Varamennirnir tryggðu City stigin þrjú Manchester City vann torsóttan sigur á RB Leipzig þegar liðin mættust í Þýskalandi í Meistaradeildinni í kvöld. Tveir varamenn City lágu á bakvið mörk liðsins undir lokin. Fótbolti 4. október 2023 21:07
Magnaður sigur í fyrsta heimaleiknum í tuttugu ár Newcastle United vann frábæran sigur á PSG í fyrsta heimaleik liðsins í Meistaradeildinni í tuttugu ár. Kylian Mbappe og félagar sáu aldrei til sólar í norðurhluta Englands í kvöld. Fótbolti 4. október 2023 21:00
Atletico og Shaktar komu bæði til baka og tryggðu sér sigra Atletico Madrid vann góðan sigur á Feyenoord í E-riðli Meistaradeildarinnar í dag en leiknum er nýlokið. Þá er Shaktar Donetsk komið á blað eftir útisigur í Belgíu. Fótbolti 4. október 2023 18:47
Hojlund sá yngsti síðan Haaland Það er ekki nóg með að nöfnin þeirra séu lík, þeir komi báðir frá Norðurlöndum og spili sem framherjar hjá Manchester liði, þá eru þeir farnir að elta afrek hvors annars. Fótbolti 4. október 2023 16:30
Sjáðu mörkin frá Galakvöldinu á Old Trafford, stuðið í Napoli, endurkomu Braga og öll hin úr Meistaradeildinni Galatasaray jók enn á eymd Manchester United með sínum fyrsta sigri á enskri grundu, Jude Bellingham og félagar í Real Madrid gerðu góða ferð til Napoli og annan leikinn í röð fékk Union Berlin á sig mark í uppbótartíma. Fótbolti 4. október 2023 14:31
Ræddu leikmannakaup Ten Hags: „Hans menn voru lélegastir á vellinum“ Aron Jóhannsson segir að það líti illa út fyrir Erik ten Hag, knattspyrnustjóra Manchester United, hversu slakir leikmennirnir sem hann hefur fengið til félagsins séu. Fótbolti 4. október 2023 14:00
Nýja hetjan í Madrid: „Svolítið af Di Stefano, svolítið af Zidane“ Jude Bellingham hefur byrjað frábærlega með liði Real Madrid en enski miðjumaðurinn var enn á ný á skotskónum með Real liðinu í Meistaradeildinni í gær. Fótbolti 4. október 2023 13:31
Segir son sinn frekar vilja leiða Mbappé út á völl en sig Kieran Trippier, leikmaður Newcastle, mun freista þess að halda Kylian Mbappé í skefjum er Newcastle tekur á móti Paris Sain-Germain í Meistaradeild Evrópu í kvöld, jafnvel þó það gæti kostað það að sonur hans fari í fýlu. Fótbolti 4. október 2023 07:00
„Við búumst við meiru af okkur“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var eðlilega súr eftir 2-3 tap liðsins gegn Galatasaray á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Liðið hefur nú tapað fimm af seinustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. Fótbolti 3. október 2023 23:00
Þrumufleygur Valverde tryggði Madrídingum sigur Real Madrid vann ótrúlegan 3-2 útisigur er liðið heimsótti Napoli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þrátt fyrir að sigurmarkið sé skráð sem sjálfsmark er líklega hægt að segja að Federico Valverde sé hetja Madrídinga. Fótbolti 3. október 2023 21:42
Bayern München snéri taflinu við gegn Orra og félögum Þýskalandsmeistarar Bayern München þurftu að hafa fyrir hlutunum er liðið heimsótti dönsku meistaranna í FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 3. október 2023 21:04
Óvænt tap Arsenal í Frakklandi Arsenal mátti þola óvænt 2-1 tap er liðið heimsótti Lens til Frakklands í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 3. október 2023 20:58
Icardi hetjan er Galatasaray lagði Manchester United Mauro Icardi skoraði sigurmark Galatasaray er tyrkneska liðið gerði sér ferð á Old Trafford og vann virkilega sterkan 2-3 sigur gegn Manchester United í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 3. október 2023 20:58
Braga kom til baka í Berlin og Real Sociedad kláraði dæmið í fyrri hálfleik Önnur umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hófst í dag með tveimur leikjum. Portúgalska liðið Braga vann ótrúlegan 2-3 endurkomusigur gegn Union Berlin og Real Sociedad vann 0-2 sigur gegn FC Salzburg. Fótbolti 3. október 2023 18:50
Arsenal-menn voru strandaglópar á flugvelli í fjóra klukkutíma Undirbúningur Arsenal fyrir leikinn gegn Lens í Meistaradeild Evrópu var ekki eins og best verður á kosið. Fótbolti 3. október 2023 17:00
Tyrkinn gæti byrjað sinn fyrsta leik gegn Galatasaray Nýr tyrkneskur markvörður Manchester United gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir félagið þegar það tekur á móti löndum hans í Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 3. október 2023 14:01
