

ÍR-ingar unnu ellefu stiga sigur gegn Vestra í lokaumferð Subway-deildar karla í kvöld, 92-81.
Njarðvík er deildarmeistari eftir fimm stiga sigur á Keflavík í 22. umferð Subway-deildar karla. Önnur úrslit voru Keflavík óhagstæð sem þýddi að Keflavík missti heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Hörður Axel Vilhjálmsson gat þó glaðst yfir því að hann bætti met Justin Shouse og er Hörður orðinn stoðsendingahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildar karla.
Valur vann mjög góðan sigur á grönnum sínum í KR fyrr í kvöld 54-72 í lokaumferð Subway deildar karla. Valur skellti í lás í vörn sinni og sigldi heim góðum sigri sem færði þá upp í þriðja sæti deildarinnar. KR getur talist heppið en flautukarfa sem tryggði Stjörnunni sigur á Breiðablik tryggði KR sæti í úrslitakeppninni.
Pétur Ingvarsson verður áfram í brúnni hjá karlaliði Breiðabliks í körfubolta. Breiðablik sem var nýliði í deildinni á yfirstandandi leiktíð missti á einkar svekkjandi hátt af sæti í úrslitakeppni Subway-deildarinnar í kvöld.
Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var ánægður með sigur sinna manna gegn föllnum Þórsurum frá Akureyri í kvöld.
Þór frá Þorlákshöfn vann nokkuð þægilegan sigur á Grindavík í lokaumferð Subway-deildarinnar í kvöld. Liðin mætast í einvígi í 8-liða úrslitum sem hefst í næstu viku.
Lárus Jónsson sagði lítið að marka úrslitin í leiknum gegn Grindavík í kvöld enda heimaliðið án tveggja sterkra leikmmanna. Hann sagði Þórsara ekki geta verið alltof ósátta þó deildarmeistaratitillinn hafi runnið úr þeirra greipum.
Njarðvík tryggði sér deildarmeistaratitilinn með sigri á Keflavík 98-93. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með árangurinn í deildarkeppninni sem skilaði efsta sætinu.
Finnur Freyr var ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld og var stoltur af árangri liðsins þennan vetur. Valur lagði KR 54-72 á Meistaravöllum í lokaumferð Subway deildar karla.
Breiðablik þarf að bíta í hið margfræaga súra epli að sitja eftir með sárt ennið og fara ekki í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta karla þetta árið. Þetta varð ljóst eftir 105-107 tap Blika gegn Stjörnunni en liðin áttust við í lokaumferð deildarkeppninnar í Smáranum í Kópavogi í kvöld.
Keflvíkingurinn Hörður Axel Vilhjálmsson verður stoðsendingahæsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildar karla um leið og hann gefur næstu stoðsendingu.
Lokaumferð Subway-deildar karla fer fram í kvöld og þá kemur í ljós hvaða lið verður deildarmeistari, hvað verður síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og hvaða lið munu mætast í átta liða úrslitum hennar.
Isaiah Manderson átti sinn besta leik fyrir KR þegar liðið vann Þór á Akureyri á sunnudaginn. Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds eru samt langt frá því að vera hrifnir af leikmanninum.
Eftir að hafa verið einn albesti leikmaður efstu deildar Íslands í körfubolta síðustu tvö tímabil hefur Dominykas Milka ekki náð að láta ljós sitt skína eins vel í vetur. Litháinn var til umræðu í Subway Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gær.
Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur var nokkuð rólegur eftir átta stiga tap gegn Keflavík í kvöld og sá greinilega ýmsa ljósa punkta í leik sinna manna. Grindavík hittu afleitlega í kvöld en voru þó í góðum séns undir lokin þar sem þeir minnkuðu muninn í fimm stig. Leiknum lauk þó 78-70 Keflavík í vil.
Keflavík vann góðan átta stiga sigur á grönnum sínum frá Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Grindavík getur ekki náð Keflavík en aðeins ein umferð er nú eftir áður en úrslitakeppnin hefst.
Þjálfari Stjörnunnar, Arnar Guðjónsson, var að sjálfsögðu ánægður með sigur sinna manna í kvöld á Vestra 99-66 í Ásgarði.
Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistara Þór Þorlákshöfn á útivelli í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn kemur Tindastól í góða stöðu varðandi heimavallarrétt í úrslitakeppninni.
Stjarnan vann þægilegan sigur á föllnu liði Vestra er þau mættust í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld.
„Mér líður bara mjög vel eftir þennan. Hrikalega góð frammistaða á erfiðum útivelli þannig að ég er sáttur,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, eftir virkilega sterkan fimm stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í kvöld.
Þór Akureyri og KR mættust í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta á Akureyri í kvöld.
Valur vann 96-88 sigur þegar liðið fékk Breiðablik í heimsókn í Origo-höllina að Hlíðarenda í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta karla í kvöld.
KR vann nauman sigur á Þór Akureyri fyrir norðan í kvöld, 91-93.
Reynslusigur Njarðvíkur í Seljaskóla í kvöld og enn einn leikurinn sem ÍR kastar frá sér í Subway deildinni í körfubolta.
ÍR-ingar sýndu það svo sannarlega í kvöld að þeir voru að berjast fyrir síðasta sætinu í úrslitakeppni Subway-deildarinnar í vor.
Valur vann toppslaginn gegn Haukum í Subway-deild kvenna 73-65. Þetta var annar leikurinn í röð sem Haukar tapa eftir að hafa unnið VÍS-bikarinn. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.
Njarðvíkingar tóku á móti nýkrýndum bikarmeisturum Stjörnnunnar með það markmið að minnka forskot Þórs Þorlákshafnar á toppi Subway-deildar karla og bæta fyrir stóran skell í síðasta leik liðsins í Ljónagryfjunni.
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með átta stiga sigur á bikarmeisturum Stjörnunnar 91-83.
EC Matthews var hetja Grindavíkur í kvöld en hann tryggði liðinu sigur með flautukörfu gegn ÍR í Subway-deildinni. Von ÍR um sæti í úrslitakeppninni er afar veik eftir tapið.
„Þetta var bara villa. Hann er með lítinn skurð á enninu sem blæðir úr þannig að það segir allt sem segja þarf,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari ÍR sem vildi villu í síðustu sókn ÍR í tapleiknum gegn Grindavík í kvöld.