Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Atvinnuvegaráðherra segir ekki inni í myndinni að hvalveiðar við Íslandsstrendur haldist óbreyttar. Annað hvort muni hún herða skilyrði eða finna leiðir til að banna þær alfarið með frumvarpi næsta haust. Innlent 6. maí 2025 21:02
Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir gríðarlegt áhyggjuefni hve miklum fjármunum ríkisfyrirtækið ÁTVR hafi varið í málaferli til að verja ákvarðanir sem hafi verið dæmdar ólögmætar. ÁTVR hefur varið hátt í 15 milljónum í kostnað vegna tveggja slíkra mála síðan 2023. Þá segir þingmaðurinn löngu tímabært að ræða ábyrgð ríkisstofnanna og stöðu ríkisfyrirtækja og spyrja hvort ohf. formið sé í raun heppilegt yfir höfuð. Innlent 6. maí 2025 16:30
Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða telur úrbóta þörf í lögum. Verði hvalveiðum haldið áfram er lagt til að lægra sett stjórnvald fari með útgáfu hvalveiðileyfa í stað ráðuneytis, leyfin séu auglýst opinberlega og rammi um gildistími leyfa sé settur með lögum. Að loknu samráði mun ráðherra taka ákvörðun um framtíð hvalveiða. Innlent 6. maí 2025 15:55
Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað nýjan fulltrúa í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) til að uppfylla lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Frá þessu er greint í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Innlent 6. maí 2025 15:49
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Höllu Hrund Logadóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, var nokkuð niðri fyrir vegna ástandsins á Gasa þegar hún kvaddi sér hljóðs um málið í störfum þingsins á Alþingi í dag. Halla Hrund kallaði eftir því að þær sem fari með völdin á Íslandi standi við stóru orðin sem höfð hafi verið uppi í aðdraganda kosninga. Það þýði að mati Höllu Hrundar ekki að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttunni en fylgja því svo ekki eftir þegar til valda er komið. Innlent 6. maí 2025 14:30
Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Bankareikningum Flokks fólksins í Arion banka var lokað um stund í aprílmánuði eftir að láðst hafði að fylla út áreiðanleikakönnun í kjölfar þess að flokknum var formlega breytt úr félagsamtökum í stjórnmálasamtök. Reikningarnir hafa verið opnaðir á ný. Innlent 6. maí 2025 12:57
Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Atvinnuvegaráðherra segir viðvörunarbjöllur óma þegar matvöruverð hækkar á sama tíma og krónan styrkist. Hún hefur kallað eftir gögnum og skýringum á verðþróuninni. Innlent 6. maí 2025 11:40
Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Inga Sæland húsnæðismálaráðherra segist líta það alvarlegum augum hafi hún ekki farið að lögum við skipun á nýrri stjórn Húsnæðis og mannvirkjastofnunnar. Hún muni leiðrétta ákvarðanir sínar fari þær ekki eftir lögum. Innlent 6. maí 2025 11:37
Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist treysta Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, til að meta hæfi þeirra einstaklinga sem Inga hafi skipað í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Miðað við þær upplýsingar sem hún hafi segist Kristrún ekki sjá annað en að lögum hafi verið fylgt og ekkert bendi til annars en að Flokki fólksins beri að fara að lögum líkt og öðrum. Innlent 6. maí 2025 11:03
„Þetta er salami-leiðin“ Formaður Framsóknarflokksins vill frekar að þrepaskiptur tekjuskattur verði lagður á sjávarútvegsfyrirtæki heldur en að sjá frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld verða að veruleika. Slíkt kerfi vill hann meina að sé líklegra til að tryggja að stærri og efnameiri fyrirtæki sem hagnast mest greiði meira af auðlindinni til samfélagsins en lítil og meðalstór fyrirtæki. Hann telur áform ríkisstjórnarinnar „andlandsbyggðarlega“ „salami-aðferð“ til að sækja tekjur af greininni. Innlent 6. maí 2025 08:29