Antony gæti snúið aftur í lið Manchester United á morgun Antony gæti snúið aftur í lið Manchester United fyrir komandi leik liðsins gegn tyrkneska liðinu Galatasaray í Meistaradeild Evrópu síðar á morgun. Enski boltinn 2. október 2023 11:45
Hafa fengið þrjú hundruð morðhótanir eftir skítaholuummæli Markverði FC Kaupmannahafnar, Kamil Grabara, og kærustu hans hafa borist fjölmargar morðhótanir eftir að hann lét miður falleg ummæli um Galatasaray falla á samfélagsmiðlum. Fótbolti 21. september 2023 23:01
„Eins og þeir nálgist ekki verkefnið með þeirri virðingu sem þeim ber að gera“ Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Meistaradeildarmessunnar, ræddi varnarleik Manchester United – eða skort á honum – í 4-3 tapi liðsins gegn Bayern München í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Það kom Ólafi á óvart hversu slakir gestirnir frá Manchester voru varnarlega í leiknum. Fótbolti 21. september 2023 11:30
Þakkaði stuðningsfólki og vill fara alla leið í Meistaradeildinni Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, var léttur í lund þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir þægilegan 4-0 sigur á PSV í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Fótbolti 21. september 2023 10:32
Sjáðu markasúpuna í München, yfirburði Arsenal og öll hin Átta leikir fóru fram í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildar karla í knattspyrnu í gær, miðvikudag. Hér að neðan má sjá öll mörk dagsins, þar á meðal markasúpuna í München þar sem Manchester United var í heimsókn og mörkin fjögur sem Arsenal skoraði í Lundúnum. Fótbolti 21. september 2023 08:31
„Þetta var einn af mínum verstu leikjum“ Andre Onana sagði í viðtali eftir leik Manchester United gegn Bayern Munchen í kvöld að byrjun hans í búningi United væri ekki búin að vera góð. Hann átti sök á fyrsta marki Bayern í leiknum. Fótbolti 20. september 2023 23:01
Sigur í fyrsta Meistaradeildarleik Skyttanna í langan tíma Arsenal er mætt til leiks í Meistaradeildinni eftir sex ára fjarveru. Liðið mætti í kvöld hollenska liðinu PSV á heimavelli sínum í Lundúnum og þurftu lítið að hafa fyrir stigunum þremur. Fótbolti 20. september 2023 21:05
Kane skoraði í markaveislu gegn United Bayern Munchen vann 4-3 sigur á Manchester United í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar í kvöld. Harry Kane komst á blað í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni fyrir Manchester United. Fótbolti 20. september 2023 21:01
Torsótt þrjú stig hjá Ítalíumeisturunum í Portúgal Fyrstu umferð Meistaradeildarinnar í knattspyrnu lauk í kvöld. FC Bayern vann þægilegan sigur á Manchester United í Þýskalandi og þá vann Arsenal stórsigur í sínum fyrsta Meistaradeildarleik í sex ár. Fótbolti 20. september 2023 20:58
Bellingham hetjan í uppbótartíma Jude Bellingham tryggði Real Madrid 1-0 sigur á Union Berling í Meistaradeildinni í dag. Sigurmark Bellingham kom í uppbótartíma leiksins. Fótbolti 20. september 2023 19:11
Illa farið með Orra Stein í jafntefli FCK Dönsku meistararnir í FCK misstu niður tveggja marka forskot á lokamínútunum þegar liðið mætti Galatasaray í Meistaradeildinni í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom við sögu hjá FCK í leiknum. Fótbolti 20. september 2023 18:51
Segir Tottenham geta keypt Kane til baka Daniel Levy eigandi Tottenham Hotspur segir að í samningi liðsins við Bayern Munchen vegna Harry Kane sé klásúla sem geri Lundúnaliðinu kleift að fá enska landsliðsmanninn aftur. Enski boltinn 20. september 2023 17:30
„Mbappé hagaði sér eins og fáviti og fékk allt sem hann vildi“ Jóhannes Karl Guðjónsson og Aron Jóhannsson voru sammála um að Kylian Mbappé hefði grætt á því að fara í fýlu við Paris Saint-Germain. Fótbolti 20. september 2023 14:01
Sjáðu mörkin: Öruggt hjá Barcelona, PSG lagði Dortmund og dramatíkin í Rómarborg Átta leikir fór fram í gærkvöldi þegar riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu rúllaði af stað. Evrópumeistarar Manchester City hófu titilvörnina á sigri, Börsungar fóru illa með Antwerp og dramatíkin var allsráðandi í viðureign Lazio og Atlético Madrid. Fótbolti 20. september 2023 12:31