
Franska hetjan með miklu fleiri gull en allir þeir bandarísku til samans
Franski sundmaðurinn Leon Marchand er langsigursælasti íþróttamaður Ólympíuleikanna í París til þessa en hann vann sín fjórðu gullverðlaun í gær.
Fréttir af Ólympíuleikunum sem fram fóru í París í Frakklandi dagana 26. júlí til 11. ágúst 2024.
Franski sundmaðurinn Leon Marchand er langsigursælasti íþróttamaður Ólympíuleikanna í París til þessa en hann vann sín fjórðu gullverðlaun í gær.
Anna Luca Hámori, næsti andstæðingur Imanes Khelif í hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna í París, segir ekki sanngjarnt að hún fái að keppa í kvennaflokki.
LeBron James er einn besti körfuboltamaður allra tíma. Hann er hins vegar ekki merkilegur dansari, allavega ef marka má dóttur hans.
Ítalska hnefaleikakonan Angela Carini, sem bað um að bardagi sinn á Ólympíuleikunum gegn hinni alsírsku Imane Khelif yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur, vill nú biðja hana afsökunar á framferði sínu.
Slóvakíska sundkonan Tamara Potocka hneig niður eftir að hafa synt tvö hundruð metra fjórsund á Ólympíuleikunum í París.
Egyptaland tryggði sér sæti í átta liða úrslitum í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í París með sigri á Noregi, 25-26, í kvöld.
Dennis Schröder og Franz Wagner fóru mikinn þegar heimsmeistarar Þýskalands unnu heimalið Frakklands, 71-85, í körfuboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í París í kvöld.
Heimalið Frakka er komið í undanúrslit í fótboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í París eftir sigur á Argentínumönnum, 1-0, í kvöld.
Hin taívanska Lin Yu-ting, sem var vísað úr keppni á HM í hnefaleikum í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf, vann fyrsta bardaga sinn á Ólympíuleikunum í París.
Sterkt lið Spánar kemst ekki í átta liða úrslit í körfuboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í París. Þetta var ljóst eftir tap fyrir Kanada í dag, 88-85.
Bandaríski kringlukastarinn Veronica Fraley keppir í kvöld í kringluvarpi á Ólympíuleikunum í París. Hún vakti hins vegar athygli á því á samfélagsmiðlum að þrátt fyrir að skara fram úr í sinni íþróttagrein hefur hún enn ekki efni á leigu heima fyrir.
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í handboltalandsliði Þýskalands lögðu Spán 33-31 í æsispennandi viðureign í næst síðustu umferð riðlakeppninnar á Ólympíuleikunum.
Knattspyrnulandslið Marokkó er komið áfram í undanúrslit Ólympíuleikanna eftir afar öruggan 4-0 sigur gegn Bandaríkjunum.
„Ekki deila öðru en sigrinum, verðu þig fyrir kynsjúkdómum,“ stendur á umbúðum smokka sem keppendur í ólympíuþorpinu á Ólympíuleikunum í París geta nálgast sér að kostnaðarlausu. Alls hafa yfir tvö hundruð og tuttugu þúsund smokkar verið gerðir aðgengilegir fyrir íþróttafólk á Ólympíuleikunum í ólympíuþorpinu þetta árið.
Króatíska handboltalandsliðið undir stjórn Dags Sigurðssonar steinlá fyrir því sænska, 38-27, í leik liðanna á Ólympíuleikunum.
Körfuboltalið Grikklands forðaðist það að vera sent heim af Ólympíuleikunum með 77-71 sigri gegn Ástralíu.
Hákon Þór Svavarsson situr í 22. sæti þegar þrjár umferðir af fimm hafa verið spilaðar í undanrásum leirdúfuskotfimi á Ólympíuleikunum. Síðustu tvær umferðirnar fara fram í fyrramálið.
Stórfurðulegt mál frá Ólympíuleikunum í París er skyndilega eitt það umtalaðasta er varðar íþróttir kvenna í áraraðir. Sjaldan hafa samfélagsmiðlar blásið eins mikið upp í kringum einvígi á íþróttavelli sem stóð í 46 sekúndur. Og umræðan að stóru leyti byggð á ranghugmyndum og ósannindum.
Ástralski sundþjálfarinn og fyrrum Ólympíufarinn Brett Hawke sakar kínverska sundmanninn Pan Zhanle um lyfjamisnotkun eftir að hann stórbætti eigið heimsmet í hundrað metra skriðsundi og synti sekúndu hraðar en næsti maður í lauginni.
Stórstjarna langhlaupanna ætlar að reyna við sögulega þrennu á Ólympíuleikunum í París. Hér á ferðinni hollenska hlaupakonan Sifan Hassan sem er sigurstrangleg í öllum greinunum þremur.
Sannfærandi sigur bandarísku fimleikakonunnar Simone Biles í fjölþraut kvenna á Ólympíuleikunum í París er sögulegur á svo margan hátt.
Óhætt er að segja að hin alsírska Imane Khelif hafi verið mikið milli tannanna á fólki eftir hnefaleikabardaga hennar á Ólympíuleikunum í París í gær.
Simone Biles frumsýndi sérstakt hálsmen eftir að hafa unnið sigur í fjölþraut í fimleikakeppni Ólympíuleikanna í dag.
Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag.
Noregur tryggði sér sæti í átta liða úrslitum í handboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París með öruggum sigri á Slóveníu í kvöld, 22-29.
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti ræddi við Frans páfa í dag um atriði á setningarhátíð Ólympíuleikanna, sem hann kallar „siðlaust sviðsverk“. Í atriðinu sátu dragdrottningar við borð og virtist uppsetningin minna mikið á málverk Da Vinci af síðustu kvöldmáltíð Krists.
Bandaríska fimleikakonan Simone Biles vann í dag til gullverðlauna í fjölþraut á Ólympíuleikunum í París. Þetta er sjötta Ólympíugull Biles og önnur gullverðlaunin sem hún vinnur í París.
Kínverski sundmaðurinn Pan Zhanle stórbætti heimsmetið í hundrað metra skriðsundi. Hann segir skorta virðingu hjá keppinautum sínum, sem tala ekki við hann og virtust skvetta vatni á þjálfara hans.
Ekvadorinn Brian Daniel Pintado varð í dag óvænt Ólympíumeistari í 20 kílómetra göngu á leikunum í París.
Þátttaka hinnar alsírsku Imane Khelif í kvennaflokki í hnefaleikum á yfirstandandi Ólympíuleikum í París hefur valdið fjaðrafoki. Khelif var meinuð þátttaka á heimsmeistaramóti síðasta árs eftir að hafa ekki staðist kynjapróf.