Tekíla og blöðrudýr á árshátíðardegi LXS Áhrifavaldarnir og raunveruleikaskvísurnar í LXS hópnum gerðu sér glaðan dag í vikunni með árshátíðardegi þar sem áberandi klæðnaður, golf og vellystingar einkenndu herlegheitin. Lífið 24. ágúst 2023 14:01
Tónlistarveisla í boði Félags tónskálda og textahöfunda Félag tónskálda og textahöfunda fagnaði fjörutíu ár afmæli sínum um helgina. Af því tilefni komu bransamenn og -konur saman og glöddust í Gamla bíói. Ljósmyndari Vísis mætti að sjálfsögðu á staðinn og myndaði stemninguna. Lífið 23. ágúst 2023 17:01
Glæsilegt götupartý Hildar Yeoman Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman fagnaði Menningarnótt eins og svo margir síðastliðna helgi en eins og oft áður hélt hún glæsilegt götupartý fyrir utan verslun sína á Laugarveginum. Dansarar klæddust nýjustu línunni og dilluðu sér við iðandi tóna frá Rósu Birgittu sem kallar sig DJ De la Rosa. Lífið 21. ágúst 2023 18:41
Gleðin í fyrirrúmi á stappaðri Menningarnótt Gríðarlegur fjöldi fólks hefur lagt leið sína í miðborg Reykjavíkur í dag og í kvöld vegna Menningarnætur sem haldin er í 26. skiptið í ár. Stútfull dagskrá er fram á kvöld sem lýkur eins og alltaf með flugeldasýningu á slaginu 23:00. Lífið 19. ágúst 2023 19:21
Mögnuð stemning á tónleikum Bylgjunnar á Menningarnótt Menningarnæturtónleikar Bylgjunnar fóru fram í Hljómskálagarðinum í kvöld. Tónleikarnir vvoru í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi og Vísi en horfa má á klippur af tónleikunum hér fyrir neðan. Lífið 19. ágúst 2023 09:00
Myndaveisla frá keppninni Ungfrú Ísland Miss Universe Iceland, eða Ungfrú Ísland eins og keppnin heitir nú, var haldin í áttunda sinn í gærkvöldi. Nítján keppendur tókust á um titilinn eftirsótta en á endanum stóð Lilja Sif Pétursdóttir uppi sem sigurvegari. Lífið 17. ágúst 2023 10:20
Glæsilegasta golfmót landsins Frábær þátttaka og mikil gleði var á opna Dineout mótinu sem fór fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar síðastliðinn laugardag. Lífið 14. ágúst 2023 16:01
Myndaveisla: Fyrstu Fiskidagstónleikarnir í fjögur ár Fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur á Dalvík í gær í fyrsta skipti síðan árið 2019. Lífleg dagskrá hefur verið í bænum í aðdraganda hátíðarinnar sem náði hápunkti í gærkvöld með Fiskidagstónleikunum. Lífið 13. ágúst 2023 17:43
Bleikklæddar stjörnur mættu á forsýningu Barbie Forsýning á bandarísku kvikmyndinni Barbie fór fram í Sambíóunum Kringlunni í gærkvöldi. Stjörnur landsins mættu í litríkum klæðnaði í anda kvikmyndarinnar eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Lífið 19. júlí 2023 10:46
Glæsilegir gestir á Grímunni Prúðbúið sviðslistafólk fjölmennti í Borgarleikhúsið í gærkvöldi þar sem Grímuverðlaunahátíðin var haldin í ár. Lífið 15. júní 2023 15:20
Myndaveisla: Mögnuð tilþrif á meistaramótinu í götubolta Íslandsmeistaramótið í götubolta í boði X-ins 977 fór fram um helgina á Klambratúni í Reykjavík. Tuttugu lið tóku þátt og spiluðu upp á verðlaunafé sem samtals nam 242 þúsund krónum. Lífið 12. júní 2023 10:58
