Andstæðingar kvikmynduðu komu hvalkjötsins til Japans Hvalverndarsamtök sem fylgjast með löndun íslenska hvalkjötsins í Japan segja nær enga eftirspurn eftir kjötinu þar í landi og fullyrða að óseldar birgðir hafi endað sem hundafóður. Á sömu slóðum fagnaði íslenskt kvikmyndatökulið sjötugsafmæli söngvarans Egils Ólafssonar í dag. Innlent 9. febrúar 2023 22:59
Fólk hneykslaðist þegar hún lét loka frekjuskarðinu „Ég var mjög opin og tók þátt í skemmtunum og spilaði í öllum partýum, en ég leit ekki endilega á þetta sem eitthvað sem ég ætlaði að gera,“ segir Andrea Gylfadóttir sem fór yfir glæstan tónlistarferilinn í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar. Lífið 9. febrúar 2023 21:01
Fimmti þáttur af Körrent: Napóleonsskjölin og Idolið Fimmti þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöðvar 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. Lífið 9. febrúar 2023 20:01
Iceland Guccidóttir komin í heiminn Bandaríski rapparinn Gucci Mane og unnusta hans Keyisha Ka'Oir eignuðust sitt annað barn í gær. Dóttirin heitir Iceland Ka'Oir Davis. Rapparinn kom hingað til lands til að spila á Secret Solstice tónlistarhátíðinni árið 2018. Lífið 9. febrúar 2023 16:02
Sjötugur Egill klökknaði í óvæntri afmælisveislu í Japan: „Lífið hefur verið mér gjöfult!“ „Afmælisdaginn bar upp á frídegi og ég ætlaði bara að hafa það náðugt,“ segir tónlistarmaðurinn, leikarinn og listamaðurinn Egill Ólafsson sem fyllir sjö tugi í dag þ. 9. febrúar. Þessum merku tímamótum fagnar hann í Japan þar sem hann er nú staddur í tökum fyrir kvikmynd Baltasars Kormáks, Snertingu, en Egill fer þar með aðalhlutverkið. Lífið 9. febrúar 2023 15:18
Burt Bacharach látinn Bandaríski tónlistarmaðurinn og Óskarsverðlaunahafinn Burt Freeman Bacharach er látinn, 94 ára að aldri. Lífið 9. febrúar 2023 15:07
Frozen 3 og Toy Story 5 í bígerð Aðdáendur Frozen, Toy Story og Zootopia geta nú glaðst því í gær var tilkynnt að framhaldsmyndir væru væntanlegar von bráðar. Bíó og sjónvarp 9. febrúar 2023 15:06
Áform um stærsta kvikmyndaver landsins í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær hefur veitt REC Studio ehf, vilyrði fyrir um níutíu þúsund fermetra svæði við Hellnahraun undir byggingu umfangsmikils kvikmyndavers sem yrði það stærsta á Íslandi. Innlent 9. febrúar 2023 13:44
Þetta eru lögin sem Saga og Kjalar flytja í úrslitaþættinum Það er komið að því. Ný Idolstjarna Íslands verður krýnd annað kvöld í Idolhöllinni. Það eru þau Saga Matthildur og Kjalar sem standa tvö eftir og keppast um sigursætið. Lífið 9. febrúar 2023 13:00
Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2023 er hafin Hlustendaverðlaunin 2023 verða haldin föstudaginn 17. mars en þetta er í tíunda skipti sem hátíðin fer fram. Kosningin fer fram á Vísi og hófst nú í hádeginu. Tónlist 9. febrúar 2023 12:00
Ekkert verður af Bandarísku söngvakeppninni 2023 Óhætt er að segja að vinsældir Bandarísku söngvakeppninnar, systurkeppni Eurovision, hafi ekki orðið eins miklar og aðstandendur keppninnar höfðu vonast eftir. Nú staðfesta þeir að ekkert verði af keppninni í ár, en vonast til að keppnin verði aftur á skjánum 2024. Lífið 9. febrúar 2023 08:03
