Almunia er búinn að vera að pína sig í síðustu leikjum Arsenal Markvörðurinn Manuel Almunia fór ekki með Arsenal til Portúgals þar sem liðið mætir Porto í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Manuel Almunia er búinn að vera spila meiddur síðustu vikur en meiddist enn meira á æfingu í vikunni. Fótbolti 17. febrúar 2010 14:00
Hálfleiks-hárblásturinn kom frá Rooney en ekki Ferguson Wayne Rooney átti ekki bara frábæran seinni hálfleik sjálfur í 3-2 sigri Manchester United á AC Milan í Meistaradeildinni heldur kveikti hann í félögum sínum í búningsklefanum í hálfleik. Fótbolti 17. febrúar 2010 09:30
Pellegrini: Sóknarleikurinn var of hægur hjá okkur „Þetta voru ekki góð úrslit þar sem við töpuðum og náðum ekki að skora útivallarmark en þetta er enginn heimsendir. Ég er sannfærður um að lið mitt nái að snúa taflinu við,“ sagði Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Real Madrid, eftir 1-0 tap liðs síns í fyrri leiknum gegn Lyon í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Fótbolti 16. febrúar 2010 23:11
Beckham: Ég naut þess mjög að spila leikinn „Þetta var fínt og ég naut þess mjög að spila leikinn. Stuðningsmennirnir voru mér líka góðir og það var frábært að spila þennan leik fyrir fullum leikvangi og mikilli stemningu,“ sagði Beckham eftir 2-3 sigur Manchester United gegn AC Milan í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á San Siro-leikvanginum í kvöld. Fótbolti 16. febrúar 2010 23:01
Ferguson: Rooney var stórkostlegur í kvöld Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United hrósaði framherjanum Wayne Rooney sérstaklega í leikslok eftir 2-3 sigur liðs síns gegn AC Milan í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á San Siro-leikvanginum í kvöld. Rooney skoraði tvö mörk fyrir United og var mjög ógnandi í sóknarleik liðsins. Fótbolti 16. febrúar 2010 22:49
Rooney: Við áttum sigurinn klárlega skilið „Eftir að við komumst í 1-3 þá vorum við eina liðið á vellinum og við áttu sigurinn klárlega skilið. Það er því svekkjandi að við höfum fengið á okkur seinna markið því það heldur AC Milan inni í einvíginu,“ sagði Wayne Rooney í leikslok eftir 2-3 sigur Manchester United gegn AC Milan á San Siro-leikvanginum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Enski boltinn 16. febrúar 2010 22:39
Fyrrum varnarmaður AC Milan: Stoppið Rooney og þá vinnið þið United Giuseppe Pancaro, fyrrum varnarmaður AC Milan, hefur ráðlagt sínum mönnum fyrir leikinn á móti Manchester United í Meistaradeildinni í kvöld. Pancaro segir að AC Milan verði að stoppa Wayne Rooney til þess að komast áfram í átta liða úrslitin. Fótbolti 16. febrúar 2010 17:15
Henry ekki búinn að spila eina mínútu í síðustu leikjum Barcelona Thierry Henry virðist ekki lengur vera inn í myndinni hjá Pep Guardiola, þjálfara Barcelona, ef marka má síðustu leiki hjá spænsku Evrópumeisturnum. Það bendir því allt til þess að Frakkinn sé á förum frá liðinu í vor. Fótbolti 16. febrúar 2010 16:30
Meistaradeild Evrópu: Úrslit og markaskorarar Sextán liða úrslit Meistaradeildar hófust í kvöld með tveimur hörkuleikjum þar sem Manchester United vann ótrúlegan 2-3 sigur gegn AC Milan og Lyon vann 1-0 sigur gegn Real Madrid. Fótbolti 16. febrúar 2010 16:16
Fimm sterkir leikmenn flugu ekki með Arsenal til Portúgals Arsenal verður án fimm sterkra leikmanna á móti Porto í fyrri leiknum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun. Þetta kom í ljós í dag þegar átján mánna hópur Arsenal flaug til Portúgal í dag. Fótbolti 16. febrúar 2010 15:15
Jose Mourinho: Chelsea hefði átt að halda mér Jose Mourinho, stjóri Inter, nýtir sér fjölmiðlaathyglina fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Chelsea, til að kynda undir sálfræðistríðið fyrir leikinn. Chelsea hefur aðeins unnið einn bikar á þeim tveimur árum sem eru liðin frá því að Mourinho var rekinn úr Brúnni. Fótbolti 16. febrúar 2010 14:30
Flamini hjá AC Milan: Óttumst ekki Wayne Rooney Mathieu Flamini, leikmaður AC Milan og fyrrum leikmaður Arsenal, segir að liðið geri ekki neinar sérstakar ráðstafanir til þess að stoppa Wayne Rooney þegar AC Milan og Manchester United mætast í kvöld í fyrri leik sínum í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 16. febrúar 2010 13:30
David Beckham: Man Utd er með eins gott lið og 1999 David Beckham, leikmaður AC Milan, mætir í kvöld sínum gömlu félögum í Manchester United í Meistaradeildinni og það er óhætt að segja að enski landsliðsmaðurinn hafi stoltið senunni í enskum fjölmiðlum í aðdraganda leiksins. Fótbolti 16. febrúar 2010 13:00
Arshavin missir af Porto-leiknum á morgun Rússinn Andrei Arshavin verður ekki með Arsenal á morgun þegar liðið spilar fyrri leikinn sinn við Porto í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn fer fram á Estadio do Dragao, heimavelli Porto. Fótbolti 16. febrúar 2010 10:00
Er Nemanja Vidic nokkuð meiddur? - Sir Alex Ferguson efast Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var augljóslega fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að serbesnki miðvörðurinn Nemanja Vidic treysti sér ekki til að spila fyrri leikinn á móti AC Milan í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 16. febrúar 2010 09:00
