NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

NBA: Utah í úrslitakeppnina og Phoenix sat eftir | Durant stigahæstur

Utah tryggði sér áttunda sætið í Vesturdeildinni með 100-88 sigri gegn Phoenix í NBA deildinni í körfubolta í gær. Bæði lið áttu möguleika á því sæti fyrir leikinn. Þar með lauk átta leikja taphrinu Utah sem mætir líklega San Antonio í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um næstu helgi. Utah getur enn endað í 7. sæti ef Denver tapar báðum leikjum sínum sem liðið á eftir.

Körfubolti
Fréttamynd

San Antonio tryggði sér efsta sætið | 76‘ers í úrslitakeppnina

Fimm leikir fóru fram í nótt í NBA deildinni í körfubolta. Línur eru farnar að skýrast hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um næstu helgi. San Antonio Spurs tryggði sér efsta sætið í Vesturdeildinni með 124-89 sigri á heimavelli gegn Portland. Philadelphia 76‘ers leikur í úrslitakeppninni í Austurdeildinni eftir 105-87 sigur gegn New Jersey á útivelli.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Anthony skoraði 33 stig í góðum sigri New York

Carmelo Anthony skoraði 21 af alls 33 stigum sínum í fjórða leikhluta í 104-95 sigri New York gegn New Jersey í NBA deildinni í gær. Fjölmargir leikir fóru fram í nótt en það fer að styttast í lok deildarkeppninnar og liðin keppast um að bæta stöðu sína fyrir úrslitakeppnina.

Körfubolti
Fréttamynd

Verður liðið hans Jordans það lélegasta í sögu NBA deildarinnar?

Charlotte Bobcats er á góðri leið með að slá met í NBA deildinni sem ekkert lið vill eiga. Bobcats, sem er í eigu Michael Jordan, er aðeins með 10,6% vinningshlutfall í deildarkeppninni í vetur og er það slakasti árangur allra tíma. Það eru aðeins sex leikir eftir hjá Charlotte Bobcats á leiktíðinni og ef liðið tapar þeim öllum þá slær það met sem er í eigu Philadelphia 76ers frá tímabilinu 1972-1973 þegar liðið var með aðeins 11% vinningshlutfall.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Boston vann Miami

Rajon Rondo fór mikinn þegar að Boston vann sigur á sterku liði Miami, 115-107, í NBA-deildinni í nótt. Alls fóru sex leikir fram í deildinni í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Lamar Odom hættur hjá Dallas

Núverandi NBA-meistaralið, Dallas Mavericks, varð í dag fyrir áfalli þegar tilkynnt var að Lamar Odom, leikmaður liðsins, myndi ekki spila meira með liðinu á tímabilinu.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Ellefti sigur San Antonio í röð | Miami vinnur áfram án Wade

San Antonio Spurs gefur ekkert eftir á toppi Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn ellefta leik í röð í nótt. Boston Celtics og Miami Heat unnu bæði sína leiki og Oklahoma City Thunder tókst að enda þriggja taphrinu sína en hún hafði kostað liðið efsta sætið í Vestrinu.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Kobe missti af fyrsta leiknum í tvö ár og Lakers tapaði

Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers tapaði án Kobe Bryant, Boston Celtics vann flottan sigur á Indiana Pacers, Los Angeles Clippers er áfram í góðum gír eftir áttunda sigurinn í níu leikjum, Memphis Grizzlies vann Dallas Mavericks og Orlando Magic náði að enda fimm leikja taphrinu.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Memphis Grizzlies keyrði yfir Miami | Aldrige hetja Portland

Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í nótt en alls fóru fram 11 leikir. Stórleikur kvöldsins var í beinni útsendingu á Stöð2 Sport þegar Miami Heat tók á móti Memphis Grizzlies. Gestirnir tóku völdin alveg frá byrjun og réðu ferðinni allan leikinn. Rudy Gay var góður í lið Memphis og fór fyrir sínu liði en hann gerði 17 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: LeBron með 41 stig í sigri Miami Heat

LeBron James var öflugur þegar Miami Heat tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta með sigri á Philadelphia 76ers í nótt. Kobe Bryant skoraði mikilvægan þrist í blálokin á sigri Los Angeles Lakers á New Jersey Nets, Orlando Magic tapaði fjórða leiknum í röð og San Antonio Spurs vann áttunda leikinn sinn í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Rondo með þrennu í stórsigri Boston á Miami

Miami Heat og Chicago Bulls, tvö efstu liðin í Austurdeildinni, þurftu bæði að sætta sig við stóra skelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant skoraði 40 stig í sigri Los Angeles Lakers og Orlando Magic tapaði sínum þriðja leik í röð.

Körfubolti