Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Arjen Robben: Ég er til í slaginn

    „Ég er ekki kominn hingað til að vera í stúkunni. Ég tel mig vera tilbúinn til að spila," segir Arjen Robben sem segist vera tilbúinn í slaginn fyrir síðari leik FC Bayern gegn Manchester United.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sneijder spilar gegn CSKA

    Wesley Sneijder meiddist ekki alvarlega á æfingu Inter í gær og hann mun spila með liðinu gegn CSKA Moskva á gervigrasinu í dag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Lionel Messi skaut Barcelona áfram með fernu

    Barcelona vann 4-1 sigur á Arsenal í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Camp Nou-leikvanginum. Argentínumaðurinn magnaði Lionel Messi gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk Börsunga.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rooney æfði ekki í morgun

    Þær litlu líkur sem voru á því að Wayne Rooney myndi spila gegn FC Bayern á morgun eru væntanlega foknar út um gluggann því hann gat ekki æft með liðinu í morgun.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Snýr Rooney aftur á miðvikudag?

    Enskir fjölmiðlar greina frá því að Wayne Rooney gæti óvænt snúið aftur á fótboltavöllinn á miðvikudag þegar Manchester United mætir FC Bayern í síðari viðureign liðanna í Meistaradeildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sneijder tæpur fyrir leikinn á morgun

    Inter varð fyrir áfalli í dag er hollenski miðjumaðurinn Wesley Sneijder meiddist á æfingu liðsins á Luznikhi-vellinum í Moskvu þar sem Inter mætir CSKA Moskva í Meistaradeildinni á morgun.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Song ekki með gegn Barcelona

    Arsenal varð fyrir enn einu áfallinu í dag þegar það varð ljóst að Alex Song gæti ekki leikið gegn Barcelona á morgun er liðin mætast í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Cristiano Ronaldo getur ekki horft á Meistaradeildina

    Það var mjög sár tilfinning fyrir Portúgalann Cristiano Ronaldo þegar Real Madrid datt út úr Meistaradeildinni á dögunum. Cristiano Ronaldo hafði farið alla leið í úrslitaleikinn með Manchester United undanfarin tvö ár en var nú úr leik strax í sextán liða úrslitunum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Annasamur vinnudagur hjá Almunia

    „Ég hef aldrei haft svona mikið að gera í leik með Arsenal," segir markvörðurinn Manuel Almunia sem hafði nóg að gera í vinnunni í gær þegar Arsenal tók á móti Barcelona.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Tímabilið búið hjá Gallas og Arshavin frá í þrjár vikur

    Arsenal-mennirnir William Gallas og Andrei Arshavin meiddust báðir í fyrri hálfleik á móti Barcelona í Meistaradeildinni í gær og það lítur út fyrir að Arsene Wenger geti ekki notað þá í mörgum mikilvægum leikjum á næstunni. Þessar slæmu fréttir bætast ofan á þær af fyrirliðinn Cesc Fabregas sé hugsanlega fótbrotinn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Leikirnir sem Wayne Rooney missir af á næstunni

    Manchester United hefur ekki enn gefið út formlega tilkynningu um niðurstöður sínar á rannsóknum á ökklameiðslum Wayne Rooney en stjórinn Alex Ferguson ætlar ekki að skýra frá stöðu mála fyrr en á blaðamannafundi á morgun.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Forseti Inter óttast ekki að missa Jose Mourinho

    Massimo Moratti, forseti Inter Milan, hefur ekki miklar áhyggjur af því að þjálfarinn Jose Mourinho sé á leið frá félaginu þrátt fyrir að Portúgalinn hafi ítrekað tjáð óánægju sína með ítalska fótboltann.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fabregas óttast það að hann sé fótbrotinn

    Enn einn ný kafli í meiðslasögu Cesc Fabregas á þessu tímabili bættist við á lokamínútu jafnteflisleiks Arsenal á móti Barcelona í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar i gær. Fabregas jafnaði leikinn í lokin en meiddist við það og hugsanlega er tímabilið búið hjá honum.

    Fótbolti