Papin: Chelsea líklegast til að vinna Meistaradeildina Goðsögnin Jean-Pierre Papin sem gerði garðinn frægann með félögum á borð við Marseille og AC Milan ásamt franska landsliðinu hefur trú á því að Chelsea muni vinna meistaradeildina á þessu tímabili. Fótbolti 15. febrúar 2010 23:00
Ronaldo: Við höfum aldrei verið betri en einmitt núna Stjörnuleikmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid er sannfærður um að spænska félagið geti unnið alla þá titla sem enn eru í boði. Ronaldo telur að Real Madrid sé að toppa á réttum tíma fyrir mikilvæga leiki í Meistaradeildinni og lokasprettinum í spænsku deildinni. Fótbolti 15. febrúar 2010 21:30
Leonardo: Verðum helst að halda hreinu í fyrri leiknum Knattspyrnustjórinn Leonardo hjá AC Milan gerir ráð fyrir erfiðum leikjum gegn Manchester United í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en hann telur að ítalska félagið verði að gera allt til þess að halda marki sínu hreinu í fyrri leiknum á San Siro-leikvanginum annað kvöld. Enski boltinn 15. febrúar 2010 19:15
Benzema: Lyon nær oft að stíga upp í stóru leikjunum Karim Benzema vonast til þess að vera klár í slaginn með Real Madrid gegn Lyon í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld en framherjinn yfirgaf sem kunnugt er herbúðir franska félagsins til þess að fara til þess spænska síðasta sumar. Benzema veit því líklega manna best hversu megnugt Lyon liðið er. Fótbolti 15. febrúar 2010 18:30
Giggs: Vona að Beckham njóti leiksins en ekki of mikið samt Gamli refurinn Ryan Giggs fer fögrum orðum um fyrrum liðsfélaga sinn hjá Manchester United, stórstjörnuna David Beckham, í nýlegu viðtali. Enski boltinn 15. febrúar 2010 17:45
Luciano Moggi: AC Milan, Inter og Fiorentina detta öll úr Meistaradeildinni Luciano Moggi, fyrrum framkvæmdastjóri Juventus og mikill áhrifamaður innan ítalska fótboltans í mörg ár, hefur ekki mikla trú á ítölsku liðunum AC Milan, Inter og Fiorentina í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 15. febrúar 2010 15:00
Þjálfari Lyon: Einbeitum okkur ekki bara að Ronaldo Claude Puel, þjálfari Olympique Lyon, ætlar ekki að leggja neitt ofurkapp á að stoppa Portúgalann Cristiano Ronaldo í leikjum franska liðsins á móti Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 15. febrúar 2010 13:00
David Beckham ekki öruggur í byrjunarliðið á móti United David Beckham er ekki alltof bjartsýnn á að vera í byrjunarliði AC Milan á móti Manchester United í Meistaradeildinni þegar fyrri leikurinn liðanna fer fram á morgun. Beckham hefur byrjað á bekknum í síðustu tveimur leikjum ítalska liðsins. Fótbolti 15. febrúar 2010 12:00
Manchester United án Nemanja Vidic í Mílanó Serbinn Nemanja Vidic og Brasilíumaðurinn Anderson flugu ekki með Manchester United til Mílanó í morgun þar sem liðið mun mæta AC Milan í Meistaradeildinni á morgun. Vidic á við meiðsli að stríða líkt og Ryan Giggs sem fór heldur ekki með en Anderson kemst ekki í hópinn. Fótbolti 15. febrúar 2010 11:30
Ekki víst að Beckham byrji gegn United á San Siro Brasilíumaðurinn Leonardo, þjálfari AC Milan, segist ekki geta lofað David Beckham sæti í byrjunarliði Milan er það mætir Man. Utd í Meistaradeildinni á San Siro á þriðjudag. Fótbolti 13. febrúar 2010 16:00
Valencia: Þetta verða stærstu leikir á ferli mínum Vængmaðurinn Antonio Valencia hjá Manchester United kveðst vart geta beðið eftir leikjunum gegn AC Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Enski boltinn 12. febrúar 2010 18:00
Ronaldo: Menn mega ekki vanmeta ítölsku félögin Stórstjarnan Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid er bjartsýnn á gott gengi spænska félagsins í Meistaradeildinni en liðið mætir franska félaginu Lyon í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 12. febrúar 2010 16:30
Mourinho: Chelsea er með eitt besta lið í heimi Knattspyrnustjórinn José Mourinho hjá Ítalíumeisturum Inter er í löngu viðtali á heimasíðu evrópska knattspyrnusambandsins UEFA þar sem hann talar um einvígið gegn fyrrum lærisveinum sínum í Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Enski boltinn 10. febrúar 2010 18:15
Ferguson: Hargreaves spilar aftur fyrir Manchester United á tímabilinu Owen Hargreaves verður ekki með Manchester United í Meistaradeildinni í ár þar sem Sir Alex Ferguson, stjóri liðsins, ákvað að hafa hann ekki á 25 manna leikmannalista liðsins. Ferguson segir þó að enski landliðsmiðjumaðurinn muni spila fyrir Manchester United á tímabilinu. Fótbolti 5. febrúar 2010 15:30
Jose Mourinho á 47 ára afmæli í dag: Hefur mótað Inter í sinni ímynd Jose Mourinho, þjálfari Inter, fagnar 47 ára afmæli sínu í dag en hann fékk góða afmælisgjöf um helgina þegar Inter vann 2-0 sigur á nágrönnum sínum í AC Milan í uppgjöri tveggja efstu liða ítölsku deildarinnar. Fótbolti 26. janúar 2010 23:45
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti