

Menning
Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Lady Gaga í jólabúning
Nú er innan við vika til jóla og jólastemningin er við það að ná hámarki á Íslenska listanum á FM957.

Spider-man: No Way Home: Aðdáendaþjónkunarsvall í tíunda veldi
Spider-man: No Way Home er nú komin í kvikmyndahús og hefur aðsóknin í Bandaríkjunum a.m.k. verið mjög mikil. Sjálfur sá ég hana klukkan 14:00 á föstudegi og það var töluverður fjöldi fólks í salnum. Því má gera ráð fyrir að vinsældir hennar séu álíka miklar hér á landi

Enginn Emil í Kattholti
Borgarleikhúsið hefur tekið ákvörðun um að fella niður sýningu á leikritinu Emil í Kattholti í dag.

Jólalag dagsins: Magni og Heimir flytja Þegar jólin koma
Í næstu viku eru jólin. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina.

Lagið Everywhere með Fleetwood Mac í glænýjum búning á íslenska listanum
Breska tónlistarfólkið Niall Horan og Annie-Marie mættu öflug til leiks með nýtt lag á íslenska listann í þessari viku.

Köngulóarmaðurinn slær met
Nýja kvikmyndin um köngulóarmanninn, Spider-Man: No Way Home, kom sér í þriðja sæti yfir mest sóttu forsýningu á kvikmynd allra tíma. Kórónuveirufaraldurinn virðist ekki ætla að stöðva aðdáendur köngulóarmannsins í að berja hetjuna augum í kvikmyndahúsum.

Bjarni Harðar með 32 nýjar bækur fyrir jól
„Það er ekki hægt að líka því saman hvað það er miklu skemmtilegra að vera bóksali heldur en alþingismaður“, segir Bjarni Harðarson á Selfossi en hann er að gefa út 32 titla af nýjum bókum fyrir jól. Bjarni, eða Bjarni Harðar eins og hann er alltaf kallaður, og Elín Gunnlaugsdóttir, eiginkona hans fengu í vikunni menningarverðlaun Árborgar fyrir árið 2021.

Ísland í aðalhlutverki í fyrstu stiklu Witcher: Blood Origin
Netflix laumaði fyrstu stiklu þáttanna Witcher: Blood Origin í lok síðasta þáttar annarar þáttaraðar af þáttunum Witcher. Blood Origin voru að hluta til teknir upp hér á landi og Ísland er mjög fyrirferðarmikið í stiklunni.

Jólalag dagsins: Sigga Beinteins flytur Senn koma jólin
Nú er aðeins vika til jóla. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina.

Alltaf verið skotin í níunda áratugnum
Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri "mixteip" með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega.

Bítið á Bylgjunni frumflytur lagið Sóttvarnajól
Afsakaðu Þórólfur, hvað get ég sagt? Mikið ofboðslega er á mig lagt, önnur sóttvarnajól." Á þessum orðum hefst jólalag þáttastjórnanda Bítisins á Bylgjunni þetta árið.

Innilit á æfingu á Jólagestum Björgvins
Björgvin Halldórsson heldur sína árlegu jólatónleika á laugardag, Jólagestir Björgvins. Tónleikarnir fara fram klukkan 17 og 20 í Laugardalshöll og verða einnig sýndir í streymi.

Bók seðlabankastjóra uppseld hjá útgefanda
Jónas Sigurgeirsson forleggjari hjá Almenna bókafélaginu er ánægður með ganginn í sölu á bók Dr. Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, Eyjunni hans Ingólfs.

Áratuga samstarf við íslenska listamenn til stuðnings réttindabaráttu fatlaðs fólks
Listaverkaalmanak Landssamtakanna Þroskahjálpar fyrir árið 2022 er komið út.

Mr. Big sakaður um nauðgun af tveimur konum
Leikarinn Chris Noth, sem er þekktastur fyrir að leika Mr. Big í sjónvarpsþáttunum Beðmál í borginni, hefur verið sakaður um nauðgun af tveimur konum. Noth tekur fyrir þetta og segir konurnar hafa samþykkt að stunda með sér kynlíf.

