Pálmi Rafn skoraði mikilvægt útivallarmark í kvöld Pálmi Rafn Pálmason skoraði mikilvægt mark fyrir Stabæk í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld þegar liðið tapaði 1-3 á útivelli fyrir danska meisturunum í FC Kaupmannahöfn. Fótbolti 29. júlí 2009 20:15
Villa ánægður með að vera áfram hjá Valencia David Villa segist vera ánægður með að vera áfram hjá Valencia þrátt fyrir að um tíma hafi mörg stærstu fótboltafélög heims verið á eftir honum. Fótbolti 28. júlí 2009 21:30
Markalaust hjá FH-bönunum á heimavelli FH-banarnir í FK Aktobe frá Kasakhstan náðu aðeins markalausu jafntefli á heimavelli á móti Maccabi Haifa frá Ísrael í fyrri leik liðanna í 3. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Fótbolti 28. júlí 2009 19:45
Zlatan forðaði sér undan æstum aðdáendum - myndir Zlatan Ibrahimovic var í dag kynntur sem nýr leikmaður spænska liðsins Barcelona og fékk Svíinn snjalli að leika sér fyrir framan fjölmarga ljósmyndara og stuðningsmenn félagsins sem fjölmenntu á Nou Camp. Það er talið að 60 þúsund manns hafi mætt á kynningu Zlatan. Fótbolti 28. júlí 2009 14:15
Henry: Arsenal má alls ekki selja Cesc Fábregas Thierry Henry hefur skorað á hans gamla lið Arsenal að standast öll boð í Spánverjann Cesc Fábregas sama hversu hagstæð þau verða peningalega fyrir klúbbinn. Enski boltinn 24. júlí 2009 22:30
Brunabjallan í lið með sænska liðinu Kalmar Sænska liðið Kalmar er ekkert í alltof góðum málum í undankeppni Meistaradeildarinnar fyrir seinni leik sinn á móti ungverska liðinu Debrecen seinna í dag. Debrecen vann fyrri leikinn 2-0 í Ungverjalandi og eru því í góðri stöðu en það er þó hætt við því að leikmenn liðsins mæti þreytulegir til leiks í dag. Fótbolti 22. júlí 2009 15:00
Aðeins fimmtán leikhæfir leikmenn hjá FH í dag FH-ingar mæta á eftir Aktobe í seinni leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma. FH-liðið hefur kynnst miklu mótlæti í aðdraganda leiksins því það er ekki nóg með að hafa tapað fyrri leiknum 0-4 á heimavelli þá var liðið án fimm leikmanna í þetta langa ferðalag. Íslenski boltinn 22. júlí 2009 14:30
FH ætlar að leiðrétta slysið Íslandsmeistarar FH leika síðari leik sinn gegn Aktobe í Kasakstan í dag. Leikurinn hefst klukkan 16 að íslenskum tíma. Vonir Hafnarfjarðarliðsins um að komast áfram í forkeppni Meistaradeildarinnar eru litlar sem engar eftir 0-4 tap í Kaplakrika í síðustu viku. Fótbolti 22. júlí 2009 10:45
Zlatan tekur á sig launalækkun upp á 533 milljónir á ári Zlatan Ibrahimovic er tilbúinn að leggja á sig ýmislegt til þess að fá að spila með Evrópumeisturum Barcelona og þar á meðal að taka á sig mikla launalækkun. Ibrahimovic kemur til Barcelona á morgun til að ganga frá nýjum samningi en sænska blaðið Expressen hefur heimildir fyrir því að sænska stórstjarnan muni lækka þar mikið í launum. Fótbolti 19. júlí 2009 12:00
Samuel Eto'o + 35 milljónir punda = Zlatan Ibrahimovic Barcelona og Inter Milan hafa nú náð samkomulagi um að skipta á framherjunum Zlatan Ibrahimovic og Samuel Eto'o en þau skipta ekki alveg á jöfnu því Barcelona borgar ítölsku meisturunum einnig 35 milljónir punda til viðbótar til að fá til sín Zlatan. Nú veltur það á Svíanum og Kamerúnmanninum að ná samningum við sín nýju lið. Fótbolti 18. júlí 2009 12:15
Zlatan fékk ekki tíuna í Inter - hann tók hana Sænski framherjinn og hrokagikkurinn Zlatan Ibrahimovic verður áfram hjá ítölsku meisturunum í Inter þótt að mörg stórlið hafi sýnt markahæsta leikmanni ítölsku deildarinnar áhuga. Það er þó eitt sem breytist hjá Zlatan því hann spilar ekki lengur í treyju númer átta. Fótbolti 16. júlí 2009 16:00
AC Milan hefur áhuga á að kaupa fyrirliða Barcelona Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er ekki alltof sáttur með að félagið sé ekki tilbúið að framlengja samning hans nú þegar. Spænska blaðið El Mundo Deportivo segir frá því að nú gæti spænski landsliðsmaðurinn verið á leið frá liðinu og ítalska stórliðið AC Milan hefur mikinn áhuga. Fótbolti 15. júlí 2009 10:00
Xabi Alonso vill fara frá Liverpool - búinn að tala við Benítez Xabi Alonso hefur tjáð Rafa Benítez, stjóra Liverpool, að hann vilji fara frá Anfield. Real Madrid hefur sýnt spænska miðjumanninum mikinn áhuga og vonast nú til að Xabi Alonso takist að sannfæra Benítez um að selja sig til Madridborgar. Enski boltinn 14. júlí 2009 14:30
Þýðir ekki að bjóða minna en 50 milljónir evra í David Villa Valencia vill fá 50 milljónir evra eða meira fyrir David Villa samkvæmt frétt í spænska blaðinu Marca í dag. Spænsku stórliðin Real Madrid og Barcelona sem og enska liðið Manchester City hafa öll frá því í maí haft mikinn áhuga á að kaupa spænska landsliðsmanninn. Fótbolti 14. júlí 2009 14:00
