

NBA
Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Vill fá LeBron í þáttinn þar sem hann hefur ekkert betra að gera
Charles Barkley, fyrrverandi goðsögn í NBA-deildinni, er einn af stjórnendum þáttarins Inside the NBA. Barkley vill fá LeBron James, ofurstjörnu Los Angeles Lakers, í þáttinn þar sem hann hefur ekkert betra að gera fyrst Lakers eru ekki í úrslitakeppninni.

Varamaðurinn Curry magnaður og Dallas jafnaði metin án Luka
Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors eru farnir að munda sópinn eftir öruggan sigur á Denver Nuggets. Sama má segja um Philadelphia 76ers og þá tókst Dallas Mavericks að jafna metin gegn Utah Jazz.

Giannis dró vagninn er Milwaukee hóf titilvörnina á sigri
Giannis Antetokounmpo skilaði tvöfaldri tvennu í naumum sjö stiga sigri Milwaukee Bucks á Chicago Bulls í fyrsta leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Lokatölur 93-86.

Jordan Poole leiddi Stríðsmennina til sigurs í endurkomu Curry
Úslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hófst í nótt í allri sinni dýrð með fjórum leikjum. Jordan Poole var allt í öllu þegar Golden State Warriors vann góðan 16 stiga sigur gegn Denver Nuggets, 123-107, í fyrsta leik Steph Curry með liðinu í rúman mánuð.

Hawks og Pelicans seinustu liðin inn í úrslitakeppnina
Atlanta Hawks og New Orleans Pelicans urðu í nótt seinustu tvö liðin til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.

Hawks og Pelicans eiga enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni
Atlanta Hawks og New Orleans Pelicans eiga enn möguleika á sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir að liðin sigruðu sína leiki í nótt. Atlanta vann 29 stiga sigur á Charlotte Hornets, 132-103, og New Orleans-liðið vann tíu stiga sigur á San Antonio Spurs, 113-103.

LeBron gæti neitað að framlengja við Lakers í von um að vinna titla
Eftir skelfingar tímabil Los Angeles Lakers í NBA-deildinni eru orðrómar á kreiki að stórstjarna liðsins, LeBron James, gæti neitað að framlengja samning sinn við félagið í von um að vinna titil annarsstaðar.

Óaðfinnanlegur Kyrie skaut Nets í úrslitakeppnina | Minnesota fór á flug í fjórða leikhluta
Tveir leikir í umspili fyrir úrslitakeppni NBA-deildarinnar fóru fram í nótt. Kyrie Irving var frábær í 115-108 sigri Brooklyn Nets á Cleveland Cavaliers. Þá komst Minnesota Timberwolves loks í úrslitakeppnina eftir 109-104 sigur á Los Angeles Clippers.

Lögmál leiksins: Nei eða já
Lögmál leiksins er á dagskrá alla mánudaga á Stöð 2 Sport þar sem helstu NBA sérfræðingar landsins ræða körfuboltann vestanhafs. Í gær voru Kjartan Atli, Sigurður Orri, Tommi Steindórs og Hörður Unnsteins að velta steinum í dagskrárliðnum nei eða já.

Lögmál leiksins: Eldaði með mygluðu hráefni
Frank Vogel var í nótt rekinn frá LA Lakers eftir slakt gengi liðsins á tímabilinu í NBA deildinni. Liðið missti af úrslitakeppninni og endaði í 11. sæti vesturdeildar. Brottrekstur Vogel verður meðal umræðuefna í Lögmálum leiksins sem verða á dagskrá klukkan 20:40 á Stöð 2 Sport 2.

Fékk 40 milljónir króna á 8 sekúndum
Jrue Holiday, leikmaður Bucks, er 306 þúsund dollurum ríkari í dag en í gær en það jafngildir tæplega 40 milljónum króna. Holiday er með bónus ákvæði í samningi sínum við Bucks sem varð virkt eftir að hann spilaði í átta sekúndur gegn Cleveland Cavaliers í nótt.

Doncic gæti misst af leikjum í úrslitakeppninni
Lokaumferð NBA deildarinnar fór fram í nótt þar sem öll lið áttu leiki. Luka Doncic, leikmaður Mavericks neyddist til að fara meiddur af leikvelli í sigri liðsins. Hér má finna öll helstu úrslit næturnar í vestur hluta deildarinnar.

Úrslit næturinnar í NBA
Lokaumferðin í deildarkeppni NBA deildarinnar var leikin í nótt þar sem öll lið deildarinnar spiluðu. Hér má sjá öll úrslit austurhluta deildarinnar og hvaða lið munu mætast í úrslitakeppninni.

Lokadagur NBA deildarinnar í dag: Þetta getur gerst
Síðasti leikdagur NBA tímabilsins er í kvöld og nótt. Margt getur enn breyst og eru einvígi úrslitakeppninnar ekki enn klár. Öll lið deildarinnar spila leik í kvöld.