Lagalegir loftfimleikar á lokadögum í ráðherrastól
Landsmenn þekkja dæmi þess, að á lokadögum sínum í ráðherrastólum hafa íslenskir ráðherrar oft tekið eftirtektarverðar ákvarðanir, og þannig sett eins konar punkta yfir i-ið á sinni ráðherratíð.

Skorar á Alþingi að veita Magga Eiríks heiðurslaun listamanna
Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, þrýstir á allsherjar- og menntamálanefnd að veita Magnúsi Eiríkssyni heiðurslaun listamanna.

Jólalag dagsins: Selma og Vignir flytja River
Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina.

Ásta Kaldals boðin upp
Afkomendur ljósmyndarans Jón Kaldals hafa ákveðið að bjóða afrit af einhverri frægustu ljósmynd þjóðarinnar upp til styrktar Mæðrastyrksnefnd.

Steinunn Ólína segir viðbjóðsljóð Megasar Litla ljót ekki um Bergþóru
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona hefur lýst því yfir að ljóðið Litla ljót, sem kemur við sögu í ásökunum Bergþóru Einarsdóttur á hendur Megasi og Gunnari Erni Jónssyni um kynferðislegt ofbeldi gegn henni, sé ekki um Bergljótu.

Bestu erlendu lög ársins að mati Óla Dóra
Í árslistaþáttum Straums á X-977 verður farið gaumgæfilega yfir tónlistarárið 2021. Á mánudaginn taldi Óli Dóri umsjónarmaður útvarpsþáttarins niður bestu erlendu lög ársins 2021.

Bruce Springsteen selur réttinn fyrir 65 milljarða
Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hefur selt upptökur og útgáfurréttinn að öllu lagasafni sínu til Sony fyrir 500 milljónir Bandaríkjadala, um 65 milljarða króna.

Alþingi í klípu vegna Megasarmála
Meðal dagskrárliða á fundi allsherjar- og menntamálanefndar (amen) í gær og aftur í dag eru heiðurslaun listamanna.

Sjö listamenn og hljómsveitir hljóta Kraumsverðlaunin
Sjö listamenn og hljómsveitir hlutu Kraumsverðlaunin í ár fyrir plötur sínar. Þetta er í fjórtánda sinn sem verðlaunin eru afhent.

Glænýr bóksölulisti: Drottningin veltir kónginum úr sessi
Glæpasagnadrottningin Yrsa Sigurðardóttir lagði sjálfan Arnald Indriðason, konung glæpasögunar sem ríkt hefur á toppi bóksölulista mörg undanfarin ár, þessa vikuna í keppninni miklu um mest seldu bókina.

Jólalag dagsins: Helgi Björns flytur Ef ég nenni
Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina.

María Guðmundsdóttir leikkona er látin
María Guðmundsdóttir, leikkona og hjúkrunarfræðingur, er látin 86 ára gömul. Dóra Guðrún Wild dóttir hennar staðfestir andlátið í samtali við Vísi. María lést á Landspítalanum í gærmorgun.

Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar
Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna.

Sagan á bak við vinsælasta jólalag allra tíma
Það eru yfirgnæfandi líkur á því að þú hafir einhvern tímann sungið hástöfum með laginu All I Want for Christmas is You sem söngkonan Mariah Carey gerði frægt árið 1994. Lagið hefur verið eitt vinsælasta jólalag í heimi í 27 ár og hefur það þrisvar sinnum komist í heimsmetabækur Guinness. En hver er sagan á bak við þetta ódauðlega lag?

Sævar semur fyrir Skugga-Svein og vinnur plötu með Sony
Tónskáldið og píanistinn Sævar Jóhannsson semur og útsetur tónlistina fyrir Skugga-Svein sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í janúar 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Leikfélaginu.