

Olís-deild kvenna
Leikirnir

Öruggur sigur Stjörnunnar gegn HK | Myndaveisla
Stjarnan lagði HK að velli í Olís-deild kvenna í handknattleik í kvöld. Lokatölur 24-20 og Stjarnan heldur í við Val og ÍBV á toppi deildarinnar.

Þorgeir hættur eftir áratuga starf hjá Haukum
Þorgeir Haraldsson er hættur sem formaður handknattleiksdeildar Hauka en þetta var tilkynnt á Facebook síðu handknattleiksdeildar Hauka nú í kvöld.

Hafa ekki unnið Haukana á heimavelli í 88 mánuði
Afturelding tekur á móti Haukum í Olís deild karla í handbolta í Mosfellsbænum í kvöld en það er orðið langt síðan Haukarnir fóru stigalausir frá Varmá.

Selfoss endurheimtir Perlu um hálsinn
Selfyssingar hafa tryggt sér sannkallaðan hvalreka frá og með næsta sumri því landsliðskonan Perla Ruth Albertsdóttir hefur ákveðið að snúa aftur heim.

Ásdís rifjar upp krossbandsslitin: „Ég bara grét og grét og grét“
Sigurlaug Rúnarsdóttir fór af stað með Kvennakastið í seinustu viku þar sem fjallað verður um Olís-deild kvenna í handbolta. Systurnar Ásdís Þóra og Lilja Ágústsdætur voru gestir hennar í fyrsta þætti og þar ræddu þær meðal annars um það þegar Ásdís sleit krossband.

„Maður þarf að þora að fá höggin“
Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var svekktur eftir þriggja marka tap á móti Stjörnunni í Olís deild kvenna í handbolta. KA/Þór átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en náðu að komast á lagi í seinni en það dugði ekki til. Lokatölur 19-16.

Haukar slitu sig frá Selfyssingum með fimm marka sigri
Haukar lögðu Selfoss 35-30 í Olís deild kvenna í handbolta í dag. Sigurinn þýðir að nú er sex stiga munur á liðunum sem sitja í 6. og 7. sæti deildarinnar sem inniheldur aðeins 8 lið. HK er sem fyrr á botni deildarinnar með aðeins tvö stig.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA/Þór 19-16 | Stjarnan ekki í vandræðum með vængbrotna Akureyringa
Stjarnan tók á móti KA/Þór í Olís-deild kvenna í dag. Leikurinn fór hægt af stað og var varnarleikur beggja liða í aðalhlutverki. Það var lítið skorað á fyrstu mínútunum en leiddu Stjörnukonur með fimm mörkum, 11-6 í hálfleik. KA/Þór mætti betur í seinni hálfleik en tókst ekki að koma sér almennilega inn í leikinn og vann Stjarnan með þremur mörkum, 19-16.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 24-22 | Valssigur í rislitlum leik
Valur sigraði Fram, 24-22, í fyrsta leik dagsins í Olís-deild kvenna. Valskonur eru á toppi deildarinnar en Framkonur í 4. sætinu.

„Haldið að við eigum að vinna alla leiki með þrjátíu mörkum, það er alveg merkilegt með ykkur á Stöð 2“
Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var temmilega sáttur eftir leikinn gegn Fram sem vannst, 24-22. Hann nýtti tækifærið og skaut aðeins á kröfuharða sérfræðinga Stöðvar 2 Sports.

Eyjakonur völtuðu yfir botnliðið
ÍBV vann afar sannfærandi tíu marka sigur er liðið heimsótti botnlið HK í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 17-27.

Andri Snær: „Þetta er engin dönsk pulsa, þetta er alvöru leikmaður!“
Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þór, gat ekki annað en verið sáttur með sigur síns lið gegn Haukum í Olís deild kvenna í leik sem fram fór í KA-heimilinu nú í kvöld.

Umfjöllun og viðtal: KA/Þór - Haukar 32-28 | Mikilvægur sigur hjá Akureyringum
KA/Þór lyfti sér upp fyrir Hauka í Olís deild kvenna með 32-28 sigri gegn þeim í KA-heimilinu nú í kvöld. Heimakonur komust mest 9 mörkum yfir í síðari hálfleik en Haukar náði að laga stöðuna og munurinn að lokum fjögur mörk.

Umfjöllun: ÍBV - Stjarnan 30-24 | Sannfærandi Eyjasigur gegn Stjörnunni
ÍBV og Stjarnan sátu í 2. og 3. sæti Olís-deildar kvenna í handbolta fyrir uppgjör liðanna í Eyjum í kvöld. Frábær síðari hálfleikur skóp sannfærandi sigur Eyjastúlkna, 30-24.