Tímabilið búið hjá LeBron James
Einn besti körfuboltamaður heims, LeBron James, hefur lokið kepni í NBA deildinni þetta árið vegna meiðsla.

NBA í nótt: Nets upp fyrir Cavaliers
Það var nóg um að vera í NBA deildinni í nótt eins og flestar nætur þessi dægrin því úrslitakeppnin nálgast. Brooklyn Nets unnu mikilvægan sigur á Cleveland Cavaliers í austurdeildinni.

Liðsheildin hjá meisturunum skilaði sigri, magnaður Edwards og Jókerinn sá fyrsti í sögunni
Alls fóru sjö leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Meistarar Milwaukee Bucks unnu góðan sigur á Boston Celtics og Anthony Edwards skoraði 49 stig í sigri Minnesota Timberwolves.

Clippers vann toppliðið, Nautin töpuðu þriðja leiknum í röð og Durant sökkti Knicks
Alls fóru sex leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers lagði besta lið deildarinnar - Phoenix Suns – á meðan Boston Celtics unnu stórsigur á Chicago Bulls og Brooklyn Nets vann borgarslaginn gegn New York Knicks.

Eigandi LA Clippers er ríkasti eigandi íþróttafélags í heiminum
Steve Ballmer, eigandi NBA körfuboltafélagsins Los Angeles Clippers er ríkasti eigandi íþróttafélags í heiminum samkvæmt nýrri úttekt hjá Forbes.

Kareem Abdul-Jabbar bað LeBron James afsökunar
Kareem Abdul-Jabbar er stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi en LeBron James nálgast og er líklegur til að bæta metið á næstu árum. Fyrir vikið vakti það mikla athygli þegar Abdul-Jabbar gagnrýndi James opinberlega á dögunum.

Ballið búið hjá LA Lakers eftir enn eitt tapið í nótt
Los Angeles Lakers á ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en síðasta vonin dó í nótt eftir tap á móti Phoenix Suns á sama tíma og San Antonio Spurs vann sinn leik.

Danir náðu þessu loksins fjörutíu árum á eftir okkur Íslendingum
Danski körfuboltamaðurinn Gabriel Lundberg skrifaði danska körfuboltasögu um helgina þegar hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Phoenix Suns.

„Fyrsti nýliðinn síðan Michael Jordan til að klukka þessi box“
„Cade Cunningham í marsmánuði: 23 stig, sex fráköst og sjö stoðsendingar. Fyrsti nýliðinn síðan Michael Jordan til að klukka þessi box,“ segir Kjartan Atli Kjartansson í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Þátturinn hefst klukkan 20.30 á Stöð 2 Sport 2.

Útlitið mjög svart hjá Lakers mönnum eftir enn eitt tapið
Los Angeles Lakers er í enn verri málum í NBA-deildinni í körfubolta eftir úrslitin í nótt. Tap hjá Lakers-liðinu og sigur hjá San Antonio Spurs þýðir að gömlu stjörnurnar í Lakers þurfa nú á kraftaverki að halda í síðustu fjórum leikjunum ætli liðið að komast í umspilið fyrir úrslitakeppnina.

Stigamet Durant dugði ekki til gegn Hawks
Það voru fimm leikir í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Kevin Durant setti nýtt persónulegt stigamet sem var þó ekki nóg þegar Brooklyn Nets tapaði gegn Atlanta Hawks.

LeBron og Davis með en Lakers tapaði samt | Grizzlies vann toppslaginn
Mislukkað apríl gabb LeBron James varð enn ófyndnara þegar hann lék með Los Angeles Lakers tapaði gegn New Orleans Pelicans í nótt með LeBron og Anthony Davis innanborðs.

LeBron segist frá út tímabilið: Aprílgabb?
LeBron James, helsta stjarna Los Angeles Lakers, sendi frá sér tíst í dag. Þar stóð að hann væri meiddur út tímabilið. Hvort um sé að ræða mislukkað 1. apríl gabb er ekki víst en svo er almennt talið.

„Ekki hafa áhyggjur af guðinum“
Kevin Durant er samur við sig á samfélagsmiðlum.

Gríska goðið orðið stigahæst í sögu Bucks, Dísætur DeRozan og Lakers geta ekkert
Að venju var mikið um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Framlengja þurfti í tveimur háspennuleikjum, í öðrum þeirra varð Giannis Antetokounmpo stigahæsti leikmaður í sögu Milwaukee Bucks. Á sama tíma steinlá LeBron James-laust lið Los Angeles Lakers á útivelli gegn Utah Jazz.

Sólirnar unnu Curry-lausa Stríðsmenn í hörkuleik | Luka og LaMelo léku listir sínar
Það var vægast sagt nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Alls fóru 11 leikir fram. Besta lið deildarinnar, Phoenix Suns, vann nauman sigur á Stephen Curry-lausu liði Golden State Warriors, LaMelo Ball var í stuði er Charlotte Hornets vann New York Knicks og Luka Dončić heldur áfram að heilla með Dallas Mavericks.