Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Segist ekki dauður heldur „sprell­lifandi“

Bandaríski leikarinn Danny Trejo segir fregnir af dauða sínum ekki sannar heldur sé hann „sprelllifandi“. Fréttir af dauða hans hafa dreift sér um samfélagsmiðla og aðrir Hollywood-leikarar látið blekkjast.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Troð­full Þorlákskirkja minntist Karls Sig­hvats­sonar

Minningarhátíðin Karlsvaka var haldin í Þorlákskirkju sunnudaginn 7. september í tilefni af 75 ára fæðingarafmæli tónlistarmannsins Karls Sighvatssonar sem lést langt fyrir aldur fram 1991. Fjölmargir frábærir tónlistarmenn komu fram á hátíðinni og var kirkjan þétt setin.

Tónlist
Fréttamynd

Virki­lega sláandi lífs­reynsla að koma til Grinda­víkur

„Ég er fyrst og fremst ótrúlega stolt af myndinni – og þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri; að leika þessa flóknu konu sem fær þennan stóra boga. Það er ekki á hverjum degi á Íslandi sem það kemur út kvikmynd sem er þroskasaga einnar konu, skrifuð af konu og leikstýrt af konu,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona sem fer með burðarhlutverkið í íslensku stórmyndinni Eldarnir sem frumsýnd verður þann 11. september næstkomandi.

Lífið
Fréttamynd

Pamela slær á sögu­sagnirnar

Leikkonan Pamela Anderson gefur lítið fyrir orðróma þess efnis að samband hennar og leikarans Liam Neeson sé eða hafi verið kynningarbrella.

Lífið
Fréttamynd

Ein­vala­lið kemur fram á Karlsvöku

Minningarhátíðin Karlsvaka verður haldin í Þorlákskirkju sunnudaginn 7. september í tilefni af 75 ára fæðingarafmæli tónlistarmannsins Karls Sighvatssonar sem lést langt fyrir aldur fram 1991. Fjölmargir frábærir tónlistarmenn koma fram á hátíðinni.

Tónlist
Fréttamynd

Síminn má dreifa efni Sýnar

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur gert Sýn skylt að veita áskrifendum Símans aðgang að öllu sínu línulega efni, þar á meðal Enska boltanum. Taka þarf endanlega ákvörðun í málinu fyrir 1. desember.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sophie Turner verður Lara Croft

Breska leikkonan Sophie Turner, sem er þekktust fyrir að leika Sönsu Stark í Game of Thrones, mun leika fornleifafræðinginn og ævintýrakonuna Löru Croft í sjónvarpsþáttunum Tomb Raider á Prime Video.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“

„Ég held framtíðarplönum og áætlunum fyrir sjálfa mig, þar sem ég skipti um skoðun eins og nærbuxur,“ segir Þórey Birgisdóttir leikkona, spurð hvar hún sjái sjálfa sig eftir tíu ár. Þegar hún var lítil dreymdi hana um að verða umhverfisráðherra eftir vettvangsferð með skólanum á Sorpu – eða leikkona, dansari eða arkitekt.

Lífið
Fréttamynd

Þrjú söfn í eina sæng

Hljóðbókasafn Íslands, Kvikmyndasafn Íslands og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn, verða sameinuð í eitt safn nái áform stjórnvalda fram að ganga.

Innlent
Fréttamynd

Balta bregst boga­listin

Þrátt fyrir góðan efnivið í ólgandi innanríkisátökum um ensku krúnuna á 11. öld tekst Baltasar Kormáki og meðframleiðendum hans ekki að vinna úr því spennandi þætti. Stirð framvinda, grunnar persónur og áferðarljótt útlit spila þar stóra rullu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Betri kvik­mynda­skóli

Íslensk kvikmyndagerð hefur sjaldan staðið sterkari en nú. Samkvæmt nýlegri úttekt Olsberg-SPI fyrir menningar- og viðskiptaráðuneytið skapaði endurgreiðslukerfi kvikmyndagerðar alls 237,9 milljarða króna í efnahagsleg áhrif á árunum 2019–2022.

Skoðun
Fréttamynd

Vildi frekar hafa David Hasselhoff upp­á vegg en Jón Ólafs

Þótt ótrúlegt megi virðast eru tuttugu ár síðan að Hildur Vala Einarsdóttir vann Idol stjörnuleit. Hún varð landsþekkt nánast á einni nóttu og gerir upp þennan tuttugu ára feril á tónleikum í Salnum í Kópavogi næstkomandi laugardagskvöld.

Lífið
Fréttamynd

„Okkur er ekkert mann­legt ó­við­komandi“

Nýjustu munir í eigu Þjóðminjasafnsins eru nú til sýnis og geta verið allt að þúsund ára gamlir. Sumir munir hafa komist í vörslu safnsins á einkennilegan máta og sitthvað fundist á víðavangi fyrir tilvilijun.

Innlent
Fréttamynd

Kaupir fjórða húsið við sömu götu

Heimsfrægi söngvarinn Harry Styles hefur keypt fjórða húsið sitt við sömu götuna í Lundúnum. Hann hyggst sameina lóðirnar og byggja þar gríðarstórt glæsisetur.

Lífið
Fréttamynd

Kim Novak heiðurs­gestur RIFF

Hollywood-stjarnan Kim Novak verður einn heiðursgesta Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík (RIFF) sem hefst 25. september. Ný heimildarmynd um leikkonuna verður opnunarmynd hátíðarinnar og verða tvær sígildar myndir hennar einnig sýndar.

Bíó og sjónvarp