
Súrrealískt að djamma með Zöru Larsson
„Ég var á einhverju bleiku skýi, þetta er alveg besta kvöld lífs míns,“ segir plötusnúðurinn Guðbjörg Ýr, jafnan þekkt sem DJ Gugga. Gugga átti heldur betur ævintýralegt kvöld síðastliðinn laugardag á flöskuborði með sænsku stórstjörnunni Zöru Larsson.