætis réttur fjölskyldunnar í meira en tólf ár og fannst loksins kominn tími til að hann fengi sitt pláss á síðunni hennar. Lífið 19. mars 2025 18:02
Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol Hard Rock Cafe Reykjavík opnaði á besta stað í miðbæ Reykjavíkur á Lækjargötu 2 árið 2016. Veitingastaðurinn er þekktur fyrir gómsætan mat og drykki, merkilega muni úr rokksögunni sem hanga á veggjum og frábæra stemningu. Hard Rock Cafe Reykjavík er veitingastaður vikunnar á Vísi. Lífið samstarf 17. mars 2025 10:40
Versta kartöfluuppskeran í áratugi Kartöfluuppskera árið 2024 var 5.514 tonn sem er sú minnsta síðan 1993 þegar hún var 3.913 tonn. Heildaruppskera korns, sem bændur þresktu af ökrum sínum árið 2024, var rúm 5.100 tonn en það er minnsta kornuppskera frá árinu 2018. Viðskipti innlent 17. mars 2025 10:19
Best að sleppa áfenginu alveg Landlæknir ráðleggur fólki að nota eins lítið áfengi og hægt er. Best sé að sleppa því alveg. Landsmenn eru hvattir til að borða meiri fisk en áður en minna kjöt. Börn og ungmenni ættu að sneiða hjá orkudrykkjum. Þá ætti að takmarka neyslu á sætindum og unnum matvælum. Innlent 14. mars 2025 20:33
Mataræði í stóra samhengi lífsins Í vikunni voru kynntar endurskoðaðar íslenskar ráðleggingar um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Þær byggja á norrænu næringarráðleggingunum 2023 sem standa á sterkum vísindalegum grunni. Með því að fylgja ráðleggingunum höfum við jákvæð áhrif bæði á heilsu okkar og umhverfið. Þessar ráðleggingar eru hugsaðar fyrir fólk sem er almennt heilsuhraust, bæði fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Sérstakar útfærslur eiga við á meðgöngu og við brjóstagjöf, fyrir börn undir tveggja ára aldri, einstaklinga með sjúkdóma eða fylgikvilla og einstaklinga undir miklu álagi t.d. vegna mikillar íþróttaiðkunar. Skoðun 14. mars 2025 11:03
Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Fiskbúðin Fiskikóngurinn fagnar 35 ára afmæli þessa vikuna en formlegur afmælisdagur er í dag, miðvikudaginn 12. mars. Þessa vikuna er allur fiskur og fiskréttir á 2.600 kr. kílóið auk þess sem boðið er upp á frábær tilboð á hollum og góðum fiski. Lífið samstarf 12. mars 2025 12:37
Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Jakob Leó Ægisson vann í dag lambakjötskeppni á Matarmarkaði Íslands. Keppnin snerist um að elda kvöldmat á korteri með íslensku lambi. Keppnin er fyrsta kokkakeppnin sem Jakob vinnur en hann er aðeins þrettán ára gamall. Bróðir hans, Markús Júlían, var aðstoðarkokkurinn hans. Lífið 8. mars 2025 22:00
Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Um fjörutíu smáframleiðendur af öllu landinu munu standa vaktina í Hörpu um helgina til að kynna sína vörur og leyfa fólki að smakka. Dæmi um vörur er makríll, kvígukjöt, geitaafurðir, sauðakjöt og ærkjöt svo eitthvað sé nefnt. Innlent 8. mars 2025 13:07
Segir skilið við Grillmarkaðinn Kokkurinn og veitingahúseigandinn Hrefna Sætran hefur selt hlut sinn í veitingahúsunum Grillmarkaðinum, Trattoria og Rauttvín. Viðskipti innlent 6. mars 2025 15:14
Varað við svörtum eldhúsáhöldum Endurvinnsla á raftækjum er möguleg orsök þess að eldtefjandi efni finnist í plasti sem notað er í meðhöndlun og varðveislu á matvælum. Neytendur 6. mars 2025 14:45
Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir, hjá Gotterí og gersemar, útbjó nýverið holla og dísæta pistasíumola sem eru fullkomnir til að gæða sér á þegar sykurlöngunin kallar. Pistasíur hafa verið afar vinsælar í eftirréttum og sælgæti undanfarið, eftir að hið vinsæla Dúbaí súkkulaði hreif íslenska sælkera. Lífið 5. mars 2025 16:00
Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Öskudagur er orðinn einn af stærstu dögum Domino's veitingastaðanna. Ástæðan er sú að undanfarin ár hefur sú hefð skapast hjá grunnskólum landsins að panta pizzur í tonnavís en forsvarsmenn skyndibitakeðjunnar gera ráð fyrir að rúmlega fimmtán þúsund grunnskólanemar hafi gætt sér á Domino's í dag. Viðskipti innlent 5. mars 2025 15:03
Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Matvælaframleiðslufyrirtækið Katla hefur ákveðið að innkalla framleiðslulotu af baunasúpugrunni vegna rofs á hitastýringu í dreifikerfi. Ætla má að baunasúpugrunnur hafi verið á leið í potta fjölda landsmanna, enda er sjálfur sprengidagurinn í dag. Neytendur 4. mars 2025 11:21