NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Heimsfriður tók lestina

Metta World Peace, leikmaður New York Knicks í NBA-deildinni, ferðaðist með neðanjarðarlest á sinn fyrsta heimaleik í deildinni með Knicks en leikmaðurinn gekk í raðir félagsins fyrir tímabilið.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Rose með sigurkörfu Chicago Bulls

Derrick Rose var hetja Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta í nótt í fyrsta heimaleik sínum eftir að hann snéri til baka eftir eins og hálfs árs fjarveru vegna krossbandsslita. Chris Paul átti stórkostlegan leik þegar Los Angeles Clippers vann sinn fyrsta leik á tímabilinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Segið LeBron að hafa áhyggjur af Miami

Ummæli LeBron James um þá Kevin Garnett og Paul Pierce á dögunum fóru illa í leikmennina. James gagnrýndi þá fyrir að yfirgefa Boston en þeir gagnrýndu Ray Allen mikið er hann fór frá Boston á sínum tíma.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe Bryant til Þýskalands í læknismeðferð

Körfuboltamaðurinn Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers leitar nú allra ráða til þess að ná sem fyrst fullum styrk eftir að hafa slitið hásin í apríl á síðasta tímabili. Það var mikil bjartsýni hjá kappanum fyrr í sumar en það hefur dregið aðeins úr henni upp á síðkastið. Nýjust fréttirnar af Bryant eru þó ekki af hásinarvandamálum leikmannsins.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron hefði farið í Ohio State

Hefði LeBron James farið eitt ár í háskóla hefði ríkisháskólinn í Ohio, Ohio State, orðið fyrir valinu. Þau skilaboð sendi körfuknattleikskappinn fyrir fullu húsi í St. John höllinni í Columbus á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Spoelstra framlengir við Miami

Erik Spoelstra hefur verið hjá Miami Heat í næstum tvo áratugi og hann er ekkert á förum á næstunni. Spoelstra hefur skrifað undir nýjan samning við félagið um að þjálfa lið þess næstu árin.

Körfubolti
Fréttamynd

Óvíst er hvenær Kobe snýr aftur á völlinn

Kobe Bryant var viðstaddur í æfingarstöð Los Angeles Lakers í gær þegar fyrstu æfing liðsins fyrir komandi tímabil fór fram. Kobe sleit hásin seint á síðasta tímabili og hefur mikið verið rætt um vilja hans til að snúa aftur sem fyrst. Þratt fyrir að endurhæfingin gangi vel byrjar hann ekki að æfa strax með liðinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Bulls mun fara sparlega með Rose

Það eru um sautján mánuðir síðan Derrick Rose lék síðast fyrir Chicago Bulls í NBA-deildinni og biðin er orðin ansi erfið fyrir stuðningsmenn félagsins.

Körfubolti