Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

„Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitar­fé­lögum

Tuttugu og tvö sveitarfélög taka nú þátt í verkefninu, „Gott að eldast“, sem er samvinnuverkefni ríkisins, sveitarfélaganna og heilbrigðisstofnana. Mikil ánægja er með verkefnið í Árborg þar sem rík áhersla er lögð á heimaþjónustu við eldra fólk.

Innlent
Fréttamynd

Viðsnúningur eftir krappan dans

Rekstur sveitarfélaga virðist með miklum ágætum ef marka má nýjustu uppgjör þeirra flestra fyrir árið 2024. Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir þetta kærkomið eftir erfiðan, langan tíma.

Innlent
Fréttamynd

Ein breyting á stjórn sem leggja á niður

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað stjórn Tryggingarstofnunar sem þó er áformað að leggja niður verði frumvarp ráðherra að lögum. Ein breyting er gerð á fyrri stjórn. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Innlent
Fréttamynd

Litlu ljósin á Gaza

Á undan kvöldfréttum RÚV birtast okkur skjámyndir sem eru einhver konar skjáskot af því sem ber hæst hverju sinni. Fyrir nokkrum dögum síðan gat maður séð í slíku skjáskoti ánægð saklaus íslensk börn dansandi á leiksviði. Það yljaði en bara í nokkrar sekúndur.

Skoðun
Fréttamynd

Söngva­keppnin og stríðs­rekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“

Fátt bendir til annars en að fulltrúi Ísraels stigi á svið í Eurovision sem fram fer í Basel í Sviss í næstu viku. Söngkonan sem sjálf lifði af hryðjuverkaárás Hamas stígur nú á stóra sviðið í skugga stríðsreksturs Ísraelsríkis á Gasa. Hún var lítt þekkt sem tónlistarkona þangað til í fyrra en hún kveðst þakklát fyrir tækifærið og hyggst að vera landi sínu og þjóð til sóma.

Lífið
Fréttamynd

Frí­dagar í klemmu

Óvenju marga frídaga ber upp á fimmtudegi í ár. Strax eftir páska komu sumardagurinn fyrsti (fimmtudaginn 24. apríl) og frídagur verkalýðsins (fimmtudaginn 1. maí). Framundan eru síðan uppstigningardagur (fimmtudaginn 29. maí) og þjóðhátíðardagurinn (fimmtudaginn 17. júní). Árið 2025 er því sannarlega ár klemmudaganna.

Skoðun
Fréttamynd

Til skoðunar hvort hægt sé að inn­heimta leigu beint af tekjum

Sanna Magdalenda Mörtudóttir, formaður velferðarráðs og borgarfulltrúi, segir mál Sigurbjargar Jónsdóttur, sem var borin út úr íbúð á vegum Félagsbústaða í Bríetartúni í gær, á borði velferðarsviðs. Hún segir nauðsynlegt að skoða hvort búsetuúrræði séu nægilega fjölbreytt og hvort innheimtuferlið geti verið öðruvísi. Til dæmis að leiga sé tekin beint af tekjum.

Innlent
Fréttamynd

Iðnaðarstefna – stökk­pallur inn í næsta hagvaxtarskeið

Gott samfélag verður ekki til af sjálfu sér. Öflugt atvinnulíf er kjarninn en það krefst skýrrar sýnar, stefnu og samstillts átaks. Það er þar sem verðmætin verða til sem gera okkur kleift að fjárfesta í velferð, menntun og framtíð. Með því að skapa spennandi og verðmæt störf og tryggja að fólk hafi tækifæri til að nýta krafta sína og þekkingu, leggjum við grunn að samfélagi þar sem lífskjör eru góð. Stjórnendur, starfsfólk og eigendur fyrirtækja hafa mikið um það að segja hvernig til tekst en það er líka undir stjórnvöldum komið, þau móta leikreglurnar. Með ákvörðunum, orðum og gjörðum hafa stjórnvöld áhrif á hvernig til tekst á hverjum einasta degi.

