LeBron snéri aftur með þrefaldri tvennu í framlengdum endurkomusigri Lakers LeBron James fór fyrir liði Los Angeles Lakers eftir fimm leikja fjarveru. Liðið vann sjö stiga sigur gegn New York Knicks í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur urðu 122-115, en LeBron var með þrefalda tvennu. Körfubolti 6. febrúar 2022 09:30
Nets opið fyrir því að skipta á Harden og Simmons Svo virðist sem vítisdvöl Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers sé senn á enda en það virðist sem Brooklyn Nets sé tilbúið að skipta á James Harden og Simmons sem hefur ekki enn spilað á þessari leiktíð vegna ósættis við stjórn 76ers-liðsins. Körfubolti 5. febrúar 2022 13:31
Sjöunda tap Nets í röð | Luka í þrennuham Alls fóru níu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn Nets steinlá gegn Utah Jazz, þeirra sjöunda tap í röð. Þá bauð Luka Dončić upp á þrefalda tvennu í sigri Dallas Mavericks á Philadelphia 76ers. Körfubolti 5. febrúar 2022 09:31
Shaq segir Simmons haga sér eins og smábarn og hann tapar líka milljörðum Ben Simmons neitar enn að spila með Philadelphia 76ers í NBA-deildinni og það virðist engin lausn vera í sjónmáli. Körfubolti 4. febrúar 2022 14:01
ESPN sendir út NBA leik þar sem bara konur vinna við útsendinguna Bandaríska sjónvarpsstöðin ESPN ætlar að bjóða upp á mjög sérstaka frá leik Golden State Warriors og Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta í næstu viku. Körfubolti 4. febrúar 2022 13:30
Garland og VanVleet valdir í Stjörnuleik NBA í fyrsta sinn Í gær kom það í ljós hvaða leikmenn fá að spila Stjörnuleik NBA-deildarinnar í ár í viðbót við þá leikmenn sem höfðu verið kosnir í byrjunarliðin. Körfubolti 4. febrúar 2022 07:31
Gerði hlé á blaðamannafundi eftir leik til að panta sér McDonald's Anthony Edwards er litríkur persónuleiki ofan á það að vera frábær körfuboltamaður. Hann fór á kostum bæði í sigri Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í nótt sem og á blaðamannafundinum eftir leikinn. Atlanta Hawks endaði ellefu leikja sigurgöngu Phoenix Suns og Clippers vann nágranna sína Lakers á sigurkörfu 4,1 sekúndu fyrir leikslok. Körfubolti 4. febrúar 2022 07:00
Bauð upp á ótrúlega tölfræði 2.2.22 Tölfræði Desmond Bane í leik í NBA-deildinni í nótt var ekki merkileg en samt svo stórmerkileg. Körfubolti 3. febrúar 2022 15:30
Hörmungar Brooklyn Nets liðsins halda áfram Kyrie Irving og ískaldur James Harden tókst ekki að enda taphrinu Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers endaði aftur á móti sína taphrinu og það án LeBron James. Körfubolti 3. febrúar 2022 07:30
Gary Trent yngri skilar stórstjörnutölum í hverjum leik í NBA-deildinni Skotbakvörðurinn Gary Trent Jr. er ekki frægasta nafnið í NBA-deildinni í körfubolta en það gæti breyst fljótt með sama áframhaldi. Strákurinn átti enn einn stórleikinn með Toronto Raptors í nótt. Körfubolti 2. febrúar 2022 07:30
Steph sjóðandi í lokin í sjötta sigri Golden State í röð Golden State Warriors og Philadelphia 76ers héldu sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en löng Atlanta Hawks sigurganga endaði. Körfubolti 1. febrúar 2022 07:31
Lögmál leiksins: Umræða um Atlanta Hawks Atlanta Hawks hefur unnið sjö leiki í röð eftir sigur gegn Los Angeles Lakers. Mikil umræða skapaðist um liðið í þættinum Lögmál leiksins. Liðið er í 10. sæti austur deildarinnar í NBA. Körfubolti 31. janúar 2022 23:33
LeBron sendur heim til LA og Lakers liðið henti enn einu sinni frá sér leik LeBron James missti af þriðja leiknum í röð vegna meiðsla og Los Angeles Lakers tapaði honum eins og hinum tveimur. Besta liði NBA-deildarinnar, Phoenix Suns, fagnaði hins vegar tíunda sigur leiki sínum í röð og þeim fertugasta á leiktíðinni. Körfubolti 31. janúar 2022 07:15
Warriors marði Durants og Harden laust Nets-lið | Stórleikur Kuzma dugði ekki til Golden State Warriors lagði Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en það vantaði bæði Kevin Durant og James Harden í lið Nets. Þá skoraði Kyle Kuzma er Washington Wizards töpuðu gegn Ja Morant og félögum í Memphis Grizzlies. Körfubolti 30. janúar 2022 11:00
Sigurganga Phoenix Suns heldur áfram Ellefu leikir fóru fram í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt. Körfubolti 29. janúar 2022 09:26
