NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Torres á bekknum hjá Spáni í dag

Allar líkur eru á því að Fernando Torres verði að verma varamannabekk Spánverja í Suður-Afríku. Evrópumeistararnir hefja leik í dag, gegn Sviss klukkan 14.00.

Fótbolti
Fréttamynd

Boston getur tryggt sér titilinn annað kvöld

Los Angeles Lakers er lent undir í fyrsta sinn í úrslitakeppninni þetta árið. Það kemur ekki á góðum tíma því Boston Celtics vann frábæran 92-86 sigur í leiknum í nótt og er því komið 3-2 yfir í einvíginu.

Körfubolti
Fréttamynd

Aftur tappað af hnénu á Andrew Bynum

Andrew Bynum, miðherji Los Angeles Lakers, glímir við erfið hnémeiðsli í miðjum lokaúrslitum NBA-deildarinnar og hefur ítrekað þurft að tappa af hægra hnénu til þess að létta á bólgunum. Bynum þarf nauðsynlega að fara í aðgerð en frestaði henni þar til eftir tímabilið.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston jafnaði metin

Boston vann í nótt sigur á LA Lakers, 103-94, í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta og jafnaði þar með stöðuna í rimmu liðanna í 1-1.

Körfubolti
Fréttamynd

Óvíst með bæði Glen Davis og Rasheed Wallace fyrir leik kvöldsins

Boston Celtics fær í kvöld þriðja tækifærið í röð til þess að slá Orlando Magic út úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og tryggja sér sæti í lokaúrslitunum á móti annaðhvort Los Angeles Lakers eða Phoenix Suns. Staðan er 3-2 fyrir Boston en sjötti leikurinn hefst klukkan 12.30 í Boston og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Körfubolti
Fréttamynd

Nefbrotinn Nash nennir ekki að væla

Steve Nash er ekkert að væla yfir því að vera með brotið nef. Hann býst við að geta beitt sér að fullu í fjórða leik Los Angeles Lakers og Phoenix Suns í nótt. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 01.00.

Körfubolti