Skoðun
Fréttamynd

„Hefðum viljað sjá stóru löndin taka stærri skref í átt að mann­úð á Gasa“

„Því fleiri lönd sem tala skýrt fyrir því að Ísraelar verði að koma að mannúðaraðstoð á Gasa því betra,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. Hún og utanríkisráðherrar fimm annarra Evrópuríkja sendu í morgun frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kallað er eftir því að ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum sínum um að víkka út hernaðaraðgerðir og hafa varanlega viðveru á Gasa. 

Fréttir
Fréttamynd

Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld

Forseti Alþingis er bjartsýn á að frumvarp um veiðgjöld verði afgreitt á þingi fyrir sumarhlé. Hún ákvað að fresta umræðu um veiðigjöldin til morguns svo hægt sé að koma sölu Íslandsbanka á dagskrá þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Áður en það verður of seint

Það eru nú liðnir 66 dagar frá því að hjálparaðstoð komst síðast að á Gaza með almennilegum hætti. 66 dagar án aðstoðar. Og á meðan líður fólk skort sem enginn ætti að þurfa að þola.

Skoðun
Fréttamynd

Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dag­skrá í dag

Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld á sjávarútvegsfyrirtækin, eitt umdeildasta mál þessa þings, var frestað á Alþingi um klukkan tíu í gærkvöldi. Þingmenn hafa nú rætt málið fram á kvöld tvo daga í röð og sér ekki fyrir endann á.

Innlent
Fréttamynd

Sex evrópskir utan­ríkis­ráð­herrar skora á Ísrael

Utanríkisráðherra Íslands og fimm annarra Evrópuríkja hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kallað er eftir því að ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum sínum um að víkka út hernaðaraðgerðir og hafa varanlega viðveru á Gasa. Ráðherrarnir hafna jafnframt „öllum hugmyndum um brottflutning Palestínumanna frá Gaza enda væru það brot á alþjóðalögum,“ segir meðal annars í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu um málið.

Innlent
Fréttamynd

Líflínan

Í þessari viku legg ég fram þingsályktunartillögu sem snýr að því að tryggja áframhaldandi starfsemi Janusar endurhæfingar eða tryggja sambærilega geðendurhæfingu fyrir ungmenni með fjölþættan vanda.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkis­fyrir­tæki sem virðir ekki æðsta valdið

Nýleg svör fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn undirritaðrar um kostnað ríkisins vegna málaferla ÁTVR gegn heildsölum vekja upp alvarlegar spurningar um ábyrgð og stjórnsýslu ríkisins. Þar kom fram að ríkið hefur greitt milljónir króna í málskostnað vegna mála sem það hefur tapað – þar á meðal mál þar sem Hæstiréttur hefur dæmt að synjun ÁTVR á vörum innflytjanda hafi verið ólögmæt.

Skoðun
Fréttamynd

Nú­verandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir á­byrgð og gagn­sæi“

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir gríðarlegt áhyggjuefni hve miklum fjármunum ríkisfyrirtækið ÁTVR hafi varið í málaferli til að verja ákvarðanir sem hafi verið dæmdar ólögmætar. ÁTVR hefur varið hátt í 15 milljónum í kostnað vegna tveggja slíkra mála síðan 2023. Þá segir þingmaðurinn löngu tímabært að ræða ábyrgð ríkisstofnanna og stöðu ríkisfyrirtækja og spyrja hvort ohf. formið sé í raun heppilegt yfir höfuð.

Innlent
Fréttamynd

Ítar­leg skýrsla á borði ráð­herra

Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða telur úrbóta þörf í lögum. Verði hvalveiðum haldið áfram er lagt til að lægra sett stjórnvald fari með útgáfu hvalveiðileyfa í stað ráðuneytis, leyfin séu auglýst opinberlega og rammi um gildistími leyfa sé settur með lögum. Að loknu samráði mun ráðherra taka ákvörðun um framtíð hvalveiða.

Innlent