Ekki henda! Ég hef oft orðið vitni að því þegar stofnanir eða fyrirtæki ákveða að fríska upp á útlitið með því að henda hinu gamla og kaupa allt nýtt inn. Skoðun 15. ágúst 2024 16:31
Ofurskvísur heimsins í íslenskri skóhönnun Áhrifavaldar Danmerkur flykktust að þegar hönnuðurinn Katrín Alda frumsýndi nýja KALDA skólínu í Kaupmannahöfn á tískuvikunni og andrúmsloftið einkenndist af hátískustemningu. Blaðamaður var á svæðinu og ræddi við Katrínu Öldu. Tíska og hönnun 13. ágúst 2024 18:00
Blake Lively umdeild forsíðustúlka septemberblaðsins Súperstjarnan og leikkonan Blake Lively prýðir forsíðu septemberblaðs Vogue sem er jafnframt alltaf stærsta útgáfa ársins hjá tímaritinu. Forsíðan minnir á gamaldags Hollywood glamúr og hafa netverjar tjáð skiptar skoðanir á þessu vali. Lively hefur sömuleiðis verið gagnrýnd fyrir markaðssetningu á nýrri kvikmynd sem hún fer með aðalhlutverk í. Lífið 13. ágúst 2024 13:30
Sól meðal tískuhönnuða erlendis sem vert er að fylgjast með Fatahönnuðurinn Sól Hansdóttir vakti mikla athygli fyrir sýningu sína á Tískuvikunni í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Forsvarsmenn hátíðarinnar völdu Sól sem ein af þeim hönnuðum sem áhugavert er að fylgjast með og hún sýndi hönnun sína í arkítektúr- og hönnunarmiðstöðinni Blox við höfnina. Tíska og hönnun 13. ágúst 2024 07:01
Kærustupar og tískusálufélagar gefa út einstaka fatalínu „Við höfum þekkst í um fimmtán ár og erum við fyrst og fremst bestu vinir. Við vinnum vel saman, virðum skoðanir hvors annars og á milli okkar ríkir mikið traust,“ segir parið Díana Breckmann og Bjarki Geirdal. Þau voru að fara af stað með fatamerki undir nafninu Harajuku Appparel. Blaðamaður ræddi við Díönu. Tíska og hönnun 12. ágúst 2024 14:00
Tískugyðjur komu saman í Kaupmannahöfn Það var hátísku líf og fjör í Kaupmannahöfn í síðastliðinni viku þar sem hin sívinsæla tískuvika fór fram. Vikan var stærri en nokkru sinni fyrr og sóttu stórstjörnur á borð við Pamelu Anderson sýningarnar og tóku púlsinn á norrænu tískunni. Tíska og hönnun 12. ágúst 2024 11:01
Klæðir sig upp til að komast í betra skap Tískuspekúlantinn Haukur Ísbjörn sér um hlaðvarpið Álhattinn ásamt vinum sínum en þar er því gjarnan varpað fram að hann sé einn best klæddi maður landsins. Haukur sækir innblástur til tíunda áratugarins, nýtir hvert tækifæri sem gefst til þess að klæða sig upp og er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 3. ágúst 2024 11:30
Halla fann efnið í New York Halla Tómasdóttir kom að máli við Björgu Ingadóttur fatahönnuð í byrjun júní í því skyni að fá Björgu til að hanna kjóla fyrir innsetningarathöfn sína. Svo fór að Björg hannaði tvo kjóla fyrir daginn, en Halla fann efnið í annan þeirra í New York. Lífið 2. ágúst 2024 14:30
Kjóllinn sérsaumaður fyrir athöfnina Kjóll Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, sem hún klæddist á innsetningarathöfn hennar í dag, var sérsaumaður af Björgu Ingadóttur. Lífið 1. ágúst 2024 18:15
Tískan á Ólympíuleikunum Sumarólympíuleikarnir 2024 verða settir með pomp og prakt í dag í París. Tískurisinn Louis Vuitton tók forskot á sæluna og bauð í fyrirpartý fyrir leikana í gær í höfuðstöðvum sínum þar sem stórstjörnur, hátískubransinn og atvinnu íþróttafólk kom saman í sínu alflottasta pússi. Tíska og hönnun 26. júlí 2024 11:31
„Smávægileg martröð“ að vinna fyrir Olsen systurnar Fyrrverandi starfsmaður Olsen tvíburasystranna lýsir því að vinna með þeim sem „smávægilegri martröð.“ Ástæðan sé sú að þær tali ákaflega lágt á fundum, svo lágt að það gekk yfirleitt betur að fylgjast með handahreyfingum þeirra. Lífið 25. júlí 2024 13:56
