
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Fjölnir 30-35 | Fjölnismenn kvöddu með sigri
Það fór fram fremur skrýtinn leikur í Hertz-höllinni í kvöld þegar Fjölnir lagði heimamenn í Gróttu með 35 mörkum gegn 30. Það sást greinilega í kvöld á leik liðanna að hvorugt liðið hafði að einhverju að keppa en Grótta tryggði sæti sitt í síðustu umferð á kostnað Fjölnis sem kemur til með að leika í Grill 66 deildinni næsta vetur.