Meistaradeildin: Hvað er um að vera á sportstöðvunum? Það er mikið um að vera í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld og mikið í húfi hjá mörgum liðum í riðlakeppninni. Alls verða fjórir leikir í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2 og er fyrsti leikurinn á dagskrá kl. 17 þar sem að stórlið Barcelona mætir Spartak á útivelli í Moskvu í Rússlandi. Fótbolti 20. nóvember 2012 11:45
Chelsea má ekki misstíga sig Sex félög geta tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld þegar næstsíðasta umferðin fer fram í riðlum E til H en það þarf þó mikið að gerast til að sum liðanna komist áfram. Fótbolti 20. nóvember 2012 06:00
Andrea Pirlo: AC Milan leyfði mér ekki að fara til Chelsea Andrea Pirlo, miðjumaður Juventus, verður í sviðsljósinu annað kvöld þegar Juve tekur á móti Chelsea í gríðarlega mikilvægum leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Pirlo sagði frá því í viðtali í Daily Mail að litlu hefði munað að hann hefði orðið leikmaður Chelsea fyrir nokkrum árum. Fótbolti 19. nóvember 2012 19:00
Messi: Við erum rólegir | Barcelona óskaði Celtic til hamingju Lionel Messi segir að leikmenn Barcelona hafi ekki áhyggjur þrátt fyrir óvænt tap fyrir Celtic í Meistaradeild Evrópu í gær. Fótbolti 8. nóvember 2012 13:45
Ferguson: Markmiðið að jafna árangur Liverpool í Evrópukeppnum Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að það sé markmið hans að vinna fleiri Evrópumeistaratitla með félaginu. Fótbolti 8. nóvember 2012 11:30
Meistaradeildin: Hvað sögðu sérfræðingarnir um 3-2 sigur Chelsea? Chelsea lagaði stöðu sína í E-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær með 3-2 sigri gegn Shaktar Donetsk frá Úkraínu. Þorsteinn J fór yfir leikinn í Meistaramörkunumá Stöð 2 sport í gær, þar sem að Heimir Guðjónsson og Reynir Leósson voru sérfræðingar þáttarins. Fótbolti 8. nóvember 2012 10:15
Svona fór Celtic að því að vinna Barcelona | Myndband Celtic vann einn sinn fræknasta sigur í sögu félagsins í kvöld. Þá kom stórlið Barcelona í heimsókn á Celtic Park. Fótbolti 7. nóvember 2012 23:04
Stjóri Braga: Ferguson þarf að sýna Nani meiri stuðning Jose Peseiro, stjóri Braga, segir að Nani þurfi að fá betri stuðning frá stjóra sínum hjá Manchester United til að honum líði vel. Fótbolti 7. nóvember 2012 15:15
Giggs: Svöruðum fyrir klúðrið í fyrra Man. Utd átti magnaða endurkomu gegn Braga. Seinkun varð á leiknum eftir að það slokknaði á flóðljósunum en þá var staðan 1-0 fyrir heimamenn. Fótbolti 7. nóvember 2012 15:08
Watt: Besta stund lífs míns Það ætlaði allt um koll að keyra á Celtic Park eftir að skoska liðið gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði Barcelona. Þeir voru ekki margir sem áttu von á því. Fótbolti 7. nóvember 2012 15:07
Di Matteo: Við urðum að vinna þennan leik Chelsea vann dramatískan sigur á Shaktar Donetsk í kvöld þar sem Victor Moses skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Fótbolti 7. nóvember 2012 15:05
Celtic skellti Barca | Mögnuð endurkoma Man. Utd Það var boðið upp á ævintýralegt kvöld í Meistaradeildinni. Hæst bar ótrúlegur sigur Celtic á Barcelona og svo kláraði Man. Utd lið Braga með þrem mörkum í uppbótartíma. Fótbolti 7. nóvember 2012 15:02
Sænski egóistinn gaf fjórar stoðsendingar í gær Svíinn Zlatan Ibrahimovic fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína í 4-0 sigri Paris Saint Germain á Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í gær og það þrátt fyrir að ná ekki að skora mark í leiknum. Zlatan hefur verið þekktur fyrir að sýna hroka innan sem utan vallar og gera mikið úr eigin getu en í gær einbeitti hann sér að spila upp liðsfélagana. Fótbolti 7. nóvember 2012 14:27
Lennon: Barcelona-liðið er ekki bara byggt í kringum Messi Celtic tekur á móti stórliði Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld en það munaði ótrúlega litlu að Celtic-menn tækju með sér stig frá Nývangi í síðustu umferð. Börsungar skoruðu þá sigurmarkið á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Neil Lennon, stjóri Celtic, lofaði Barca-liðið á blaðamannafundi fyrir leikinn á Celtic Park í kvöld en þarna mætast tvö efstu lið riðilsins. Fótbolti 7. nóvember 2012 14:17
Mancini og Balotelli sleppa báðir við refsingu Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, mun ekki refsa Manchester City mönnunum Roberto Mancini og Mario Balotelli fyrir mótmæli þeirra í lok jafnteflisleiksins á móti Ajax í gær. Hvorki eftirlitsdómari leiksins eða danski dómarinn skrifuðu um háttarlag City-manna í skýrslu leiksins. Fótbolti 7. nóvember 2012 11:58