Finnst yfirleitt erfitt að klæða sig upp Margrét Einarsdóttir búningahönnuður hefur komið víða að og sér meðal annars um klæðaburð karakteranna í stórmyndinni Snertingu. Tíska hefur alltaf verið stórt áhugamál hjá henni og er auðvitað órjúfanlegur hluti af hennar lífi en Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 20. júlí 2024 11:31
Tískuheimurinn í London setti sterkan svip á stílinn Samfélagsmiðlastjórinn og laganeminn Hekla Gaja Birgisdóttir segir klæðaburðinn hennar helstu listrænu útrás í mjög praktísku námi en hún varð ástfangin af fjölbreytileika tískunnar þegar hún bjó í London. Hún er með einstakan og öðruvísi stíl, verslar mikið notuð föt og er óhrædd við sterka og áberandi liti. Hekla Gaja er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 13. júlí 2024 11:31
„Í smávegis vegferð að líta á ADHD-ið mitt sem fallegan hlut“ Söngkonan og fagurkerinn Viktoría Kjartansdóttir er nýflutt heim frá París og vinnur nú við kvikmyndagerð. Hún var að ljúka verkefni sem þriðji aðstoðarleikstjóri í þáttum um Vigdísi Finnbogadóttur sem Vesturport framleiðir. Viktoría er stöðugt á ferðinni og því alltaf með ýmislegt í töskunni sinni en hún opnar tösku sína fyrir lesendum Vísis hér í fasta liðnum Hvað er í töskunni? Tíska og hönnun 9. júlí 2024 20:01
Myndaveisla: Aron Can, Issi og Patti í tískupartýi ársins Síðastliðinn fimmtudag kynnti 66°Norður nýju samstarfslínu sína við íslenska fatamerkið Reykjavik Roses. Tilhlökkun tískuunnenda var gríðarleg og mikil röð myndaðist upp Laugarveginn fyrir opnun. Tíska og hönnun 8. júlí 2024 20:00
Alltaf sótt í orku og gleði í klæðaburði Ofurþjálfarinn og glæsikvendið Lóló Rósenkranz er með einstakan og litríkan stíl sem vekur athygli en appelsínugulur er hennar uppáhalds litur. Lóló er á stöðugri hreyfingu, er með fólk í einkaþjálfun í World Class, starfar sem fararstjóri hjá Úrval útsýn, kennir pílates og skriðsund svo eitthvað sé nefnt og er sömuleiðis dugleg að klæðast skemmtilegum íþróttafatnaði. Lóló er viðmælandi í Tískutali. Tíska og hönnun 6. júlí 2024 07:00
Götutíska fyrir íslenskar aðstæður 66°Norður og Reykjavík Roses kynna nýja samstarfslínu í verslun 66°Norður á Laugavegi klukkan 18 í dag. Lífið 4. júlí 2024 07:19
Gyðjusamkoma með glæsilegum gellum Sóley Organics hélt á dögunum draumkennda gyðjusamkomu í þema Miðsumarsdraums í húsnæði fyrirtækisins á Hólmaslóð 6. Áhrifavaldar og aðrar glæsikonur borgarinnar voru meðal gesta og bauð sumarið upp á sitt allra besta veður. Lífið 3. júlí 2024 14:01
Vann til margra verðlauna fyrir stól sem slær í gegn „Eftir margra ára erfiðisvinnu og enn meiri ákefð síðasta árið þar sem nærri hver dagur, kvöld og oft nótt hefur verið eytt í þetta er það bara frábært að fá viðurkenningu úr mismunandi áttum. Við erum bæði svo þakklát að hönnunargeirinn sjái okkur og vinnuna sem við höfum lagt í þetta,“ segir húsgagnasmiðurinn Jón Hinrik Höskuldsson sem var að ljúka meistaranámi í Kaupmannahöfn og vann til eftirsóttra verðlauna. Tíska og hönnun 2. júlí 2024 09:47
„Með 40 prósent af óþarfa með mér og virðist ekki læra af því“ Ljósmyndarinn Elísabet Blöndal er vön því að vera á ferðinni og sökum vinnu sinnar er hún gjarnan með bæði stórar og þungar töskur með sér. Hún opnar tösku sína fyrir lesendum Vísis í fasta liðnum Hvað er í töskunni? Tíska og hönnun 1. júlí 2024 20:01
„Ekki fylgja hverju einasta tískutrendi“ Markaðsstjórinn og tískuunnandinn Tania Lind Fodilsdóttir elskar takmarkaleysi tískunnar og eru einstakar og áberandi flíkur í miklu uppáhaldi hjá henni í bland við stílhreinan klæðaburð. Tania Lind er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 29. júní 2024 11:31
