Chelsea sló út Barcelona í óviðjafnanlegum leik Chelsea tókst hið ótrúlega í kvöld og tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir 2-2 jafntefli gegn Barcelona á Nou Camp í hreint ótrúlegum knattspyrnuleik. Fótbolti 24. apríl 2012 17:40
Er stærð grasmottunnar á Nou Camp bara góð lygasaga? Margir fótboltasérfræðingar hafa skrifað um það á undanförnum dögum að það verði erfitt fyrir vörn Chelsea að halda aftur af sóknarþunga Barcelona á Nou Camp þar sem að heimavöllur Barcelona er mun breiðari en Stamford Bridge í London. Fótbolti 24. apríl 2012 15:00
Torres telur að Chelsea eigi möguleika gegn Barcelona Fernando Torres framherji enska liðsins Chelsea segir að leikmenn liðsins ætli sér að komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Spánverjinn verður væntanlega á varamannabekk Chelsea í kvöld gegn Barcelona á Nou Camp en Chelsea vann fyrri leikinn 1-0 í London. Fótbolti 24. apríl 2012 12:00
Reynir: Barcelona kemst í úrslitaleikinn Barcelona frá Spáni og enska liðið Chelsea mætast í kvöld í síðari viðureign þeirra í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 24. apríl 2012 06:00
Guardiola stólar á Pique í baráttunni gegn Drogba Pep Guardiola, þjálfari spænska liðsins Barcelona, mun að öllum líkindum velja þann kostinn að setja varnarmanninn Gerard Pique í byrjunarliðið gegn Chelsea á morgun í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Chelsea er 1-0 yfir eftir fyrri leikinn sem fram fór á Stamford Bridge í London þar sem að Didier Drogba skoraði mark Chelsea. Fótbolti 23. apríl 2012 13:30
Drogba með gegn Barcelona á þriðjudaginn Didier Drogba, leikmaður Chelsea, verður með liðinu gegn Barcelona í seinni leik undanúrslita Meistaradeildar Evrópu, sem leikinn verður á þriðjudaginn. Drogba virðist vera við fulla heilsu eftir að hann tók þátt á æfingu liðsins í dag. Fótbolti 22. apríl 2012 19:00
Ribery kýldi Robben | Orðnir vinir á ný Franck Ribery og Arjen Robben, leikmenn FC Bayern, tókust á eftir leik Bayern og Real Madrid í vikunni sem endaði með því að Ribery kýldi Robben í andlitið. Fótbolti 21. apríl 2012 22:47
Rooney sendi Drogba pillu á Twitter Það virðist eitthvað hafa farið í taugarnar á Wayne Rooney, leikmanni Manchester United, hversu oft Didier Drogba lá meiddur í grasinu í leik Chelsea og Barcelona á dögunum. Fótbolti 20. apríl 2012 07:00
Umfjöllun um sigur Chelsea á Evrópumeisturunum Þorsteinn J. og gestir hans í myndveri Stöðvar 2 Sports fóru ítarlega yfir undanúrslitaviðureign Chelsea og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 18. apríl 2012 23:04
Terry: Ein besta frammistaða Chelsea John Terry, fyrirliði Chelsea, var í skýjunum eftir sigur liðsins á Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Didier Drogba skoraði eina markið í 1-0 sigri Chelsea en liðin mætast aftur í næstu viku, þá í Barcelona. Fótbolti 18. apríl 2012 22:49
Di Matteo: Nánast fullkomið Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, var vitanlega hæstánægður með sína menn og sigurinn á Barcelona í kvöld. Fótbolti 18. apríl 2012 22:34
Drogba sá um Evrópumeistarana Didier Drogba var hetja Chelsea þegar að liðið gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Barcelona, 1-0, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 18. apríl 2012 18:15
Busquets: Ekki óþægilegt að vera sigurstranglegra liðið Hinn óvinsæli miðjumaður Barcelona, Sergio Busquets, er bjartsýnn á að sitt lið ýti Chelsea úr vegi í Meistaradeildinni og komist alla leið í úrslit enn eitt árið. Fótbolti 18. apríl 2012 13:00
Lampard: Við hræðumst ekki Barcelona Frank Lampard, leikmaður Chelsea, segir að það trufli liðið ekki neitt að vera litla liðið í rimmunni gegn Barcelona en fyrri leikur liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu fer fram í kvöld. Fótbolti 18. apríl 2012 11:30
Heimir Guðjóns: Chelsea verður að vinna í kvöld Chelsea tekur á móti Barcelona á Stamford Bridge í dag í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og Fréttablaðið fékk Heimi Guðjónsson, þjálfara FH og sérfræðing Stöðvar 2 Sport, til að spá í leikinn. Fótbolti 18. apríl 2012 08:00
Meistaradeildin: Umfjöllun um leik FC Bayern og Real Madrid Þýska liðið FC Bayern München landaði góðum 2-1 sigri gegn spænska liðinu Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Staða FC Bayern er því góð fyrir síðari leikinn sem fram fer í Madríd. Þorsteinn J fór yfir gang mála í leiknum í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport með sérfræðingum þáttarins, Reyni Leóssyni og Pétri Marteinssyni. Fótbolti 17. apríl 2012 23:09
