Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Leonardo: Sókn gæti verið besta vörnin

    Hinn brasilíski þjálfari AC Milan, Leonardo, er að íhuga að sækja grimmt er Milan mætir Real Madrid í Meistaradeildinni á morgun. Sókn gæti verið besta vörnin að mati Leonardo.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ferguson óttast ekki gervigrasið

    Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur engar áhyggjur af því að Man. Utd þurfi að leika á gervigrasi gegn CSKA Moskva í Meistaradeildinni á morgun.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Xavi: Verð aldrei leiður á að heyra Barcelona-liðinu hrósað

    Xavi, spænski landsliðsmiðjumaðurinn hjá Barcelona, segir að Barcelona-liðið sé að byrja tímabilið betur en í fyrra og að pressan á liðinu, eftir að það vann þrennuna í fyrra, sé ekki að hafa nein áhrif á liðið. Liðið hafi ekkert slakað á og hafi unnið alla leiki sína til þessa á tímabilinu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ancelotti: Chelsea verður að fara að bæta sinn leik

    Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er ekki alltof ánægður með stöðuna á sínu liði þrátt fyrir að Chelsea hafi unnið tvo fyrstu leiki sína í Meistaradeildinni sex af fyrstu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea vann 1-0 sigur á Apoel Nicosia í Meistaradeildinni í gær en frammistaða liðsins var ekki góð.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Aurelio hefur aldrei séð Benitez svona reiðann

    Rafael Benitez, stjóri Liverpool, hefur líklega aldrei verið reiðari út í sína leikmenn en hann var í tapinu á móti Fioretina í Meistaradeildinni í vikunni. Þessu heldur fram landi hans og leikmaður Liverpool, Fabio Aurelio.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Owen gæti verið frá í þrjár vikur - meiddist á nára

    Michael Owen, framherji Manchester United, þurfti að yfirgefa völlinn eftir aðeins 20 mínútur í 2-1 sigri liðsins á Þýskalandsmeisturum Wolfsburg á Old Trafford í gær. Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, var í stúkunni og það voru því súr og svekkjandi skrefin sem Owen þurfti að taka þegar hann fór svo snemma af velli.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Filippo Inzaghi hjá AC Milan: Það fer bara allt úrskeiðis hjá okkur

    Filippo Inzaghi og félagar í AC Milan eru í tómu tjóni á þessu tímabili sem sást vel í Meistaradeildinni í gær þegar liðið tapaði 0-1 á heimavelli á móti svissneska liðinu FC Zurich. AC Milan hefur verið í miklum vandræðum síðan að Leonardo tók við af Carlo Ancelotti, núverandi stjóra Chelsea.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho: Þurfum bara að vinna heimaleikina okkar

    Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho hjá Inter er ekki af baki dottinn eftir jafnteflið gegn Rubin Kazan í gærkvöld og þó svo að lið hans sé enn ekki búið að landa sigri eftir tvær umferðir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wenger: Við stjórnuðum leiknum allan tímann

    Arsenal vann 2-0 sigur gegn Olympiakos í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld á Emirates-leikvanginum í Lundúnum. Robin van Persie og Andrei Arshavin skoruðu mörkin fyrir heimamenn sem hafa unnið báða leiki sína í riðlakeppninni til þessa.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Einhver vírus að ganga í Manchester United liðinu

    Kóreumaðurinn Park Ji-sung getur ekki verið með Manchester United á móti Wolfsburg í Meistaradeildinni á morgun þar sem hann er með vírus. Patrice Evra er hinsvegar orðinn góður af sínum veikindum. Það er því einhver vírus að ganga innan United-liðsins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Pepe: Cristiano Ronaldo er betri en Messi

    Pepe leikmaður Real Madrid segir að Cristiano Ronaldo sé betri en Lionel Messi hjá Barcelona þar sem að Ronaldo sé mun fjölhæfari leikmaður en Argentínumaðurinn. Pepe er nýkomin aftur inn í lið Real Madrid eftir að hafa verið dæmdur í tíu leikja bann í fyrra fyrir að ráðast á mótherja.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Benitez: Vonar að Mascherano geti spilað Chelsea-leikinn

    Rafael Benitez, stjóri Liverpool, er að vonast til þess að argentínski miðjumaðurinn Javier Mascherano geti spilað með á móti Chelsea í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar um næstu helgi. Mascherano verður ekki með á móti Fiorentina í Meistaradeildinni í kvöld.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Casillas: Enginn tími fyrir Kaka og Ronaldo að aðlagast

    Iker Casillas, markvörður Real Madrid, segir að kröfurnar á liðið séu svo miklar að nýir leikmenn fái engan tíma til þess að aðlagast. Hann viðurkennir jafnframt að hann sem og aðrir leikmenn spænska liðsins séu enn að átta sig á því hvernig best sé að spila með þeim Kaka og Cristiano Ronaldo.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Xabi Alonso frá í allt að tíu daga vegna meiðsla

    Xabi Alonso, miðjumaður Real Madrid, meiddist í 5-2 sigri liðsins á FC Zurich á þriðjudaginn og nú er orðið ljóst að meiðslin hans eru það alvarlega að hann verður frá í tíu daga. Hann tognaði á vöðva á fæti.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Zico ráðinn sem knattspyrnustjóri Olympiakos

    Brasilíska goðsögnin Zico hefur tekið við stjórnartaumunum hjá grísku meisturunum í Olympiakos sem leika í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en Temuri Ketsbaia hætti óvænt sem stjóri félagsins á dögunum eftir nokkurra mánaða veru hjá félaginu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wenger ánægður með Eduardo

    Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ánægður með Króatíumanninn Eduardo sem skoraði sigurmark Arsenal gegn Standard Liege í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Carragher: Við vorum ekki góðir

    Jamie Carragher, leikmaður Liverpool, sagði að sínir menn hafði ekki spilað neitt sérstaklega vel þegar að liðið vann 1-0 sigur á ungverska liðinu Debrecen í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Zlatan: Barca var betra

    Zlatan Ibrahimovic sagði eftir leik Barcelona og Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld að Börsungar hafi verið betri aðilinn í leiknum sem lauk með markalausu jafntefli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fámennur stuðningsmannahópur Barca á San Siro

    Samkvæmt heimildum ítalska dagblaðsins La Repubblica mun Barcelona ekki fá mikinn stuðning á San Siro-leikvanginum í kvöld þegar liðið mætir Inter í Meistaradeildinni því aðeins um 400 stuðningsmenn Börsunga munu hafa lagt á sig ferðalagið til Mílanóborgar.

    Fótbolti