Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Rísandi stór­stjarna og al­vöru hjartaknúsari

Breska leikkonan Aimee Lou Wood stal hjörtum margra áhorfenda í nýjustu seríunni um hvíta lótusblómið. Wood er 31 árs gömul og hefur verið að leika frá árinu 2016 en er fyrst núna að fá verðskuldaða athygli um allan heim. Lífið á Vísi setti saman smá nærmynd af þessari rísandi stjörnu. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“

„Það er gaman að segja frá því að við urðum óléttar á svipuðum tíma en okkar listræna samstarf blómstraði á meðgöngutímanum og í fæðingarorlofinu. Krakkarnir okkar eru rúmlega tveggja ára í dag,“ segir Rakel Björk Björnsdóttir, leikkona og meðlimur í sviðslistahópsins Raddbandið ásamt Auði Finnbogadóttur og Viktoríu Sigurðardóttur.

Lífið
Fréttamynd

80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada

Það stendur mikið til hjá átta tíu körlum og stjórnenda þeirra í tveimur karlakórum, sem eru að fara að halda ferna tónleika áður en þeir leggjast í víking og syngja á 150 ára afmælishátíð landnáms Íslendinga í Vesturheimi í Gimli í Kanada í sumar að viðstöddum forseta Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Kveðju kastað á Megas í til­efni dagsins

Einhver áhrifamesti tónlistar- og kvæðamaður landsins – Magnús Þór Jónsson aka Megas – er áttræður í dag. Á Facebook má sjá marga kasta kveðju á skáldið. Lausleg rannsókn leiðir í ljós að aðdáendur hans eru einkum karlmenn þó stöku kvenmaður slæðist með.

Lífið
Fréttamynd

Tón­hylur sam­einar reynslu­bolta og þá efni­legustu

Í Árbænum vinna margir af reyndustu og efnilegustu tónlistarmönnum landsins að því að skapa tónlist í sérstökum tónlistarklasa. Stjórnarformaður segir eitt markmiðanna hafa verið að ólíkt listafólk geti fengið ráð hjá hvoru öðru og skapað eitthvað saman.

Lífið
Fréttamynd

Hann breytti öllu – og gerði það með háði

Það eru fáir einstaklingar sem hafa haft jafndjúp og margræð áhrif á íslenska menningu og listalíf og Magnús Þór Jónsson – Megas. Nú þegar hann fagnar 80 ára afmæli sínu ber að staldra við og virða fyrir sér þá arfleifð sem hann hefur skilið eftir sig: óhefðbundna og stundum óþægilega spegilmynd af sjálfsímynd þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Geð­brigði er sigur­vegari Músiktilrauna

Hljómsveitin Geðbrigði bar sigur úr býtum á úrslitakvöldi Músiktilrauna í kvöld. Í öðru sæti var hljómsveitin j. bear & the cubs og í því þriðja var Big Band Eyþórs. Atriðið sem vann símakosninguna var hljómsveitin Rown, og fékk hún fyrir vikið nafnbótina hljómsveit fólksins.

Lífið
Fréttamynd

Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten

Ljósmynd sem prýðir WW3, nýjustu plötu Kanye West, var notuð í óleyfi. Ljósmyndin er af giftingu tveggja einkennisklæddra Ku Klu Klan-meðlima og var tekin fyrir umfjöllun aukablaðs Aftenposten árið 2015.

Erlent
Fréttamynd

Lauf­ey sendir lekamönnum tóninn

Laufey Lín Bing Jónsdóttir virðist hafa lent í tónlistarleka og sendir skýr skilaboð á samfélagsmiðlum: „Hættið að leka tónlistinni minni.“

Lífið
Fréttamynd

Mikil­vægt að á Ís­landi sé fram­leitt úr ís­lenskri ull

Brynhildur Pálsdóttir hönnuður segir tímabært að gert sé meira úr íslensku ullinni. Ullin sé gull Íslendinga. Það eigi að varðveita þennan menningararf betur. Hana dreymir um að á Íslandi verði opnað rannsóknarsetur tileinkað íslensku ullinni og textílframleiðslu.

Lífið
Fréttamynd

Allt að vinna, engu að tapa!

Hvaða máli skiptir það að þekkja sig í þeim persónum sem birtast á skjánum og á hvíta tjaldinu? Að kannast við sig og geta speglað eigin reynslu í gegnum kvikmyndir og sjónvarpsefni er einstök upplifun, valdeflandi og þerapísk í senn.

Skoðun
Fréttamynd

Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra heiðraði Eyjólf Pálsson stofnanda Epal fyrir hálfrar aldar starf í þágu íslenskrar hönnunar í nýja Landsbankanum í vikunni. Fjárfestum í hönnun, sem er hluti af HönnunarMars sem stendur yfir fram á sunnudag í húsnæði bankans.

Lífið
Fréttamynd

Stór­stjarnan Limahl mætir í N1 höllina í septem­ber

Einn svakalegasti tónlistarviðburður seinni ára fer fram í N1 höllinni í Reykjavík þann 20. september þegar 80´s og 90´s tónlist mun hljóma í lifandi útsetningu nokkurra frægra erlendra listamanna, innlendra og erlendra plötusnúða og íslensku hljómsveitarinnar Steed Lord með Svölu Björgvins í fararbroddi.

Lífið samstarf