James og Durant fyrirliðar í stjörnuleiknum Búið er að kjósa byrjunarliðin í stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfubolta. LeBron James og Kevin Durant hlutu besta kosningu og eru fyrirliðar liðanna. Körfubolti 28. janúar 2022 07:31
Stytta af Kobe og Giönnu sett upp á slysstaðnum Í gær voru tvö ár liðin síðan að körfuboltagoðsögnina Kobe Bryant, dóttir hans Gianna og sjö aðrir fórust í þyrluslysi í Kaliforníu. Í tilefni þess var sett upp stytta af þeim Kobe og Giönnu á slysstaðnum. Körfubolti 27. janúar 2022 12:01
Borðaði kjúkling og sagði liðið sitt sökka Giannis Antetokounmpo, sem tvívegis hefur verið valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta, mætti með nesti á blaðamannafund eftir tap Milwaukee Bucks gegn Cleveland Cavaliers. Körfubolti 27. janúar 2022 07:30
Davis sneri aftur í flottum sigri og Clippers unnu upp 35 stiga forskot Los Angeles Lakers fagnaði endurkomu Anthony Davis með flottum sigri gegn Brooklyn Nets í NBA-deildinni í New York í gærkvöld, 106-96, þar sem LeBron James skoraði 33 stig. Körfubolti 26. janúar 2022 07:30
Lögmál leiksins: „Já takk“ við CP3 en „nei takk“ við Brooklyn gegn Milwaukee Boðið var upp á nýjan leik í þættinum Lögmál leiksins í gærkvöld þar sem NBA-deildin í körfubolta er krufin til mergjar. Körfubolti 25. janúar 2022 10:01
Booker og Paul fóru illa með særða djassara Phoenix Suns hefur verið besta lið NBA-deildarinnar í körfubolta í vetur og með 115-109 sigri á Utah Jazz í nótt hefur liðið nú unnið sjö leiki í röð. Körfubolti 25. janúar 2022 07:31
Lögmál leiksins: „Hann er í NBA-deildinni því hann er fáviti“ Farið var yfir fólskulegt brot Grayson Allen á Alex Caruso í leik Milwaukee Bucks og Chicago Bulls á dögunum í nýjasta þættinum af Lögmál leiksins, þætti sem sérhæfir sig í NBA-deildinni í körfubolta. Þátturinn verður sýndur klukkan 21.40 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Körfubolti 24. janúar 2022 19:31
John Stockton neitar að vera með grímu og gamli skólinn ógildir ársmiðana hans John Stockton, stoðsendingahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar, má ekki lengur mæta á leiki gamla háskólans síns því hann neitar að bera grímu. Körfubolti 24. janúar 2022 15:30
Naumur sigur Warriors þrátt fyrir púðurskot frá svekktum Curry | Tatum með 51 stig Golden State Warriors unnu tveggja stiga sigur á Utah Jazz, 94-92, í stórleik kvöldsins í NBA-deildinni í körfubolta í gær. Jayson Tatum rauf 50 stiga múrinn í sigri Boston Celtics á Washington Wizards. Körfubolti 24. janúar 2022 07:31
Sjötti sigur Suns í röð | Middleton og Holiday fóru fyrir Milwaukee í fjarveru Giannis Phoenix Suns er nú með góða forystu á toppi Vesturdeildar NBA eftir sjötta sigur liðsins í röð í nótt. Liðið lagði Indiana Pacers 113-103. Þá vann Milwaukee Bucks góðan sex stiga sigur gegn Sacramento Kings í fjarveru Giannis Antetokounmpo 133-127. Körfubolti 23. janúar 2022 09:30
Lykilmaður Chicago Bulls lengi frá eftir ósvífna villu Alex Caruso, leikmaður Chicago Bulls í NBA deildinni, er með brotinn úlnlið og verður mögulega lengi frá eftir að röntgenmyndir staðfestu brotið í dag. Körfubolti 23. janúar 2022 09:01
Giannis dró vagninn í naumum sigri | Curry tryggði sigurinn með flautukörfu NBA-deildin í körfubolta hélt áfram í nótt með ellefu leikjum. Giannis Antetokounmpo dró sína menn í Milwaukee Bucks yfir endalínuna í naumum fjögurra stiga sigri gegn Chicago Bulls, 94-90, og Steph Curry reyndist hetja Golden State Warriors er liðið lagði Houston Rockets 105-103. Körfubolti 22. janúar 2022 09:35
Voru ekki með fjóra bestu mennina sína en unnu samt Golden State Verulega vængbrotið lið Indiana Pacers vann óvæntan sigur á Golden State Warriors, 117-121, eftir framlengingu í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 21. janúar 2022 07:31
Lét NBA-leikmanni líða eins og hann væri sjö ára strákur Tony Bradley fékk að kynnast styrk miðherjans Steven Adams í vikunni þegar upp komu smá læti í leik Chicago Bulls og Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 20. janúar 2022 14:31
Bestu miðherjar NBA fóru á kostum og skoruðu samtals 99 stig Bestu miðherjar NBA-deildarinnar, Nikola Jokic og Joel Embiid, voru í miklum ham í nótt og áttu báðir stórleik í sigri sinna liða. Körfubolti 20. janúar 2022 08:01