Enn að ná sér niður eftir að hafa hitt Miuccia Prada Feðginin Anna María Þorsteinsdóttir og Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson eru bæði tvö miklir tískuunnendur. Í vor barst þeim draumaboð á tískusýningu risans Prada og þurftu þau ekki að hugsa sig tvisvar um þó að þeim hafi reynst mis erfitt að velja klæðnað fyrir þennan stóra viðburð. Blaðamaður ræddi við Önnu Maríu um þennan eftirminnilega dag, þar sem þau rákust meðal annars á hin einu sönnu Miuccia Prada og Raf Simons. Tíska og hönnun 27. júní 2024 11:31
Leyfir bumbunni að njóta sín á meðgöngunni Fyrirsætan og förðunarmógúllinn Hailey Bieber er tískufyrirmynd margra en tæplega 53 milljónir fylgja henni á samfélagsmiðlinum Instagram. Hailey og Justin Bieber eiginmaður hennar eiga von á barni og hefur meðgöngustíll hennar vakið mikla athygli, þar sem hún fer eigin leiðir og er ótrúlega smart. Tíska og hönnun 26. júní 2024 14:00
Sjóðheit trend beint af tískupallinum í París Tískurisinn Chanel afhjúpaði nýja hátískulínu sína fyrr í dag á glæsilegri sýningu í óperuhúsinu Palais Garnier í París. Tíska og hönnun 25. júní 2024 14:30
Farðu ljómandi í sumarið! Halló sólardýrkendur! Við erum með spennandi nýjungar sem munu láta húðina þína og daginn ljóma bjartar en nokkru sinni fyrr! Kynntu þér nýjustu vörurnar frá Hello Sunday sem hannaðar eru til að gefa þér sólkysstan ljóma á meðan þær vernda húðina með bestu SPF formúlunum! Lífið samstarf 25. júní 2024 11:24
Skvísuviðburður þar sem hátískuflíkum rigndi yfir gesti Fatamarkaður Regn var haldinn með pomp og prakt um síðastliðna helgi á Hafnartorgi þar sem tískuunnendur, skvísur landsins og nokkrir hundar sameinuðust í að skoða ýmsar gersemar. Regn er forrit sem endurselur notuð föt og ákváðu forsvarskonur Regn að færa þetta frá skjánum yfir í raunheima um stund. Tíska og hönnun 25. júní 2024 10:35
Fyrirsætan Alessandra Ambrosio hitti Rúrik á Íslandi Brasilíska ofurfyrirsætan Alessandra Ambrósio hefur verið á ferðalagi um Ísland síðastliðna daga. Ambrósio er hvað þekktust fyrir að ganga pallana á árlegri tískusýningu fyrir nærfatarisann Victoria's Secret. Lífið 24. júní 2024 16:24
Þotulið listagyðja fögnuðu að sænskum stíl Margar af ofurskvísum landsins komu saman síðastliðið miðvikudagskvöld í svokallaðri Miðsumar veislu Ginu Tricot, Essie og Elísabetar Gunnars en viðburðurinn dregur innblástur til Midsommer hátíðarinnar sem haldin er um öll Norðurlönd. Tíska og hönnun 24. júní 2024 12:51
Er ósigrandi á sviði og sækir orkuna niður í jörð „Ég er smá filterslaus á sviði. Þegar þessi orka kemur inn þá er ekki neitt til þess að fela sig á bak við. Það hefur kannski líka komið mér í vandræði en að mestu leyti er það rosalega jákvætt því einlægnin er lykilinn,“ segir tónlistarkonan Agnes Björt Andradóttir sem flestir þekkja úr hljómsveitinni Sykur. Blaðamaður ræddi við Agnesi um listina, lífið, æskuna, uppbyggingu og fleira en hún fagnar sömuleiðis 33 ára afmæli sínu í dag. Tónlist 23. júní 2024 07:01
„Ef ég væri ekki prestur væri gaman að vera poppstjarna“ Presturinn og verðandi biskup Íslands sr. Guðrún Karls Helgudóttir er með glæsilegan og einstakan stíl og segir tískuna mikilvægt tjáningarform fyrir sér. Hún þekkir stíl sinn vel, veit upp á hár hverju hún vill klæðast og er hrifin af íslenskri hönnun. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir er viðmælandi í Tískutali. Tíska og hönnun 22. júní 2024 07:01