Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    United vantaði sex leiki í að ná meti Bayern

    Manchester United var búið að leiki 23 heimaleiki í röð án þess að tapa í Meistaradeildinni þegar tyrkneska liðið Besiktas sótti þrjú stig á Old Trafford í kvöld. United hafði unnið alla heimaleiki sína frá því í september 2005.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Alex Ferguson: Ég hef fulla trú á þessum strákum

    Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði eftir tapleikinn á móti Besiktas á Old Trafford í kvöld að ungir leikmenn liðsins ættu enn eftir ýmislegt ólært. Ferguson gaf mörgum lykilmönnum frí í leiknum og United tapaði sínum fyrsta heimaleik í Meistaradeildinni síðan 2005.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Song búinn að skrifa undir samning til ársins 2014

    Alexandre Song er í framtíðarplönum Arsene Wenger hjá Arsenal því þessi 22 ára Kamerúnmaður skrifaði í gær undir nýjan langtímasamning sem heldur honum hjá Lundúnafélaginu til ársins 2014. Song hefur verið fastamaður hjá Arsenal á þessu tímabili og byrjað inn á í 18 af 23 leikjum liðsins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Fjögur lið geta komist áfram í Meistaradeildinni í kvöld

    Fimmta og næstsíðasta umferð Meistaradeildarinnar fer fram í riðlum A til D í kvöld og þar geta fjögur lið tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum. Fjögur lið í þessum riðlum eru þegar komin áfram; Girondins Bordeaux (A), Manchester United (B), Chelsea (D) og FC Porto (D).

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Dómarinn í leik Frakka og Íra: Ekki mér að kenna

    Sænski dómarinn í leik Frakka og Íra í umspilsleiknum fræga á dögunum hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um allt fjaðrafokið sem varð í kjölfar hans. Thierry Henry notaði þar vinstri höndina greinilega við að leggja upp jöfnunarmark Frakka án þess að Martin Hansson eða félagar hans í dómaratríóinu tækju eftir því.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ronaldinho fær að fara út á lífið á fimmtudögum

    Spænska blaðið Sport segist vera búið að finna eina aðalástæðuna fyrir bættri spilamennsku Brasilíumannsins Ronaldinho hjá AC Milan. Það hefur verið allt annað að sjá til Ronaldinho á síðustu vikum sem hefur fengið frjálsara hlutverk undir stjórn landa sína Leonardo.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sex lið geta komist áfram í Meistaradeildinni í kvöld

    Fimmta og næstsíðasta umferð Meistaradeildarinnar fer fram í riðlum E til H í kvöld og þar geta sex lið tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum. Franska liðið Lyon og spænska liðið Sevilla eru einu liðin sem eru þegar komin áfram en Arsenal er nánast búið að gulltryggja sig inn í næstu umferð.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildin í kvöld: Liverpool er úr leik

    Liverpool er úr leik í Meistaradeildinni eftir úrslit kvöldsins. Það nægði Liverpool ekki að vinna Debrecen því Fiorentina vann 1-0 sigur á Lyon á sama tíma og tryggði sér sæti í 16 liða úrslitunum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Spænska blaðið El Mundo Deportivo: Zlatan byrjar í kvöld

    Samkvæmt spænska blaðinu El Mundo Deportivo verður Zlatan Ibrahimovic í byrjunarliði Barcelona á móti gömlu félögunum hans í Inter í mikilvægum leik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Barcelona getur dottið úr keppni tapi liðið leiknum í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ekkert stórslys þótt við komumst ekki áfram

    Jamie Carragher, leikmaður Liverpool, segir að það væri ekkert stórslys þó svo að liðið kæmist ekki áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðið taki þátt í Evrópudeildinni í staðinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ekki öruggt að Zlatan geti spilað með Barca í El Clásico

    Zlatan Ibrahimovic meiddist á æfingu hjá Barcelona í vikunni og missir örugglega af leik liðsins um helgina á móti Athletic Bilbao. Það er einnig óvíst hvort hann geti verið með á móti Inter í Meistaradeildinni á miðvikudaginn eða á móti Real Madrid í El Clásico á sunnudaginn eftir viku.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Messi: Við óttumst ekki Inter

    Lionel Messi er klár á því að Barcelona verði of stór biti fyrir Inter er liðin mætast í gríðarlega mikilvægum leik í Meistaradeildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho: Áttum skilið að vinna

    Ítalska liðið Inter vann ævintýralegan sigur á Dynamo Kiev í Kænugarði í kvöld. Liðið var marki undir þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Carragher: Þetta er ekki búið

    Jamie Carragher, leikmaður Liverpool, neitaði að gefast upp eftir jafnteflið í Lyon í kvöld þó svo Liverpool þurfi á stóru kraftaverki að halda til að komast í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wenger: Liðið er að þroskast

    Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var afar stoltur af liði sínu í kvöld enda spilaði það frábæran fótbolta. Hann telur að þetta lið eigi vel að geta unnið bikara í vetur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fabregas: Erum ekki komnir áfram

    Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, var jarðbundinn eftir öruggan sigur Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld. Sigurinn þýðir að Arsenal er aðeins stigi frá sæti í sextán liða úrslitunum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Barcelona náði aðeins jafntefli í Rússlandi

    Fyrsta leik kvöldsins í Meistaradeildinni er lokið. Evrópumeistarar Barcelona sóttu rússneska liðið Rubin Kazan heim en Börsungar áttu harma að hefna eftir háðulegt tap á heimavelli fyrir liðinu um daginn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildin: Liverpool í vondum málum

    Líf Liverpool í Meistaradeildinni hangir á bláþræði eftir 1-1 jafntefli í Lyon. Lisandro drap nánast allar vonir Liverpool með jöfnunarmarki á 89. mínútu. Hann kom Lyon áfram í keppninni um leið.

    Fótbolti