

Bandaríkjamanninn Remy Martin vantaði í lið Keflavíkur þegar liðið tapaði 83-75 fyrir Hetti á Egilsstöðum í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Það hafði engin áhrif á gleði Héraðsbúa sem fögnuðu góðum sigri.
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var ánægður eftir 83-75 sigur á Keflavík á Egilsstöðum í kvöld. Frábær liðsheild Hattar, þar sem stigaskorið dreifðist mjög vel, lagði grunninn að sigrinum.
Stjarnan vann virkilega sterkan átta stiga sigur er liðið heimsótti Íslandsmeistara Tindastóls í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 78-84.
Jóhann Þór Ólafsson var ánægður með þriðja sigur Grindavíkur í röð í Subway-deild karla. Grindvíkingar lögðu Þórsara frá Þorlákshöfn á heimavelli sínum í kvöld.
Grindavík vann sigur á Þór frá Þorlákshöfn í háspennuleik í Grindavík í kvöld. Heimamenn voru yfir nær allan leikinn en spennan undir lokin var mikil.
Andri Már Eggertsson, Nabblinn, skellti sér til Keflavíkur á leikdegi og drakk í sig stemmninguna.
Nýliðar Álftaness unnu í gær fjórða leik sinn á tímabilinu í Subway deild karla í körfubolta en því hafa aðeins sex aðrir nýliðar náð í fyrstu sex leikjunum sínum á þeim 28 tímabilum sem úrvalsdeild karla hefur verið spiluð með núverandi fyrirkomulagi.
Daði Lár Jónsson hefur samið við Hauka um að klára tímabilið með liðinu í Subway deild karla í körfubolta.
Álftanes tók á móti Hamri í nýliðaslag í kvöld. Um fyrsta leik sjöttu umferðar í Subway deild karla var að ræða. Lokatölur urður 86-79 Álftanesi í vil og er liðið komið með fjóra sigurleiki í byrjun móts en Hamar er enn án sigurs.
„Þetta hafðist. Þetta voru frábærir þrír leikhlutar en svo stífleiki í fjórða,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, eftir nauman sjö stiga sigur gegn Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 86-79. Hann var sýnilega feginn að hafa landað sigrinum.
Nýliðarnir í Subway deild karla í körfubolta mætast í kvöld í Forsetahöllinni á Álftanesi en það hefur verið ólíkt gengið hjá liðum Álftaness og Hamars í fyrstu fimm umferðunum í vetur.
Jörð skelfur í Grindavík og eru íþróttirnar og leikmenn körfuboltaliðs félagsins ekki þeim undanskyldir. Mönnum gekk misvel að sofa í nótt.
Keflavík vann nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-86. Keflvíkingar voru búnr að kasta frá sér 15 stiga forskoti, en gerðu nóg til að landa sigrinum.
„Ég er svekktur, en ekki með að hafa tapað,“ sagði Mate Dalmay, þjálfari Hauka, eftir tap liðsins gegn Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld.
Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur í körfuboltanum, segir vel haldið utan um erlendu leikmennina í liðinu sem eru flestir að finna fyrir almennilegri jarðskjálftavirkni í fyrsta sinn á ævinni þessa dagana. Órói hefur gert vart um sig á svæðinu en Ólafur sjálfur er rólegur yfir stöðunni og svaf hann af sér skjálfta næturinnar.
Þór Þ. vann sterkan fimm stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-79. Þórsarar bundu þar með enda á þriggja leikja sigurgöngu Álftaness, en eru nú sjálfir búnir að vinna fjóra deildarleiki í röð.
Hamar tók á móti Hetti í Subway-deild karla í kvöld. Heimamenn voru fyrir leik, og eru enn, í leit að sínum fyrsta sigri eftir sigur gestanna frá Egilsstöðum.
Íslandsmeistarar Tindastóls eru komnir aftur á sigurbraut eftir sigur á Breiðablik í Subway deild karla í körfubolta í kvöld.
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var kampakátur þegar hann kom til tals við blaðamann eftir sigur Stjörnunnar gegn toppliði Vals í 5. umferð Subway deildar karla.
Jordan Semple var stigahæsti maður Þórsara er liðið vann nauman fimm stiga sigur gegn nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld.
Njarðvíkingar tóku á móti nágrönnum sínum í Grindavík þegar flautað var til leiks í fimmtu umferð Subway-deildarinnar í Ljónagryfjunni í kvöld. Fór það svo að Grindavík stóð uppi sem sigurvegari eftir magnaðan endasprett heimamanna.
Valur tók á móti Stjörnunni í 5. umferð Subway deildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 77-86 gestasigri eftir sterkan seinni hálfleik hjá Stjörnunni. Valsmenn missa þar af leiðandi toppsætið í deildinni.
Í Subway Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið skapaðist umræða um bandarískan leikmann Keflvíkinga, Remy Martin en hann átti afleitan fjórða leikhluta gegn Stjörnunni í 4. umferð deildarinnar.
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var harðorður í viðtali eftir leik liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta síðastliðinn fimmtudag. Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, var sammála ummælum Viðars um dómara leiksins.
Stjörnumaðurinn Ægir Þór Steinarsson hefur verið magnaður það sem af er tímabili í Subway-deild karla í körfubolta. Í síðasta þætti Körfuboltakvölds var rætt við Pétur Ingvarsson, þjálfara Keflavíkur, og farið yfir hvernig hann ætlaði að reyna stöðva Ægi Þór.
„Hann endaði með 29 stig, níu þriggja stiga körfur. Þetta er alvöru skotmaður,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um Osku Simana Heinonen sem hóf óvænt leik Hauka og Hamars á varamannabekknum. Það og viðtal Maté Dalmay, þjálfara Hauka, var til umræðu í síðasta þætti.
Helgi Rafn Viggósson, leikmaður Íslandsmeistara Tindastóls, lagði skóna á hilluna á dögunum eftir 22 ára feril með Stólunum. Strákarnir í Körfuboltakvöldi ræddu um magnaðan feril Helga í síðasta þætti og Teitur Örlygsson fagnar því að fá loksins fersk svartfuglsegg á ný.
Valur hafði betur gegn Íslandsmeisturum Tindastóls í Síkinu á Sauðárkróki í stórleik helgarinnar í Subway-deild karla í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.
Fjórða umferð Subway deildar karla í körfubolta lýkur í kvöld með risaleik Íslandsmeistara Tindastóls og bikarmeistara Vals í Síkinu á Sauðárkróki. Það er óhætt að Valsmönnum hafi gengið vel í Síkinu síðustu tólf mánuði.
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, lýsti ánægju með margt í leik síns liðs þrátt fyrir 83-84 tap fyrir Þór Þorlákshöfn á Egilsstöðum í kvöld. Hann var hins vegar ósáttari við dómara leiksins.