Leiðréttingin leiðrétt Í lok mars síðastliðnum héldu atvinnuvegaráðherra og fjármálaráðherra blaðamannafund undir yfirskriftinni Veiðigjöld í sjávarútvegi leiðrétt. Þar var m.a. fjallað um verðlagningu makríl og mun á Íslandi og Noregi. Skoðun 6. maí 2025 08:17
Staðið með þjóðinni Í gær mælti ég sem ráðherra sjávarútvegsmála fyrir frumvarpi sem markar tímamót í því hvernig við innheimtum gjald fyrir nýtingu sameiginlegra auðlinda í sjávarútvegi. Með breytingum á lögum um veiðigjald tryggjum við að gjaldið endurspegli raunverulegt markaðsverð – ekki það verð sem útgerðin sjálf ákveður í innri viðskiptum. Um er að ræða leiðréttingu sem löngu er tímabær og sem þjóðin á skýlausan rétt á. Skoðun 6. maí 2025 07:31
Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Ábyrgur og sjálfbær rekstur Reykjavíkurborgar er grundvöllur þess að hægt sé að þjónusta borgarbúa með þeim hætti sem þeir eiga skilið. Borgarfulltrúar Framsóknar hafa beitt sér fyrir aukinni hagræðingu og umbótum í rekstri borgarinnar, forgangsröðun verkefna og betri þjónustu í þágu borgarbúa. Á þeim tíma sem við í Framsókn stýrðum borginni náðist, með samstilltum og skýrum aðgerðum, að snúa rekstri A-hluta borgarsjóðs úr 15,6 milljarða halla í 4,7 milljarða afgang árið 2024. Skoðun 6. maí 2025 06:32
Varalitur á skattagrísinum Upphafsmánuðir stjórnartíðar ríkisstjórnarinnar hafa spilast nokkurn veginn líkt og búast mátti við, ef undanskilin eru ákveðin skakkaföll. Boðaðar hafa verið ýmsar skattahækkanir, bæði á einstaklinga og fyrirtæki. Fiskeldisgjald hækkar, veiðigjöld hátt í tvöfaldast og fella á niður samnýtingu skattþrepa í tilviki hjóna og sambýlisfólks. Í ríkisstjórn sem samanstendur af tveimur vinstri flokkum og einum miðju flokki ættu þessi áform svo sem ekki að koma neinum á óvart. Skoðun 6. maí 2025 06:01
Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að tillaga frá Fiskistofu um ákveðnar girðingar á strandveiðiheimildum sé til skoðunar. Einnig sé til skoðunar hvar sé hægt að auka veiðiheimildirnar, en það standi ekki til að færa veiðiheimildir frá „stóra pottinum.“ Innlent 5. maí 2025 23:58
Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Rigningin á suðvesturhorni landsins kom ekki í veg fyrir það að strandveiðimaðurinn Stefán Jónasson drifi sig á fætur - og það fyrir allar aldir – til að taka þátt í fyrsta degi strandveiðitímabilsins. Slík var tilhlökkunin eftir langan vetur. Hann bauð fréttastofu um borð í bátinn sinn Kvistinn í Hafnarfjarðarhöfn eftir veiði dagsins. Innlent 5. maí 2025 19:37
„Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Hildur Sverrisdóttir segir að ríkisstjórnin ætli að ráðast í stórkostlegar kerfisbreytingar á sjávarútvegi án greiningar og samráðs við sveitarfélög, lífeyrissjóði og fyrirtæki tengd sjávarútvegi. Forsætisráðherra segir það engin kúvending að mæla hlutina með réttari hætti en áður. Innlent 5. maí 2025 19:18
Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2024 sem kynntur var á bæjarstjórnarfundi sl. mánudag sýnir stórkostlegan viðsnúning í rekstri Árborgar. Samstillt átak bæjarstjórnar og starfsmanna sveitarfélagsins hefur skilað sér í ábyrgari rekstri og stöðvað skuldasöfnun. Skoðun 5. maí 2025 13:00
Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðimenn brosa hringinn í dag á upphafsdegi strandveiðitímabilsins að sögn framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Hann segir mikið tilhlökkunarefni að sjá hafnirnar fyllast af lífi og segir mikið muna um fleiri strandveiðidaga. Innlent 5. maí 2025 12:54
Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Fyrir níu árum sagði ráðherra í ríkisstjórn Íslands í sjónvarpsviðtali að það væri „augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi“. Þá snerist umræðan um peninga sem höfðu verið geymdir í aflandsfélögum í þekktum skattaskjólum, og rökstuddur grunur var um að hefði verið komið undan svo ekki þyrfti að greiða skatta af þeim í ríkissjóð Íslendinga. Skoðun 5. maí 2025 08:03
Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Til stendur að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu vikum, þó markaðsaðstæður séu ekki fullkomnar í kjölfar tollahækkana Bandaríkjaforseta, að sögn fjármálaráðherra. Almenningur mun njóta forgangs í útboðinu þegar það fer loks fram. Viðskipti innlent 4. maí 2025 19:01
Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir fjármálaráðherra haldinn reginmisskilningi og segir íslenska ríkið hafa framselt Heinemann einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. Viðskipti innlent 4. maí 2025 15:59
Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist stolt af skipun sinni í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Verkfræðingafélagið hefur gert athugasemdir við að enginn með sérfræðiþekkingu í málaflokknum sitji í stjórninni en Inga segist hafa valið hæfasta fólkið. Innlent 4. maí 2025 14:10
Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Þuríður Sigurðardóttir söngkona kallar eftir því að Laugarnes í Reykjavík verði friðlýst sem búsetu- og menningarlandslag. Hún býður upp á sögugöngu um Laugarnes klukkan þrjú á morgun, sunnudag, þar sem hún ætlar meðal annars að fjalla um þá kenningu að landnámsbær Ingólfs hafi verið í Laugarnesi. Innlent 3. maí 2025 22:30
„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum sem selja vörur til Fríhafnarinnar. Þeir hafa lýst miklum áhyggjum vegna nýs rekstraraðila, sem hefur krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Ráðherra segir að í markaðshagkerfi þurfi menn bara að synda. Viðskipti innlent 3. maí 2025 18:33
Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Samfylkingin hefur aukið fylgi sitt umtalsvert og mælist nú með ríflega 29 prósent. Framsóknarflokkurinn dalar. Innlent 3. maí 2025 12:26
Hefur áhyggjur af arftaka sínum A-hluti Reykjavíkurborgar skilaði tæplega fimm milljarða króna afgangi í fyrra. Um er að ræða tæplega tíu milljarða viðsnúning frá 2023. Borgarstjóri segist bjartsýn á framhaldið en fyrrverandi borgarstjóri segir óttast að árangurinn verði horfinn undir lok árs. Innlent 2. maí 2025 19:04
Ríkisstjórn sem skeytir engu Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026 til 2030 er áformað að taka upp auðlindagjald fyrir aðgang ferðamanna að náttúruperlum landsins. Horft er til þess að gjaldið greiðist af þeim sem heimsækja ferðamannastaði í eigu ríkisins og á það að gilda jafnt um erlenda ferðamenn og þá sem búsettir eru hér á landi. Þá kemur fram að unnið sé að útfærslu á gjaldinu og að stefnt sé að gildistöku um mitt ár 2026. Skoðun 2. maí 2025 15:00
„Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Hjónin Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og Bryndís Schram eiginkona hans voru meðal mótmælenda fyrir utan ríkisstjórnarfund í dag. Þau kröfðust þess að hinum 17 ára gamla Oscar Andre Bocanegra Florez yrði veitt dvalarleyfi. Innlent 2. maí 2025 13:34
Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, ætlar að flytja til New York í haust. Hún fer í níu mánaða leyfi frá þingmennsku. Áslaug Arna beið naumlega lægri hlut í baráttu um formennsku í Sjálfstæðisflokknum í febrúar. Innlent 2. maí 2025 12:41