Mikilvægt að geta verið GDRN inn á milli Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð vakti fyrst athygli í íslensku samfélagi árið 2017 þegar hún sendi frá sér sitt fyrsta lag, Ein. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan en hún hefur meðal annars farið með aðalhlutverk í Netflix seríunni Katla og gefið út nokkrar plötur ásamt því að eignast barn. Næstkomandi laugardag 11. febrúar verða hún og Magnús Jóhann með útgáfutónleika í Hörpu á plötunni Tíu íslensk sönglög sem þau sendu frá sér síðastliðið haust. Blaðamaður tók púlsinn á þessu öfluga tvíeyki og fékk að heyra nánar frá nýjum veruleika Guðrúnar. Tónlist 9. febrúar 2023 06:01
Idol keppendur máluðu myndir af dómurunum: „Þetta er eins og blint egg með spangir“ Í síðasta þætti af Idol kepptu þau Saga, Kjalar, Bía og Símon ekki aðeins í söng, heldur fékk fjölmiðlamaðurinn Gústi B krakkana einnig til þess að keppa í myndlist. Lífið 8. febrúar 2023 15:58
„Þetta er bíómynd með stóru B-i“ „Áhorfendur mega fyrst og fremst búast við frábærri skemmtun. Þetta er bíómynd með stóru B-i sem tikkar í öll boxin. Það eina sem þarf að gera er að halla sér aftur í sætinu með popp og kók og glápa,“ segir Atli Óskar Fjalarsson en hann leikur í kvikmyndinni Napóleonsskjölin. Lífið samstarf 8. febrúar 2023 12:48
Aðdáendur agndofa á frumsýningu Hringrásar Hinn margverðlaunaði dansari og danshöfundur Þyri Huld Árnadóttir frumsýndi um helgina verkið Hringrás. Lífið 8. febrúar 2023 12:31
Lukas Graham ásamt hljómsveit í Hörpu í apríl Danska sveitin Lukas Graham er væntanleg hingað til lands í vor og efnir til stórtónleika í Silfurbergi Hörpu 26. apríl næstkomandi. Tónlist 8. febrúar 2023 08:29
Ætla sér að framleiða fleiri þætti af Hótel Tindastóli Til stendur að endurvekja bresku gamanþættina Fawlty Towers, sem báru nafnið Hótel Tindastóll á íslensku, rúmum fjörutíu árum eftir að gömlu þættirnir voru framleiddir. John Cleese mun snúa aftur sem handritshöfundur og í hlutverk hótelstjórans Basil Fawlty. Bíó og sjónvarp 8. febrúar 2023 07:23
Körrent: Idol hljómsveitin er viðbúin öllu Á föstudagskvöldum iðar Gufunesið af tónlist og Idol gleði. Þau Magnús Jóhann Ragnarsson, Bergur Einar, Reynir Snær, Ingibjörg Elsa og Daníel Böðvarsson skipa Idol hljómsveitina en Körrent tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá þeirra starfi. Lífið 7. febrúar 2023 20:01
Leiklistarkennarinn hvatti hana til þess að skrá sig í Idol Hin tuttugu og þriggja ára gamla Bía hefur sungið sig inn í hug og hjörtu landsmanna í Idolinu undanfarnar vikur. Ísland í dag heimsótti Bíu til þess að kynnast stelpunni á bak við þessa risastóru rödd. Lífið 7. febrúar 2023 15:06
Eva Ollikainen áfram aðalhljómsveitarstjóri Sinfó Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur endurnýjað samning sinn við Evu Ollikainen sem gegnt hefur stöðu aðalhljómsveitarstjóra og listræns stjórnanda síðastliðin þrjú ár. Samningurinn hefur verið framlengdur til loka starfsársins 2025-26. Menning 7. febrúar 2023 14:33