Íslenskar myndlistarstjörnur samtímans á veglegri sýningu Listasafn Reykjavíkur opnar veglega yfirlitssýningu í Hafnarhúsinu næstkomandi laugardag þar sem íslenskar myndlistarstjörnur samtímans leika lykilhlutverk. Sýningin ber heitið Kviksjá: Íslensk myndlist á 21. öld og verður þar til sýnis úrval af þeim verkum sem Listasafnið hefur eignast síðustu tvo áratugi. Menning 7. júní 2023 14:00
Grindvíkingar fögnuðu Sjómannadeginum með pompi og prakt Sjóarinn síkáti, sjómanna- og fjölskylduhátíð Grindvíkinga var haldin með pompi og prakt um helgina. Bylgjulestin kíkti við og hélt uppi fjörinu ásamt fjölbreyttri dagskrá heimamanna. Lífið 5. júní 2023 13:18
Blása til almennilegrar veislu í tilefni af sjö ára afmælinu Mér finnst gróska og kraftur tvímælalaust einkenna íslensku listsenuna í dag, segir Árni Már Erlingsson, listamaður og meðeigandi Gallery Ports á Laugavegi. Á laugardaginn opnar Portið samsýninguna KOLLEGAR þar sem hátt í 40 listamenn koma saman og fagna sjö ára afmæli Gallery Ports. Menning 1. júní 2023 10:00
Myndaveisla: Einstök upplifun í frumsýningarteiti Það var margt um manninn í Bíó Paradís síðastliðið fimmtudagskvöld í frumsýningarteiti þáttaseríunnar Mannflóran. Er um að ræða heimildaþætti um fjölmenningu í íslensku samfélagi. Chanel Björk Sturludóttir er þáttastjórnandi og Álfheiður Marta Kjartansdóttir leikstýrir. Bíó og sjónvarp 22. maí 2023 14:00
Frægir Íslendingar í fínni sætum urðu vitni að sögulegum úrslitum Þjóðþekktir Íslendingar voru áberandi við svokölluðum „courtside“ sætum sem í boði voru í Origohöllinni að Hlíðarenda í gær á oddaleik Vals og Tindastóls í úrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Körfubolti 19. maí 2023 12:01
Exit-stemmning í fjölsóttu afmæli Gillz Athafna- og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, hélt heljarinnar afmælispartí í tilfefni af 43 ára afmæli sínu um helgina þar sem þema veislunnar var í anda norsku Exit þáttanna. Lífið 15. maí 2023 20:01
Starfslok í háskólanum en ekki í lífinu Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálaheimspeki, var kvaddur með alþjóðlegri ráðstefnu í Háskóla Íslands í dag. Hannes varð sjötugur í febrúar síðastliðnum og sem opinber starfsmaður þarf hann að láta af störfum við þann aldur. Hann segir að ekki sé um að ræða starfslok í lífinu þó starfi hans í háskólanum sé lokið. Innlent 12. maí 2023 22:01
Frægir fögnuðu krýningu Karls III Breska sendiráðið í Reykjavík hélt upp á krýningu nýs Bretakonungs með pomp og prakt síðastliðinn laugardag. Veislan var haldin í sendiráðsbústaðnum við Laufásveg og í veislutjöldum í garðinum og mættu boðsgestir úr ýmsum áttum, svo sem úr pólitík, viðskiptalífinu og menningargeiranum. Lífið 9. maí 2023 16:01
Hélt villt sumarpartý í rigningu Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman bauð í sannkallað sumarpartý um helgina en hún er ein af þeim fjöldamörgu listamönnum sem tóku þátt í HönnunarMars. Lífið 8. maí 2023 21:02
Starfsmenn CCP fögnuðu tuttugu árum af EVE EVE Online fagnar 20 ára afmæli í dag en af því tilefni var boðað til veislu í höfuðstöðvum CCP í Grósku í Vatnsmýri í seinni partinn gær þar sem fyrrverandi og núverandi starfsmenn komu saman til að fagna þessum tímamótunum. Lífið 6. maí 2023 15:06
