

Subway-deild karla
Leikirnir

„Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“
Borche Ilievski fagnaði vel og innilega eftir sigur ÍR á KR í kvöld. Þetta er þriðji sigur ÍR í röð og annar sigurinn eftir að Borche tók við stjórn ÍR-liðsins.

Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd
Haukar eru komnir á blað. Já þið lásuð rétt, Haukar eru komnir á blað í Bónus deild karla. Haukar lögðu Valsmenn á útivelli 97-104 í 9. umferði deildarinnar og eru komnir með fyrstu stigin sín þennan veturinn.

„Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“
„Þetta er frábær tilfinning, ég er ánægður að vera mættur aftur til Íslands eftir smá tíma í burtu. Þetta var sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti. Mér líður eins og við Þór þurftum á hvorum öðrum að halda,“ sagði Nikolas Tomsick, sem er snúinn aftur til Þórs Þorlákshafnar og lék með liðinu í 106-84 heimasigri gegn Hetti í kvöld.

Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík
ÍR vann sinn þriðja sigur í röð í Bónus-deildinni í körfuknattleik þegar þeir lögðu KR 97-95 í miklum spennuleik í Vesturbænum.

Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð
Þór Þorlákshöfn vann öruggan 106-84 sigur gegn Hetti í níundu umferð Bónus deildar karla. Höttur hefur nú tapað þremur leikjum í röð, eins og Þór hafði gert fyrir þennan leik.

Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér
Adomas Drungilas, Litháinn öflugi í toppliði Tindastóls í Bónus-deild karla í körfubolta, er að öllum líkindum á leið í leikbann. Það verður þó ekki strax og nær hann að spila tvo mikilvæga leiki við Keflavík áður en að því kemur.

Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur
Þór Þorlákshöfn hefur tryggt sér góðan liðsstyrk því félagið hefur endurheimt körfuboltamanninn öfluga Nikolas Tomsick. Samningur hans við félagið gildir út tímabilið.

Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast
Pavel Ermolinskij er kominn aftur á stjá eftir landsleikjahlé en hann ætlar áfram að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur.

Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara
Rithöfundurinn Halldór Armand var gestur í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi Extra en þar fór hann yfir klæðaburð þjálfara í Bónusdeildinni og einnig fékk þjálfari í Bónus-deild kvenna að fylgja með.

Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla
Fáir bandarískir leikmenn hafa sett jafna sterkan svip á íslenskan körfubolta og Rondey Robinson sem lék með Njarðvík á 10. áratug síðustu aldar. Í öðrum þætti Kanans var góðverk Rondeys rifjað upp.

„Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“
Komið er að leiðarlokum í samstarfi Hauka og þjálfarans Maté Dalmay. Greint var frá starfslokum hans í gær. Haukar eru á botni Bónus deildarinnar og segir Maté að álit manna hafi verið að fullreynt hafi verið með samstarfið.

Ákvað að yfirgefa KR
Króatíski körfuboltamaðurinn Dani Koljanin hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í samningi sínum við KR og yfirgefa félagið.

Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“
Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds hrósuðu ÍR-ingum eftir að þeir unnu Íslandsmeistara Valsmanna í fyrsta leiknum undir stjórn Borche Ilievski.

Maté hættir með Hauka
Körfuknattleiksdeild Hauka og Maté Dalmay, þjálfari liðsins, hafa komist að samkomulagi um að Maté muni hætta störfum sem þjálfari liðsins.

Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir
Í öðrum þætti Kanans í kvöld verður fjallað um sprenginguna sem varð á áhuga á körfubolta í upphafi tíunda áratugarins þegar NBA-æðið reið yfir og goðsögnin Michael Jordan varð stærsti íþróttamaður í heimi.

Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik
Stjörnumenn áttu fjóra leikmenn i íslenska landsliðinu sem vann frábæran útisigur á Ítalíu í undankeppni EM í síðustu viku. Þeir eru ennþá allir sjóðandi heitir.

Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum
Stjarnan vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í Bónus-deild karla í körfubolta. Lokatölur 124-82 í leik sem var í raun búinn í fyrri hálfleik.

Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“
Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sótti ekki aðeins mikilvægan sigur í Sláturhúsið í Keflavík í gær heldur bætti hann einnig leikjamet félagsins í úrvalsdeild karla.

Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik
Það var Tindastóll sem vann Álftanes 109-99 í 8. umferð Bónus-deildar karla, þegar tvö heitustu lið landsins mættust í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld.

„Við viljum að þetta verði ævintýri“
Endurkoma Borce Ilievski til ÍR fékk heldur betur draumabyrjun í kvöld þegar nýliðarnir lögðu Íslandsmeistara Vals í dramatískum leik 84-83. Borce sagði sjálfur að þetta yrði ævintýri og það verður að segjast eins og er að það var ævintýrabragur yfir þessum fyrsta leik.

Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga
Grindvíkingar byrjuðu leikinnbetur og tóku frumkvæðið. Devon Thomas og Deandre Kane fóru fyrir sínu liði og byrjuðu vel. Gestirnir komust mest átta stigum yfir í fyrsta leikhluta 14-22.

„Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“
Grindavík vann átta stiga útisigur gegn Keflavík 96-104. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var afar ánægður með sigurinn.

Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti
KR-ingar unnu þriggja stiga sigur gegn Hetti, 88-85, á Egilsstöðum í fyrsta leik kvöldsins í Bónus-deild karla í körfubolta.

Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna
ÍR tók á móti Val í Skógarselinu í kvöld í sínum fyrsta leik undir stjórn Borce Ilievski. Eftir að hafa tapað sjö fyrstu leikjum sínum í deildinni kom loksins sigur í síðasta leik. Annar sigurinn í röð staðreynd eftir dramatískar lokasekúndur.

Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum
Haukar eru stigalausir á botni Bónus deildar karla á meðan Njarðvík hefur gert það gott á tímabilinu.

Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur
Bikarmeistarar Keflavíkur hafa samið við Remu Raitanen sem hefur leikið rúmlega fjörutíu leiki fyrir finnska körfuboltalandsliðið.

Botnliðið fær landsliðsmann
Haukar virðast ætla að svara fyrir sig í botnbaráttu Bónus-deildar karla í körfubolta og hafa nú kynnt til leiks nýjan leikmann.

Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins
Kaninn var frumsýndur á Stöð 2 og Stöð 2 Sport um síðustu helgi og í fyrsta þætti var fjallað um komu fyrstu bandarísku leikmannanna í íslenskan körfubolta um miðbik áttunda áratugarins.

Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur
Körfuboltamaðurinn Dwayne Lautier-Ogunleye verður frá keppni í sex til átta vikur eftir að hafa handarbrotnað í leik gegn ÍR í Bónus-deild karla á dögunum.

Björgvin aftur í Breiðholtið
Körfuboltamaðurinn Björgvin Hafþór Ríkharðsson er orðinn leikmaður ÍR á nýjan leik en hann kemur til félagsins frá Grindavík.