Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Saga Matthildur mætt á Íslenska listann

Idol stjarnan Saga Matthildur er mætt inn á Íslenska listann á FM957 með Idol lagið Leiðina heim. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 18. sæti listans.

Tónlist
Fréttamynd

„Þetta er held ég ógeðslegasta lýsing sem ég hef heyrt“

Jakob Birgisson grínisti var gestur eins og endranær í Íslandi í dag á miðvikudaginn, þar sem þá fyrirhugaðar breytingar á barnabókum Roald Dahl voru til umfjöllunar. Þar tók hann undir efasemdir sem margir hafa lýst um þessar ráðstafanir og sagði skynsamlegra að sleppa því bara að lesa bækurnar í stað þess að breyta þeim.

Lífið
Fréttamynd

Hætta við að breyta bókunum

Bókaútgáfa hefur ákveðið að halda áfram að prenta upprunalegar bækur Roalds Dahl samhliða breyttum útgáfum. Til stóð að gera víðtækar og varanlegar breytingar á texta sem kynni að reynast meiðandi fyrir einn eða annan minnihlutahóp.

Erlent
Fréttamynd

Ri­hanna syngur á Óskarnum

Söngkonan Rihanna kemur fram á Óskarnum 12. mars næstkomandi. Hún mun fylgja eftir stórbrotna hálfleiksatriði sínu á Ofurskálinni, þar sem hún sló í gegn.

Lífið
Fréttamynd

Fleiri kvik­myndir úr Mið­garði á leiðinni

Framleiðslufyrirtækið Warner Bros. tilkynnti í gær að nýtt efni í kringum Hringadróttinssögu þríleikinn sé á leiðinni. Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu-myndanna og kvikmyndanna um Hobbitann gæti leikstýrt sinni sjöundu kvikmynd um Miðgarð. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Varar við breytingum á bókum: „Ef við ætlum að leyfa þetta, hvar endar það?“

Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur og ritlistarkennari við Háskóla Íslands geldur varhug við því að krukkað sé í textum bóka eins og gert hefur verið í tilviki Roald Dahl barnabókahöfundar, en þar hefur verið greint frá víðtækum breytingum á texta í nýjum útgáfum bóka hans í Bretlandi. Rætt er við Rúnar og farið yfir málið í Íslandi í dag hér að ofan.

Innlent
Fréttamynd

Leið skringilega á meðan Friends-leikararnir grétu

Leikarinn Paul Rudd er þessa dagana hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Ant-Man í Marvel söguheiminum enda var þriðja myndin um ofurhetjuna frumsýnd á dögunum. Aðdáendur Friends þáttanna þekkja leikarann þó mögulega betur í hlutverki eiginmanns Phoebe Buffay.

Lífið
Fréttamynd

Nanna Bryndís sóló á Airwaves

Tuttugu og tveir listamenn sem koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni hafa nú verið tilkynntir. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni er Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men. Þetta verður í fyrsta skipti sem hún kemur fram undir nafni sólóverkefnis síns, Nanna, hér á landi.

Tónlist
Fréttamynd

Sagði nei við Bond eftir afar­kost frá eigin­konunni

Liam Neeson var boðið að leika breska njósnarann James Bond áður en Pierce Brosnan fékk hlutverkið. Hann hætti við að taka við því eftir að eiginkona hans, þáverandi kærasta, sagðist ekki ætla að giftast honum ef hann tæki við hlutverkinu. 

Lífið
Fréttamynd

Orðið er frjálst

Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér.

Skoðun
Fréttamynd

Hræðilegur hluti af starfinu

Á hverju ári fer kvikmyndagerðarfólk í miklar herferðir þegar líða fer að verðlaunahátíðum. Emma Thompson er þó ekki hrifin af þessu og segir slíkar herferðir vera „hræðilegar.“

Lífið
Fréttamynd

Roald Dahl og af­neitun veru­leikans

Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum.

Skoðun
Fréttamynd

Þorvaldur Davíð tók við viðurkenningu í Berlín

Þorvaldur Davíð Kristjánsson tók í gær við viðurkenningu á Berlinale kvikmyndahátíðinni. Leikarinn er einn af tíu sem valinn var í Shooting Stars hópinn í ár. Samtökin European Film Promotion (EFP) velja á hverju ári tíu unga og efnilega leikara og leikkonur í hópinn.

Lífið
Fréttamynd

Bólgan eftir aðgerðina búin að hjaðna

Söngkonan Madonna vakti töluverða athygli á Grammy-verðlaunahátíðinni í byrjun febrúar. Það var umtalað á netinu að andlitið hennar virtist vera bólgið eftir aðgerð. Söngkonan segir að bólgan sé búin að hjaðna og birti mynd því til stuðnings í gær.

Lífið