Mourinho: Það bjóst enginn við sigurmarki í lokin Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, þurfti að sætta sig við 1-2 tap á móti Bayern München í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Bæjarar tryggðu sér sigurinn með marki Mario Gomez á 90. mínútu. Fótbolti 17. apríl 2012 21:40
Mario Gomez tryggði Bayern sigur á Real Madrid Bayern München hélt áfram sigurgöngu sinni á Allianz Arena í kvöld þegar liðið vann Real Madrid 2-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Bayern hefur þar með unnið alla sjö heimaleiki sína í keppninni á þessu tímabili og Real Madrid tókst ekki að bæta úr döpru gengi sínu á þýskri grundu. Fótbolti 17. apríl 2012 18:15
Heynckes: Einstakt tækifæri fyrir okkur Það er mikið undir hjá Bayern München í Meistaradeildinni enda fer úrslitaleikur keppninnar fram á þeirra heimavelli. Þangað vill liðið komast en fyrst þarf Bayern að leggja Real Madrid af velli. Fótbolti 17. apríl 2012 15:15
Mourinho: Við höfum engu að tapa Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, segir að það sé engin pressa á sínu liði fyrir leikinn gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 17. apríl 2012 13:00
Xavi: Njótum þess að vera besta lið heims Miðjumaðurinn Xavi hefur varað Chelsea við því að leikmenn Barcelona séu ekkert að fara að slaka á klónni og ætli sér stóra hluti í Meistaradeildinni í ár rétt eins og síðustu ár. Fótbolti 17. apríl 2012 12:15
Reynir: Real Madrid er ekki of stór biti fyrir Bæjara Bayern München og Real Madrid mætast í kvöld í fyrri leik sínum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en leikur kvöldsins fer fram í Þýskalandi og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fréttablaðið fékk knattspyrnuspekinginn Reyni Leósson til að velta fyrir sér þessum leik. Fótbolti 17. apríl 2012 10:45
Messi skorar innan sem utan vallar Argentínski snillingurinn Lionel Messi er að verða pabbi í fyrsta sinn ef marka má twitter-færslu hjá argentínska knattspyrnusambandinu. Messi slær hvert metið á fætur öðru og það virðist allt ganga upp hjá kappanum þessa dagana, innan sem utan vallar. Fótbolti 16. apríl 2012 22:30
Steinar Óli gaf Giggs og Rooney fimmu Íslenskum strák eða stelpu á aldrinum 7-9 ára gefst nú tækifæri á að komst í hóp evrópskra barna sem leiða munu leikmenn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattspyrnu, UEFA Champions League, inn á leikvanginn í München í Þýskalandi þann 19. maí næstkomandi. Fótbolti 11. apríl 2012 15:30
Zlatan: Ég var meiri maður en Guardiola Zlatan Ibrahimovic er ekkert hættur orðastríði sínu við Pep Guardiola, þjálfara Barcelona, þótt að Barcelona-liðið sé búið að slá Zlatan og félaga hans í AC Milan út úr Meistaradeildinni. Fótbolti 8. apríl 2012 16:15
Messi sá fyrsti í 60 mörk á einu tímabili í næstum því 40 ár Lionel Messi skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Barcelona á Real Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og er þar með búinn að skora 60 mörk fyrir Barca á tímabilinu. Messi er fyrsti knattspyrnumaðurinn í næstum því 40 ár sem nær að brjóta 60 marka múrinn. Fótbolti 8. apríl 2012 12:30
Mario Gomez hafnaði Real Madrid - svo segir afi hans Jose Gomez, afi þýska landsliðsframherjans Mario Gomez hjá Bayern München, hefur greint frá því að afabarnið hans hafi hafnað tilboði frá spænska stórliðnu Real Madrid. Gomez skrifaði í vikunni undir nýjan samning við Bayern til ársins 2016. Fótbolti 6. apríl 2012 13:30
Mourinho blæs á möguleika Chelsea gegn Barcelona Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, segir fyrrum lærisveina sína hjá Chelsea eiga litla möguleika gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Fótbolti 5. apríl 2012 19:30
Terry á erfitt með andardrátt í leikjum Chelsea John Terry, fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, segist eiga erfitt með andardrátt á vellinum og óttast að vera með brákuð rifbein. Enski boltinn 5. apríl 2012 14:15
Chelsea slapp með skrekkinn | Þáttur Þorsteins J. í heild sinni Nú liggur endanlega ljóst fyrir hvaða lið mætast í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu en fjórðungsúrslitin kláruðust í kvöld. Fótbolti 4. apríl 2012 22:44