Blendnar tilfinningar í erfi Fréttablaðsins Starfsmannafélag Fréttablaðsins hélt lokapartí skömmu fyrir síðustu helgi og svo var starfseminni slaufað. Ljósmyndari Vísis, gamall Fréttablaðsmaður, mætti með myndavélina sína. Innlent 3. maí 2023 08:53
HönnunarMars hefst á morgun: 100 sýningar og 400 þátttakendur Opnunarhóf HönnunarMars fer fram á morgun, miðvikudaginn 3. maí, í Hörpu klukkan 17:00. Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs setja hátíðina með formlegum hætti og eru öll velkomin. Menning 2. maí 2023 14:00
Myndaveisla: Backstreet Boys trylltu lýðinn í Laugardalnum Strákabandið Backstreet Boys hélt tónleika í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Fjöldi fólks var þar saman kominn og virtust allir vera að njóta í botn. Lífið 29. apríl 2023 10:58
Stjörnufans á frumsýningu Öllu var tjaldað til á síðustu frumsýningu leikársins síðastliðið föstudagskvöld en um er að ræða verkið Svartþröst í Borgarleikhúsinu. Verkið er í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar og með aðalhlutverkin tvö fara þau Ásthildur Úa Sigurðardóttir og Valur Freyr Einarsson. Menning 24. apríl 2023 20:03
Huggulegt stefnumót með konunni endaði með söng uppi á sviði í Eldborg Það var margt um manninn í Eldborg síðastliðið laugardagskvöld þegar tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson hélt stórtónleika í tilefni af 60 ára afmæli sínu. Hallgrímur Ólafsson leikari, jafnan þekktur sem Halli Melló, tók lagið með Jóni en var það þó algjörlega óundirbúið og hafði Halli ekki hugmynd um það, fyrr en hann var kallaður upp á svið fyrir framan um 1500 tónleikagesti. Tónlist 24. apríl 2023 15:30
Sjóðheita plötusnúðaparið Karen Grétars og Margeir kvöddu veturinn með stæl Karen Grétars og DJ Margeir eru nýtt plötusnúða kærustupar en þau héldu sitt fyrsta sameiginlega klúbbakvöld síðastliðinn miðvikudag, kvöldið fyrir sumardaginn fyrsta, á skemmtistaðnum Auto. Margt var um manninn og þekkt andlit dönsuðu saman inn í sumarið. Tónlist 24. apríl 2023 14:30
Myndaveisla: Júlía Margrét frumsýndi Guð leitar að Salóme Rithöfundurinn Júlía Margrét Einarsdóttir frumsýndi verk sitt Guð leitar að Salóme á Sögulofti Landnámssetursins á laugardaginn. Lífið 18. apríl 2023 12:00
Berglind Festival, Logi Geirs og Steindi skemmtu sér á forsýningu Aftureldingar Það var stemning í loftinu í Bíó Paradís nú á dögunum þegar þar fór fram forsýning á íslensku þáttaröðinni Aftureldingu. Stórskotalið íslenskra leikara kemur saman í þáttaröðinni undir leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Göggu Jónsdóttur og Elsu Maríu Jakobsdóttur. Lífið 11. apríl 2023 18:01
Myndaveisla: Skálað fyrir 25 árum af fréttum og fjöri Mikil tímamót voru á laugardaginn þegar Vísir fagnaði 25 ára afmæli sínu. Á þeim aldarfjórðungi hafa fjölmargir starfað á miðlinum og átt sinn þátt í þeim árangri sem miðillinn hefur náð. Það var því vel við hæfi að bjóða Vísismönnum, gömlum sem nýjum, að fagna þessum merkilegu tímamótum saman. Lífið 4. apríl 2023 10:00