Fyrsta trans persóna veraldar Harry Potter Í nýjum tölvuleik um Hogwarts-skólann má finna fyrstu trans persónu veraldarinnar í kringum galdramanninn Harry Potter. J.K. Rowling, höfundur bókanna um Potter, hefur verið gagnrýnd fyrir að afneita tilvist trans fólks. Leikjavísir 7. febrúar 2023 13:47
Myndaveisla: Spennan jókst þegar í ljós kom að aðeins tveir keppendur kæmust í úrslitaþáttinn Undanúrslit Idol fóru fram á föstudaginn og var spennan gríðarleg. Þegar í ljós kom að það væri ekki aðeins einn keppandi sem yrði sendur heim, heldur tveir, jókst spennan umtalsvert. Lífið 7. febrúar 2023 13:32
Björk tilkynnir tónleikaröð í Reykjavík: Stærsta sýningin hingað til Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir var að tilkynna tónleikaröð hérlendis í júní en hún mun halda þrenna tónleika í Laugardalshöll. Tónlist 7. febrúar 2023 11:31
Poker Face: Murder She Wrote, on the Road Bullandi meðbyr er með Sjónvarpi Símans þessi misserin því hver HBO-þáttaröðin á fætur annarri dettur þar þinn. Í þokkabót er nú búið að opna fyrir streymi á Poker Face, nýja þætti frá Peacock streymisveitu NBC. Gagnrýni 7. febrúar 2023 08:41
Viola Davis bregst við EGOT heiðrinum: „Sex ára Viola öskrar“ „Sex ára Viola öskrar. Hún er svo spennt yfir 47 ára konunni sem hún verður,“ segir Viola Davis í nýrri færslu á Instagram. Í nótt komst í sögubækurnar þegar hún vann Grammy verðlaun fyrir hljóðbók sína Finding me, sem er sjálfsævisaga hennar. Lífið 6. febrúar 2023 16:00
Á bak við tjöldin í Japan á tökustað Snertingar Í Japan standa nú yfir tökur á Snertingu, nýjustu kvikmynd Baltasar Kormáks. Eins og fjallað hefur verið um fer leikarinn Egill Ólafsson með aðaðhlutverkið. Bíó og sjónvarp 6. febrúar 2023 15:31
Fékk þrefalda höfnun í Ísland Got Talent en gafst ekki upp Símon Grétar Björgvinsson hefur heillað áhorfendur upp úr skónum síðustu vikur í Idolinu. Þrátt fyrir að Idol ævintýri Símons sé nú á enda, bendir allt til þess að tónlistarferill hans sé rétt að byrja. Lífið 6. febrúar 2023 14:46
Magnaður píanóflutningur Víkings Ólafssonar á eyðieyju Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson var að senda frá sér stórfenglegt myndband af píanótónleikum, í samvinnu við Deutsche Grammofone, Erlend Sveinsson og Kristínu Sævarsdóttur. Á myndbandinu spilar hann lag Sigvalda Kaldalóns, Ave María, á eyðieyjunni Engey. Eyjan er staðsett rétt fyrir utan Reykjavík, skammt frá Viðey. Tónlist 6. febrúar 2023 12:32
Beyoncé kom, sá og sigraði á Grammy-verðlaunahátíðinni Tónlistarkonan Beyoncé komst í sögubækurnar í nótt þegar hún varð sá einstaklingur sem hefur hlotið flest Grammy-verðlaun. Beyoncé hlaut fjögur verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni og á nú hvorki meira né minna en 32 grammafóngripi. Lífið 6. febrúar 2023 06:35
Bía leitar að lagahöfundi til að semja með Söngkonan Bía er komin með stóran aðdáendahóp á Íslandi eftir að hún heillaði þjóðina upp úr skónum með fallegri rödd í Idol. Tónlist 5. febrúar 2023 20:00