Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Chalamet syngur sem Bob Dylan í nýrri stiklu

Bandarísk-franski stórleikarinn Timothée Chalamet sést í hlutverki ungs Bob Dylan í stiklu fyrir lífshlaupsmyndina A Complete Unknown, sem er sögð munu fjalla um stór kaflaskil á ferli Dylans þegar hann færði sig úr hefðbundinni þjóðlagatónlist, stakk rafmagnsgítarnum í samband og byrjaði að spila rokk.

Lífið
Fréttamynd

Four Tops söngvarinn Abdul „Duke“ Fakir látinn

Söngvarinn Abdul „Duke“ Fakir, sem söng með Motown-hópnum Four Tops, er látinn 88 ára að aldri. Four Tops-hópurinn var þekktastur fyrir lögin Reach Out I'll Be There og I Can't Help Myself (Sugar Pie Honey Bunch). 

Tónlist
Fréttamynd

Um­ræða um feðra­veldi og karl­rembu skekur djassbransann

„En þetta er svo barnalegt. Þetta er svo mikill sandkassaleikur. Þetta er engum til framdráttar og svo sannarlega ekki að efla hið litla samfélag sem jazzsenan er. Þessi eilífa sundrung og barátta um kökuna mun ekki bæta stöðu jazzsenunnar og er örugglega ástæða þess að við erum margra áratuga eftirbátar frænda okkar á hinum Norðurlöndunum. Er ekki mál að linni? Er ekki kominn tími til að taka á honum stóra sínum og hætta að vera oggupínulítill karl?“

Menning
Fréttamynd

Ó­vænt að heyra að fólkið á LungA hafi alist upp við Hjalta­lín

Hljómsveitin Hjaltalín kom fram sem síðasta atriði síðustu LungA-tónlistarhátíðarinnar sem fór fram núliðna helgi eftir langt hlé hljómsveitarinnar. Sigríður Thorlacius, söngkona Hjaltalín, segir tækifærið hafa komið á hárréttum tíma og útilokar ekki að hljómsveitin komi fram að nýju. 

Tónlist
Fréttamynd

Hugar­á­stand snýr aftur

Plötusnúðatvíeykið Hugarástand, sem samanstendur af þeim Frímanni Andréssyni og Arnari Símonarsyni, snýr aftur um helgina. Þeir hafa ekki spilað saman opinberlega síðan árið 2016.

Lífið
Fréttamynd

Gísli Pálmi í fót­bolta með Barry Keoghan

Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson birti mynd af sér og írska stórleikaranum Barry Keoghan á Instagram í gær þar sem þeir voru í fótbolta saman. Félagarnir, sem eru báðir búsettir í Lundúnum, hittast á vikulegum fótboltaæfingum.

Lífið
Fréttamynd

Falska söng­konan á leið í með­ferð

Ingrid Andress, kántrísöngkonan sem flutti Bandaríska þjóðsönginn fyrir stjörnuleik bandarísku hafnaboltadeildarinnar í Texas í gær og hlaut vægast sagt dræmar undirtektir, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hún segist ætla í meðferð eftir atburði gærdagsins. 

Lífið
Fréttamynd

Tónleikaferðalagið í vaskinn eftir um­mæli um Trump

Tónleikaferðalag tvíeykisins Tenacious D, sem samanstendur af þeim Jack Black og Kyle Gass, er á enda eftir að sá síðarnefndi gerði grín að banatilræðinu við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda.

Lífið
Fréttamynd

Dægra­stytting í heimsfaraldri upp­skar ó­vænta frægð

Systurnar og fiðluleikararnir Þórdís Emilía og Björney Aronsdætur halda uppi svokallaðri fiðludagbók á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem þær sýna myndefni frá æfingum sínum. Dagbókin hefur vakið athygli tónlistarunnenda hvaðanæva úr heiminum en fylgjendur þeirra eru sem stendur nærri sextíu þúsund talsins og myndböndin þeirra hlaupa mörg á hundruðum þúsunda áhorfa.

Lífið
Fréttamynd

Sumarsmellur sam­kvæmt læknis­ráði

„Ég hef setið lengi á þessu lagi, en ég elska að gera lög sem hafa mikla orku og eru peppandi, sérstaklega inn í sumarið sem er uppáhalds árstíðin mín,“ segir tónlistarmaðurinn og læknirinn Victor Guðmunsson, sem er þekktur undir listamannsnafninu Doctor Victor, um nýja sumarsmellinn Your Light sem kom út í dag. 

Lífið
Fréttamynd

Iceguys dansandi í hand­járnum

Það er mikið um að vera hjá strákasveitinni Iceguys ef marka má Instagram hjá meðlimunum síðastliðna daga. Þar hafa þeir meðal annars gefið til kynna að von sé á nýju efni úr smiðju strákanna 19. júlí næstkomandi. 

Tónlist
Fréttamynd

Retro Stefson koma aftur saman

Hljómsveitin Retro Stefson hefur verið starfrækt frá árinu 2006 en þó ekki komið opinberlega fram sem sveit í átta ár. Nú er það að breytast en fréttamaður hitti á nokkra meðlimi sveitarinnar og fékk að heyra frá risastórri tilkynningu. 

Tónlist
Fréttamynd

Ye sagðist vera hættur í tón­list

Fyrr í kvöld birti rapparinn Rich the kid skjáskot af skilaboðum sem hann hafði fengið frá Ye, áður Kanye West, þar sem hann sagðist ætla hætta hafa tónlist að atvinnu. Kvaðst hann ekki vita hvað tæki við. Nokkrum klukkustundum síðar tilkynnti Rich the kid svo um það að Ye væri meðflytjandi á plötu hans sem kemur út á föstudaginn.

Lífið
Fréttamynd

Stofnandi Stealers Wheel látinn

Skoski tónlistarmaðurinn Joe Egan er látinn, 77 ára að aldri. Tilkynnt var um andlát hans á sunnudag. Joe Egan var annar tveggja stofnmeðlima hljómsveitarinnar Stealers Wheel, sem gerði garðinn frægan með laginu Stuck in the middle with you.

Lífið
Fréttamynd

Portú-galin stemning hjá Villa Netó

Listamaðurinn Villi Neto gaf út plötuna Portú Galinn síðastliðinn föstudag og hélt að því tilefni útgáfupartý fyrir sig og sína á Prikinu. Fræga fólkið lét sig ekki vanta og var landsleikur Portúgals og Frakklands hluti af dagskránni.

Tónlist