Meistaramörkin: Allt um Real Madrid - Dortmund Real Madrid og Dortmund skildu jöfn, 2-2, í æsispennandi leik í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Þorsteinn Joð og gestir hans fóru vel og vandlega yfir leikinn í Meistaramörkunum á Stöð 2 Sport í gær. Fótbolti 7. nóvember 2012 09:15
Ólafur: Juventus hefur gríðarlegan sóknarþunga Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, hefur starfað fyrir danska liðið Nordsjælland að undanförnu og leikgreint lið Ítalíumeistara Juventus. Þessi lið mætast einmitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld en leikurinn fer fram í Tórínó. Fótbolti 7. nóvember 2012 06:00
Villa hefði getað misst fótinn Læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina á David Villa, leikmanni Barcelona, eftir að sá síðarnefndi meiddist í fyrra segir að örlög hans hefðu mögulega getað orðið mun verri. Fótbolti 6. nóvember 2012 15:15
Endurkomur hjá Real og Man. City | Úrslit kvöldsins Stórmeistarajafntefli var í öllum stórleikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Real Madrid kom til baka gegn Dortmund og Man. City gerði slíkt hið sama á heimavelli gegn Ajax. Fótbolti 6. nóvember 2012 13:31
Mourinho kokhraustur eftir jafnteflið gegn Dortmund Aukaspyrnumark Þjóðverjans Mesut Özil í blálokin bjargaði Real Madrid um eitt stig gegn Dortmund á heimavelli sínum í kvöld. Þjálfarinn, Jose Mourinho, hefur engar áhyggjur af því að liðið komist ekki áfram. Fótbolti 6. nóvember 2012 13:30
Mancini: Dómarinn og línuverðirnir hörmulegir Roberto Mancini, stjóri Man. City, var allt annað en sáttur við danska dómarann, Peter Rasmussen, eftir leik liðsins gegn Ajax í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 6. nóvember 2012 13:29
Wenger: Þetta voru sanngjörn úrslit Arsenal komst í 0-2 gegn Schalke í Þýskalandi en missti forskotið niður og varð að sætta sig við jafntefli á erfiðum útivelli. Fótbolti 6. nóvember 2012 13:28
Mancini: Eigendurnir eru ekki ánægðir Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að eigendur félagsins sé eðlilega ekki ánægður með slæmt gengi liðsins í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 6. nóvember 2012 13:18
Hvað er um að vera á sportstöðvunum í kvöld? Fjórða umferðin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu hefst í kvöld. Þar ber hæst baráttan í D-riðlinum þar sem að spænska meistaraliðið Real Madrid tekur á móti Borussia Dortmund, sem eru Þýskalandsmeistarar. Og örlög Englandsmeistaraliðs Manchester City gætu ráðist þar sem liðið tekur á móti Ajax frá Hollandi. Fótbolti 6. nóvember 2012 13:00
Gullmolinn Lewandowski Stórleikur kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er leikur Real Madrid gegn Borussia Dortmund. Spánarmeistararnir berjast þar um efsta sæti D-riðilsins gegn þýska meistaraliðinu. Árangur þýska liðsins hefur vakið mikla athygli og sérstaklega þar sem liðið var nánast gjaldþrota árið 2004. Fótbolti 6. nóvember 2012 07:00
Mancini: Ekki tilbúnir fyrir Meistaradeildartitil Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að félagið skorti enn reynslu til að geta gert alvöru atlögu að Evrópumeistaratitlinum. Fótbolti 5. nóvember 2012 09:02
Mourinho: Ég veit ekki hvað ég geri eftir Real Madrid Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur ekki ákveðið neitt um hvað hann gerir þegar hann hættir sem þjálfari spænska liðsins. Portúgalinn var síðasta vor fyrsti stjórinn til að vinna Ítölsku, ensku og spænsku deildina. Fótbolti 2. nóvember 2012 12:30
Meistaradeildarlið Málaga getur ekki borgað leikmönnum laun Málaga hefur slegið í gegn í Meistaradeildinni á þessu tímabili en spænska liðið er búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína í riðlakeppninni og er með fimm stiga forskot á AC Milan á toppi síns riðils. Málaga er einnig í þriðja sæti spænsku úrvalsdeildarinnar og því ætti allt að vera í fínu lagi hjá félaginu en svo er þó ekki. Fótbolti 2. nóvember 2012 11:45
Shakhtar-Brassarnir ekki nógu góðir fyrir landsliðið Mano Menezes, þjálfari brasilíska landsliðsins í fótbolta, hefur ekki mikla trú á löndum sínum sem spila með úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk í Meistaradeildinni. Fótbolti 31. október 2012 22:00
David Villa: Ég vil fá að spila David Villa var orðinn óþolinmóður að fá ekki að spila meira með Barcelona-liðinu en Villa hefur lengstum verið aukaleikari hjá liðinu eftir að hann snéri til baka eftir fótbrot. Fótbolti 31. október 2012 18:15