Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Inter tapaði enn einum leiknum

    Ekkert gengur hjá ítalska stórliðinu Inter þessa dagana en liðið tapaði enn einum leiknum í kvöld - í þetta sinn fyrir Marseille í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Basel skellti Bayern í Sviss

    Valentin Stocker tryggði litla liðinu frá Sviss, FC Basel, góðan 1-0 sigur á þýska stórliðinu Bayern München í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Andre Villas-Boas óskar eftir stuðningi frá eiganda Chelsea

    Portúgalinn Andre Villas-Boas er mikið í fréttum þessa dagana enda hefur fátt gengið upp hjá knattspyrnustjóranum unga hjá Chelsea. Enska liðið leikur í kvöld gegn Napólí í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og hefur Villas-Boas óskað eftir því að stjórn félagsins styðji við bakið á honum með formlegum hætti.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Benitez orðaður við Chelsea | hitnar undir Villas-Boas

    Nafn Spánverjans Rafa Benitez hefur skotið upp á yfirborðið í enskum fjölmiðlum og segir Daily Mail að Benitez gæti tekið við liði Chelsea eftir þetta keppnistímabil. Það hefur nánast ekkert gengið upp hjá hinum unga Andre Villas-Boas frá Portúgal frá því hann tók við liði Chelsea. Og eigandi liðsins, Rússinn Roman Abramovich er ósáttur við gengi liðsins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Skytturnar þrjár eru nú í Napólí

    André Villas-Boas og lærisveinar hans í Chelsea mæta stórskemmtilegu Napólí-liði í 16 liða úrslitum Meist-aradeildarinnar í kvöld. Reynir Leósson hefur skoðað Ítalana sem skildu eftir Man. City í riðlakeppninni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho óttast frostið og gervigrasið í Moskvu

    Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur talað mikið um erfiðar aðstæður fyrir leik hans manna á móti CSKA Moskvu í Meistaradeildinni á morgun. Leikurinn fer fram á gervigrasi á Luzhniki Stadium og er búist við tíu stiga frosti á meðan leiknum stendur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Þjálfari Napoli má ekki stýra liðinu gegn Chelsea

    Walter Mazzarri, þjálfari Napoli, má ekki stjórna liði sínu í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en ítalska liðið mætir þar enska liðinu Chelsea. Mazzarri áfrýjaði tveggja leikja banni sínu en dómur aganefndar UEFA stendur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Guardiola þurfti að útskýra "Inter-trefilinn"

    Menn nenna að velta sér upp úr ótrúlegustu hlutum í knattspyrnuheiminum og nú hefur Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, þurft að útskýra af hverju hann var með "Inter-trefil" í leiknum gegn Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni á þriðjudag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Samantekt úr Meistaradeildarmörkunum, 4-0 sigur AC Milan

    AC Milan frá Ítalíu og ekki síst sænski landsliðsmaðurinn Zlatan Ibrahimovich sýndu snilli sina í 4-0 sigri liðsins gegn enska liðinu Arsenal í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Þorsteinn J. fór yfir gang mála í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport í kvöld þar sem hann ræddi við sérfræðinga þáttarins; Heimi Guðjónsson, Reyni Leósson og Pétur Marteinsson.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Draumadvöl Henry hjá Arsenal endaði með martröð

    Thierry Henry lék sinn síðasta leik með Arsenal í kvöld þegar liðið tapaði 0-4 á móti AC Milan í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en enska liðið er svo gott sem úr leik í keppninni eftir þessi úrslit.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Arsenal steinlá á móti AC Milan og er nánast úr leik

    AC Milan er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-0 stórsigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum sem fram fór á San Siro í Mílanóborg í kvöld. Arsenal-liðið var nokkrum númerum of lítið í þessum leik og getur nú farið að einbeita sér að keppni í ensku úrvalsdeildinni og enska bikarnum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Henry gerir eitthvað stórkostlegt í kvöld

    Arsenal er annað af tveimur Lundúnarliðunum sem heldur uppi heiðri ensku úrvalsdeildarinnar í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Arsenal fékk án efa einn erfiðasta mótherjann sem hugsast getur í 16-liða úrslitum. Ítalska meistaraliðið AC Milan er mótherji Arsenal og fyrri leikurinn fer fram á hinum eina sanna leikvangi San Síró í Mílanó.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Samantekt úr Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport

    Þorsteinn J. og gestir ræddu sigur Barcelona á Bayern Leverkusen í Meistaradeildinni í knattspyrnu. Sérfræðingar þáttarins, Reynir Leósson og Pétur Marteinsson, fóru yfir gang mála. Ennfremur veltu þeir vöngum yfir stórleiknum AC Milan og Arsenal á miðvikudag en upphitun fyrir þann leik hefst kl 19.00 á Stöð2 sport.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Guardiola: Af hverju ætti ég að hvíla Messi

    Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, var að sjálfsögðu kátur eftir 3-1 útisigur á Bayer Leverkusen í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Lionel Messi skoraði eitt og lagði upp annað í leiknum en eftir leikinn var Guardiola spurður út í það hvort að hann ætti að hvíla Messi meira.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Messi og félagar sýndu styrk sinn í Leverkusen - myndir

    Tvö mörk frá Sílemanninum Alexis Sanchez og mark frá snillingnum Lionel Messi í blálokin tryggðu Barcelona 3-1 útisigur á Bayer Leverkusen í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Börsungar eru svo gott sem komnir áfram í átta liða úrslitin eftir þennan flotta sigur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Lyon náði bara að skora eitt framhjá varnarmúr APOEL

    Alexandre Lacazette tryggði franska liðinu Lyon 1-0 sigur á APOEL Nicosia frá Kýpur í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en þessi úrslit þýða að Kýpurmennirnir eiga enn ágæta möguleika á því að komast í átta liða úrslitin.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Barcelona í flottum málum eftir 3-1 útisigur á Leverkusen

    Evrópumeistarar Barcelona eru í frábærum málum eftir 3-1 útisigur á þýska liðinu Bayer Leverkusen í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Sílemaðurinn Alexis Sánchez var hetja kvöldsins hjá Börsungum því hann skoraði tvö fyrstu mörk liðsins sitthvorum megin við hálfleikinn og Lionel Messi innsiglaði síðan sigurinn í lokin.

    Fótbolti