Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Þuríður Sigurðardóttir söngkona kallar eftir því að Laugarnes í Reykjavík verði friðlýst sem búsetu- og menningarlandslag. Hún býður upp á sögugöngu um Laugarnes klukkan þrjú á morgun, sunnudag, þar sem hún ætlar meðal annars að fjalla um þá kenningu að landnámsbær Ingólfs hafi verið í Laugarnesi. Innlent 3.5.2025 22:30
Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Hið margrómaða verk Klukkan eða The Clock var opnað í Listasafni Íslands í gær en um er að ræða sólarhringslangt vídeóverk sem samanstendur af þúsundum myndbrota úr kvikmyndasögunni. Hvert þeirra vísar til ákveðins tíma sólarhringsins og eru tímasetningar sem birtast á skjánum í rauntíma. Lífið 3.5.2025 19:45
Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson hlaut í gær verðlaun sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) á lokaathöfn alþjóðlegu BSFF kvikmyndahátíðarinnar í Brussel í Belgíu. Myndinni er leikstýrt af Rúnari Rúnarssyni og hún framleidd af Heather Millard. Lífið 3.5.2025 17:49
Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Bandaríska söngkonan Jill Sobule, sem þekktust er fyrir lög sín I Kissed a Girl og Supermodel, er látin, 66 ára að aldri. Útgefandi Sobule segir að söngkonan hafi látist í húsbruna í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum. Lífið 2. maí 2025 07:34
Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segist ekki hika við að lögsækja Rafmennt skyldi félagið nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námskránna sem notast var við. Námskráin sé hans eigin hugarsmíð. Innlent 1. maí 2025 22:58
Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Norður-írsk rapphljómsveit er til rannsóknar hjá hryðjuverkadeild bresku lögreglunnar. Hún er sökuð um að vera hliðholl hryðjuverkasamtökum á borð við Hamas og Hezbollah og hvetja til morðs á embættismönnum. Lífið 1. maí 2025 14:59
Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Náttúrufræðingurinn David Attenborough beinir sjónum sínum að höfum jarðar í nýjustu heimildamynd sinni en lítur líka um öxl yfir ævistarf sitt nú þegar hann nálgast „endalok lífs“ síns. Hann segir hafið spila lykilrullu í baráttunni við hamfarahlýnun. Lífið 1. maí 2025 11:57
„Þetta er lúmskt skrímsli“ „Ég var svolítið mikið í sviðsljósinu á ákveðnum tímapunkti. Það var gaman þegar það var en svo fylgir því mikill kvíði, samanburður, sjálfsefi og fleira leiðinlegt,“ segir lífskúnstnerinn Donna Cruz en hún hefur komið víða við í íslensku samfélagi og er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið 1. maí 2025 07:00
Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Bandaríski söngvarinn Michael Bolton glímir við ólæknandi krabbamein í heila. Vegna veikindanna finnur hann nú fyrir minnisleysi, og erfiðleikum með tal og hreyfingu. Lífið 30. apríl 2025 23:01
Forsalan sögð slá öll fyrri met Forsala í miðasölu á söngleikinn Moulin Rouge! hefur slegið öll fyrri met, að sögn Borgarleikhússins. Aldrei hafi jafn mikill fjöldi miða verið seldur á fyrstu klukkustundum forsölu hjá Borgarleikhúsinu. Þá hafi álagið á miðasölukerfi hússins verið mikið. Lífið 30. apríl 2025 22:12
„Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Það stendur mikið til á verkalýðsdaginn á Selfossi á morgun, fyrsta maí en þar munu um 230 hljóðfæraleikarar og söngvarar stíga á svið í íþróttahúsi Vallaskóla þar sem yfirskrift tónleikanna er; „Burtu með fordóma“. Lífið 30. apríl 2025 22:08
Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Tónlistarkonan Katy Perry, sem var gagnrýnd fyrir þátttöku sína í ferð geimskutlunnar Blue Origin, segir netverja hafa komið fram við sig eins og mennskt piñata. Netið sé ruslahaugur fyrir vanheila og hún finni styrk í stuðningsríkum aðdáendum. Lífið 30. apríl 2025 16:17
Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Stöð 2 mun hætta innanhússframleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og einbeita sér fyrst og fremst að samstarfi við framleiðslufyrirtæki. Þetta staðfestir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Miðla og efnisveitna hjá Sýn. Vinsælir þættir hverfi ekki af dagskrá heldur færist vinnsla þeirra til framleiðslufyrirtækja. Innlent 30. apríl 2025 14:59
Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Tónlistar- og matarhátíðin Lóa verður haldin í Laugardal þann 21. júní. Fjöldi innlendra og erlendra listamanna koma fram á hátíðinni eins og Jamie XX, Mobb Deep, De La Soul, Joy Anonymous og Mos Def. Þar verður einnig fjöldi matarvagna og stórt hjólabrettasvæði. Lífið 30. apríl 2025 12:00
Justin Bieber nýtur sín norður í landi Poppstjarnan Justin Bieber er staddur norður í landi á lúxushótelinu Deplum í Fljótum. Tæp níu ár eru síðan kanadíski tónlistarmaðurinn hélt tvenna tónleika í Kórnum og tók upp tónlistarmyndband í Fjaðrárgljúfri. Lífið 30. apríl 2025 10:39
Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu „Ég fæ alltaf svakalega dellu fyrir hlutum og tek tímabil þar sem ég er óstöðvandi í að semja tónlist,“ segir ungstirnið Urður Óliversdóttir sem notast við listamannsnafnið Undur. Urður, sem er í tíunda bekk, var að gefa út sína fyrstu breiðskífu og stefnir langt í heimi tónlistarinnar. Tónlist 30. apríl 2025 07:01
„Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Ingiríður Halldórsdóttir, sem notar listamannsnafnið Lyfveru, veitir innsýn inn líf hins langveika í listsköpun sinni. Hún hefur glímt við sjálfsofnæmi, króníska verki og miðtaugakerfisraskanir en tekst á við það með húmor og orðaleikjum. Menning 29. apríl 2025 16:25
Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Íslensku myndlistarkonurnar Elísabet Olka og Högna Heiðbjört Jónsdóttir opnuðu sýninguna Montage með stæl í Kaupmannahöfn í byrjun apríl. Íslenska þemað var tekið alla leið þar sem sýningin fór fram í galleríinu Wild Horses sem er rekið af myndlistarkonunni og hönnuðinum Sigurrós Eiðsdóttur. Menning 29. apríl 2025 10:14
Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA „Samferðamaður“ er yfirskrift sýningar sem opnuð verður á Ljósmyndasafni Reykjavíkur laugardaginn 3. maí kl. 15. Á sýningunni er farið yfir ríflega fimmtíu ára feril Gunnars V. Andréssonar fréttaljósmyndara – frá 1966 til 2017. Myndir hans voru í gegnum tíðina merktar GVA. Menning 28. apríl 2025 16:02
Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Jón Ólafsson kaupsýslumaður segist ekki hafa miklar áhyggjur af dómi héraðsdómstóls í New York sem komst að þeirri niðurstöðu að hann og félög honum tengd ættu að borga öðru félagi tæplega 4,4 milljónir Bandaríkjadala sem jafngildir um 560 milljónum króna. Viðskipti innlent 28. apríl 2025 09:33
Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Rithöfundar sigruðu útgefendur 2-0 í æsispennandi leik á Valbjarnarvelli í Laugardal í gær. Leikurinn er árleg hefð í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík og höfðu útgefendur unnið síðustu þrjú ár í röð. Lífið 28. apríl 2025 00:01
Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Íslandsmeistaramót í skrafli fór fram um helgina. Auk þess sem Íslandsmeistari var krýndur voru einnig veitt verðlaun fyrir dónalegasta orðið og stigahæsta nýliðann. Dómarinn hafði í nógu að snúast vegna véfengdra lagna. Lífið 27. apríl 2025 21:41
Jiggly Caliente dragdrottning látin Dragdrottningin Jiggly Caliente sem gerði garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum vinsælu Rupaul's Drag Race er látin, 44 ára að aldri. Lífið 27. apríl 2025 15:01
„Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Hanna Hulda Hafþórsdóttir, nemandi í kvikmyndagerð við Listaháskóla Íslands hlaut á dögunum Evu Maríu Daníels verðlaunin á Stockfish kvikmyndahátíðinni fyrir stuttmyndina sína Í takt. Lífið 27. apríl 2025 08:00