Toppliðið valtaði yfir nýliðana
Valur, topplið Olís-deildar kvenna í handbolta, vann afar sannfærandi 14 marka sigur er liðið sótti nýliða Selfoss heim í kvöld, 19-33.

Fram fór létt með HK
Fram vann einstaklega þægilegan 13 marka sigur á HK í Olís deild kvenna í handbolta, lokatölur 39-26.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - ÍBV 22-23 | ÍBV síðasta liðið í Höllina
ÍBV tryggði sér farseðilinn í undanúrslit Powerade-bikarsins þegar liðið vann eins marks útisigur á Stjörnunni 22-23. Eyjakonur voru yfir allan leikinn og þrátt fyrir að Stjarnan hafi komið til baka og ógnaði forskoti ÍBV var sigurinn verðskuldaður.

Valdi þær bestu í klefanum
Góður liðsfélagi er mikilvægur öllum íþróttaliðum og það á vel við í Olís deild kvenna í handbolta eins og í öðrum deildum. Seinni bylgjan tók í gær saman fimm manna lista yfir leikmenn sem fá hæstu einkunn í búningsklefanum.

„Búin að vera að drepast í hásinunum í tvö og hálft ár“
„Það er þungu fargi af mér létt að ég hafi ekki bara verið að ímynda mér eitthvað, því þetta hefur angrað mig mjög lengi,“ segir Lovísa Thompson, landsliðskona í handbolta, sem hefur komist að rót meins sem hefur plagað hana í tvö og hálft ár.

„Auðvelt að leggjast á hliðina og fá sér eina snuddu og vorkenna sjálfum sér“
HK tapaði í dag fyrir Selfossi í hálfgerðum úrslitaleik um sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Lauk leiknum með 13 marka sigri Selfoss 18-31 og sá lið HK aldrei til sólar í leiknum.

Umfjöllun og viðtal: HK - Selfoss 18-31 | Risasigur í botnslagnum
Í dag fór fram algjör úrslitaleikur í fallbaráttunni í Olís-deildinni þegar lið Selfoss mætti í Kórinn og lék gegn HK. Leiknum lauk með stórsigri Selfoss. Lokatölur 18-31 í afar óspennandi leik.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 31-28 | Stjarnan áfram með í toppslagnum
Stjarnan vann sigur á Fram í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag. Þetta er þriðji sigur Stjörnunnar á Fram í vetur en með sigrinum nær Stjarnan að halda í við topplið Vals og ÍBV.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 27-26 | Toppliðið þurfti að hafa fyrir hlutunum
Topplið Vals þurfti að hafa fyrir hlutunum er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Eftir jafnan og spennandi leik unnu Valskonur að lokum nauman eins marks sigur, 27-26.

„Ekki mjög þægilegt en þetta er eitthvað sem er löngu ákveðið með stjórn og leikmönnum“
Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, segir að sitt lið hafi ekki átt skilið að vinna leik sinn gegn Haukum í Olís-deild kvenna í kvöld. Valur, sem er á toppi Olís-deildarinnar, vann ansi nauman sigur á liðinu sem er í fimmta sæti.

Samningi Lovísu í Noregi rift
Lovísa Thompson, landsliðskona í handbolta, mun ekki klára tímabilið með Tertnes í Noregi en samningi hennar þar var rift þar sem hún er að glíma við meiðsli og er frá keppni.

Seinni bylgjan: Er ÍBV langbesta liðið í deildinni?
Seinni bylgjan velti upp nokkrum spurningum nú þegar þriðji og síðasti hluti deildarkeppni Olís deildar kvenna í handbolta er framundan.

Stjarnan í humátt á eftir toppliðunum
Stjarnan lagði Selfoss með fjögurra marka mun, 26-22, í Olís deild kvenna í handbolta. Sigur Stjörnunnar þýðir að liðið er þremur stigum á eftir toppliðum ÍBV og Vals.

Umfjöllun og viðtöl: HK - Haukar 21-32 | Haukar í engum vandræðum með HK
Haukar unnu sannfærandi sigur á HK í Kórnum 21-32. Gestirnir tóku frumkvæðið snemma og komust sjö mörkum yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. HK ógnaði aldrei forystu Hauka sem unnu á endanum ellefu marka sigur.

Samúel: Kom mér á óvart að Sara hafi farið í Fram þar sem við vorum ekki að reyna losa okkur við hana
Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, var afar svekktur eftir ellefu marka tap gegn Haukum á heimavelli í Olís deild kvenna í handbolta, lokatölur 21-32. HK var aðeins með tólf leikmenn á skýrslu og Samúel var ekki bjartsýnn á að HK myndi styrkja hópinn.

Valur aftur á toppinn eftir sigur á Akureyri
Valur gerði góða ferð til Akureyrar í Olís deild kvenna i handbolta þar sem liðið mætti KA/Þór. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Vals, lokatölur 20-23.