Fimm íslenskir eftirlitsmenn á Evrópuleikjum í vikunni Það er nóg af leikjum í undankeppnum Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA í vikunni og það eru ekki bara íslensku liðin sem verða á ferðinni. Á heimasíðu Knattspyrnusambandsins er farið yfir verkefni íslenskra eftirlitsmanna í vikunni. Fótbolti 14. júlí 2009 11:00
Mun færri mættu á kynningu Benzema en hjá Ronaldo og Kaka Real Madrid kynnti Karim Benzema fyrir stuðningsmönnum sínum á Santiago Bernabeu í dag en áður hafði liðið haldið kynningarfundi fyrir þá Cristiano Ronaldo og Kaka. Real keypti Benzema frá franska liðinu Lyon fyrir upphæð sem gæti farið alla leið upp í 35 milljónir punda. Fótbolti 10. júlí 2009 17:00
Inter hætt við að reyna að kaupa Carvalho og Deco Sky greinir frá því í kvöld að ítalska liðið Inter Milan sé hætt við að reyna að kaupa Portúgalana Ricardo Carvalho og Deco frá Chelsea þar sem enska liðið vilji hreinlega fá of mikið fyrir leikmennina. Fótbolti 7. júlí 2009 23:00
Seldu 2000 Ronaldo-treyjur á fyrstu tveimur klukkutímunum Real Madrid seldi 2000 treyjur merktar Cristiano Ronaldo á fyrstu tveimur klukkutímunum en þær væru settar í sölu í kjölfar kynningarhátíðar kappans á Santiago Bernabeu í gær. Fótbolti 7. júlí 2009 22:30
Franck Ribery og Xabi Alonso eru of dýrir fyrir Real Madrid Jorge Valdano, framkvæmdastjóri Real Madrid, hefur nú viðurkennt að spænska félagið hafi ekki efni á því að kaupa þá Franck Ribery og Xabi Alonso í viðbót við þær hundruðir milljóna evra sem Real hefur eytt í Cristiano Ronaldo, Kaka og Karim Benzema. Fótbolti 7. júlí 2009 20:30
Ronaldo söng Viva Madrid með 80 þúsund stuðningsmönnum Real Opinber kynning Cristiano Ronaldo sem leikmanni Real Madrid fór fram fyrir framan 80 þúsund stuðningsmenn liðsins á Santiago Bernabeu. Ronaldo kom þá fram í nýju Real Madrid treyju sinni sem verður númer níu. Íslenski boltinn 6. júlí 2009 22:45
Chelsea áfrýjar úrskurði Chelsea hefur ákveðið að áfrýja þeim úrskurði að dæma Didier Drogba og Jose Bosingwa í bann í næstu Evrópuleikjum liðsins. Fótbolti 20. júní 2009 17:54
Drogba í sex leikja bann Didier Drogba var í dag dæmdur í sex leikja bann fyrir framkomu sína að loknum leik Chelsea og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor. Fótbolti 17. júní 2009 21:11
Blanc vill ná mun betri árangri í Meistaradeildinni Knattspyrnustjórinn Laurent Blanc hafði ríka ástæðu til þess að fagna um helgina þegar lið hans Bordeaux varð franskur meistari eftir frækinn endasprett þar sem félagið vann hvorki fleiri né færri en síðustu ellefu leiki sína í deildinni. Bordeaux vann þar með sinn sjötta deildartitil í sögu félagsins og batt jafnframt enda á sjö ára einokun Lyon að franska meistaratitlinum. Sport 1. júní 2009 14:23
Eiður vill fara aftur til Englands Eiður Guðjohnsen gerir ráð fyrir því að hann muni leika aftur í ensku úrvalsdeildinni þegar hann yfirgefur Barcelona. Fótbolti 31. maí 2009 11:37
Tevez: Mögulega önnur úrslit hefði ég byrjað Carlos Tevez segir að hefði hann fengið að vera í byrjunarliði Manchester United gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn hefðu úrslit leiksins mögulega orðið önnur. Fótbolti 29. maí 2009 11:45
Ók yfir stuðningsmenn Barcelona og banaði fjórum Fjórir létust og tíu slösuðust í bænum Ogbo í Nígeríu í gærkvöld þegar óður stuðningsmaður Manchester United ók sendiferðabíl inn í hóp Barcelona-stuðningsmanna eftir úrslitaleik meistaradeildarinnar. Fótbolti 28. maí 2009 15:15
Allt vitlaust í Katalóníu Katalóníuhérað á Spáni var allt á öðrum endanum í gærkvöldi og nótt eftir að Barcelona tryggði sér sigur í Meistaradeildinni með 2-0 sigri á Manchester United. Fótbolti 28. maí 2009 10:45
Ferguson: Við söknuðum Fletcher Sir Alex Ferguson segir að varnarleikur Manchester United hafi verið slakur í úrslitaleik meistaradeildarinnar í gær og að lið hans hafi saknað Darren Fletcher. Fótbolti 28. maí 2009 10:34
Ronaldo gagnrýndi leikaðferð Ferguson Cristiano Ronaldo hjá Manchester United sagði að leikaðferð Manchester United hefði brugðist gegn Barcelona í úrslitaleik meistaradeildarinnar í gær. Fótbolti 28. maí 2009 10:28
Rooney: Iniesta er besti leikmaður heims Wayne Rooney hrósaði miðjumanninum Andres Iniesta í hástert eftir úrslitaleikinn í meistaradeildinni í gærkvöldi þar sem Barcelona vann 2-0 sigur á Manchester United. Fótbolti 28. maí 2009 09:36