

NFL
Fréttir og úrslit úr bandarísku NFL ruðningsdeildinni.

Besti útherji NFL-deildarinnar fór til Raiders
Sögunni um framtíð útherjans Antonio Brown lauk um helgina þegar hann gerði risasamning við Oakland Raiders.

Reykti gras á meðan hann tilkynnti að skórnir væru farnir upp í hillu | Myndband
David Irving, leikmaður Dallas Cowboys, tilkynnti í beinni á Instagram í gær að hann væri hættur í boltanum og reykti gras á meðan hann útskýrði ákvörðun sína.

Sendur aftur í fangelsi eftir að hafa kynferðislega áreitt 77 ára gamla konu
Fyrrum NFL-leikmaðurinn Kellen Winslow er kominn aftur í steininn og mun dúsa þar lengi enda með margar kærur á bakinu.

Úr sjónvarpinu og aftur í fótboltabúninginn
Innherjagoðsögnin Jason Witten hefur ákveðið að draga fram skóna ári eftir að hann lagði þá á hilluna. Hann mun að sjálfsögðu spila áfram með Dallas Cowboys.

Hvað gerði Nonni fótbolti af sér núna?
Fyrrum NFL-vonarstjarnan og vandræðagemlingurinn Johhny Manziel er aftur atvinnulaus en búið er að setja hann í bann í kanadísku fótboltadeildinni, CFL.

Super Bowl-hetjan Foles yfirgefur Ernina
NFL-liðið Philadelphia Eagles tilkynnti í gær að félagið hefði ákveðið að leyfa leikstjórnandanum Nick Foles að róa á önnur mið.

Trump sagður hafa falsað skjöl er hann reyndi að kaupa NFL-félag
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, kom víða við á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma.

Fyrrum NFL-stjarna greiddi húsaleiguna fyrir ókunnugan mann
Kraftur samfélagsmiðilsins Twitter getur verið mikill og það sannaði sig heldur betur um síðustu helgi.

Kraft fór á vændishúsið sama dag og Patriots lék gegn Kansas City
Hinn 77 ára gamli Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots, hefur verið kærður fyrir að kaupa sér vændisþjónustu í tvígang í Flórída.

Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi
Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu.

Eigandi Steelers náði ekki að snúa Brown
Besti útherji NFL-deildarinnar, Antonio Brown, er á förum frá Pittsburgh Steelers og það varð endanlega ljóst eftir að hann fundaði með eiganda félagsins, Art Rooney II.

Kaepernick vill enn spila í NFL-deildinni
Þar sem leikstjórnandinn Colin Kaepernick hefur náð samkomulagi við NFL-deildina eftir langar og harðar deilur er hann loksins farinn að hugsa um að spila aftur í deildinni.

Kaepernick búinn að leysa ágreininginn við eigendur í NFL
Colin Kaepernick hefur náð samkomulagi í kvörtun sinni gegn eigendum liða í NFL deildinni.

Kaepernick nær samkomulagi við NFL
Einn umdeildasti íþróttamaður Bandaríkjanna, leikstjórnandinn og aktívistinn Colin Kaepernick hefur náð samkomulagi í deilu sinni við NFL deildina.

NFL-deildin vill stela yfirmanni NBA-deildarinnar
Samkvæmt heimildum ESPN eru margir eigendur félaga í NFL-deildinni spenntir fyrir því að gera Adam Silver, yfirmann NBA-deildarinnar, að yfirmanni NFL-deildarinnar.

Fór á hausinn eftir mótmælaaðgerðir gegn Nike og Kaepernick
Eigandi íþróttabúðar í Colorado-fylki, hefur neyðst til þess að skella í lás eftir rúmlega 20 ára rekstur. Hann tók afstöðu gegn Nike og Colin Kaepernick og það varð honum að falli.

Þjálfari Patriots uppfærir nafnið á bátnum sínum eftir hvern titil | Mynd
Hinn ótrúlega sigursæli þjálfari New England Patriots, Bill Belichick, hefur gaman af því að veiða og allir vita hvaða bát hann á.

Brown vill losna frá Steelers
Einn besti útherji NFL-deildarinnar, Antonio Brown, tilkynnti í gær að hann hefði óskað eftir því að fá að fara frá Pittsburgh Steelers.

Var rekinn í nóvember vegna ofbeldis en er kominn í nýtt lið
NFL-leikmaðurinn Kareem Hunt náðist á myndbandsupptöku þar sem hann beitti konu ofbeldi. Það kostaði hann starfið sitt hjá Kansas City Chiefs en nú er hann kominn í nýtt lið.

Hafnaði risasamningi í hafnaboltanum og valdi NFL-deildina
Íþróttaundrið Kyler Murray var eftirsóttur af bæði liðum í MLB og NFL-deildinni enda með eindæmum hæfileikaríkur íþróttamaður. Hann hefur þó ákveðið að taka frekar slaginn í NFL-deildinni.

Brady stóð við loforðið sem hann gaf í upphafi leiks
Tom Brady byrjaði Super Bowl-leikinn skelfilega með því að kasta boltanum í hendur andstæðinganna í fyrstu sókn New England Patriots.

43 leikmenn fengu meira borgað en Tom Brady
Tom Brady var 23. launahæsti leikstjórnandinn í NFL-deildinni í vetur.

Sjáðu fagnaðarlætin eftir Super Bowl í 360 gráðum | Myndband
Skemmtileg innsýn í það sem gerðist eftir að Patriots vann í sjötta sinn.

Kaupir sér frelsi fyrir 242 milljónir
Samningamálin í NFL-deildinni geta vissulega verið flókin. Nick Foles er gott dæmi um það.

Ekki færri horft á Super Bowl í tólf ár
Áhorfstölurnar fyrir Super Bowl-leikinn í ár eru vonbrigði fyrir NFL-deildina enda ekki færri horft á leikinn í tólf ár.

Sjáðu ræðuna á verðlaunahátíð NFL sem hitti flesta beint í hjartastað
Shaquem Griffin hefur vakið mikla athygli og aðdáun margra fyrir að takast það að komast í NFL-deildina.

Goðsagnir NFL-deildarinnar í frábærri auglýsingu
Af mörgum góðum auglýsingum í gær þá höfðu NFL-aðdáendur mest gaman af auglýsingu frá deildinni sjálfri þar sem margar af helstu goðsögnum deildarinnar komu við sögu.

Sjáðu sárasta húðflúr helgarinnar
Einn stuðningsmaður Los Angeles Rams liðsins vaknaði upp við vondan draum en svo varð dagurinn enn verri.

Geisp og Hrútarnir þögnuðu | Stórskemmtilegar fyrirsagnir eftir Super Bowl
Fjölmiðlar í Ameríku fóru ekki mjúkum höndum um vonbrigðin sem Super Bowl-leikurinn var í gær. Leikurinn olli vonbrigðum og hálfleikssýningin var misheppnuð.

Mikil sárindi í Super Bowl fyrirsögn í blaði í New Orleans
Fólkið í New Orleans ætlar seint að sætta sig við það að Saints liðið hafi misst af sæti í Super Bowl.