Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Heimildaþáttaröð um Janet Jackson

Ný heimildarþáttaröð um goðsögnina Janet Jackson er komin inn á Stöð 2+. Janet þarf vart að kynna en hún er yngsti meðlimur Jackson fjölskyldunnar. Hún hefur heldur betur sett sitt mark á tónlistarsöguna og hefur unnið til fjölda verðlauna.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Hipsumhaps færði Votlendissjóði 400.000 krónur

Hljómsveitin Hipsumhaps hefur afhent Votlendissjóði 400.000 krónu stuðning til endurheimtar votlendis. Hér er um að ræða afrakstur sölu á stafrænum eintökum af síðustu plötu Hipsumhaps sem ber nafnið „Lög síns tíma.”

Lífið
Fréttamynd

Raddirnar öskra á okkur að stoppa

Nýlega kom út nýtt lag frá SONUR en lagið ber heitið, Moving Fast. Lagið fjallar um hvað allt er að líða svo hratt og að ef við höldum áfram að troða á móðir náttúru munum við ekki eiga mikinn tíma eftir á þessari jörðu.

Albumm
Fréttamynd

Tileinkaði fyrrverandi eiginmanni sínum sigur skilnaðarplötunnar

Adele kom sá og sigraði á Brit verðlaunaafhendingunni í gær þegar hún sigraði þrjá af fjórum stóru flokkunum. Hún vann sem besti listamaðurinn, besta platan og besta lagið fyrir Easy on me. Einnig stal demantshringur á baugfingri hennar sviðsljósinu og eru margir að velta því fyrir sér hvort um trúlofunarhring sé að ræða.

Lífið
Fréttamynd

Gruggugir ormar í jaðar rokki

Hljómsveitin Ormar skilgreinig sig sem jaðar-grugg rokksveit (e.grunge). Þau segja rokk merina vera á fleygiferð þessa dagana en þau hafa sett hnakkinn á og stigið aftur á bak með sínu fyrsta lagi, sem heitir einmitt „Aftur á bak“.

Tónlist
Fréttamynd

Silfurtónar fá nýtt líf í Verbúðinni

Þjóðin er límd við imbakassann alla sunnudaga og horfir á vinsælustu sjónvarpsseríu okkar Íslendinga, Verbúðina. Þættirnir eru einstaklega vel heppnaðir og er virkilega gaman að sjá hið Íslenska líf á níunda áratugnum. Höfundar þáttanna eru þau Nína Dögg Filippusdóttir Gísli Örn Garðarsson og Björn Hlynur Haraldsson en Mikael Torfason er meðhöfundur.

Albumm
Fréttamynd

Afhjúpa lögin tíu annað kvöld

Lögin í Söngvakeppninni 2022 verða afhjúpuð í sérstökum sjónvarpsþætti annað kvöld á RÚV. Í þættinum verður fjallað um höfunda og flytjendur laganna og spiluð brot úr þeim.

Lífið
Fréttamynd

MIKA kynnir Eurovision í ár

Breski söngvarinn MIKA sem gerði garðinn frægan með laginu Grace Kelly verður einn af kynnum Eurovision hátíðarinnar 2022. Ásamt honum verða ítalska söngkonan Laura Pausini og ítalski þáttastjórnandinn Alessandro Cattelan kynnar en keppnin fer fram á Ítalíu.

Lífið
Fréttamynd

LÓN og RAKEL gefa út lagið Runaway

Meðlimir LÓNS kalla sig sveitapabba í útlegð í úthverfunum en þessir þjóðþekktu tónlistarmenn, Valdimar Guðmundsson, Ásgeir Aðalsteinsson og Ómar Guðjónsson, vildu láta reyna á rólegri hljóðheim með þessu nýja verkefni.

Albumm
Fréttamynd

Vilja eins metra regluna burt

Tónlistarmenn segja nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa verið vonbrigði. Ótækt sé að halda tónleika eins og núgildandi takmörkunum er háttað og eins metra regluna vilja þeir burt.

Innlent