Líkur á að öflugustu flugeldarnir hverfi í skýjabreiðu Rigningarsudda er spáð á höfuðborgarsvæðinu á gamlárskvöld að sögn veðurfræðings. Þá verður lágskýjað svo útlit er fyrir að öflugustu flugeldarnir fari upp fyrir ský og springi þar. Vindurinn verði þó hæfilegur til að blása svifryki í burtu. Innlent 28. desember 2019 13:00
Rigning sunnanlands en snjókoma norðantil Skil ganga yfir landið í dag með rigningu sunnan- og austanlands, en snjókomu eða slyddu um norðan- og norðvestanvert landið. Innlent 28. desember 2019 07:28
Gular viðvaranir, spillibloti og allt að 40 m/s Þá má gera ráð fyrir umhleypingasömu veðri næstu daga en hvassviðri og væta tekur á móti Íslendingum á nýja árinu sem er handan við hornið. Innlent 27. desember 2019 07:01
Fólk fylgist með veðurspám fyrir ferðalög Spáð er hlýnandi veðri næstu daga þó hlýindin séu ekki mjög mikil. Innlent 26. desember 2019 08:30
Bjartur og kaldur jóladagur í kortunum Næstu daga er útlit fyrir hlýnandi veður og úrkomu, fyrst slyddu og síðar rigningu. Innlent 25. desember 2019 08:11
Kólnar með kvöldinu Búast má við björtu Aðfangadagsveðri á norður- og suðausturlandi. Innlent 24. desember 2019 08:17
Byrjað að opna vegi og jólaveðrið lítur vel út Búið er að opna þjóðveg 1 um Ljósavatnsskarð samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Innlent 23. desember 2019 06:54
Ljósavatnsskarð ekki mokað fyrr en í fyrsta lagi á morgun Þjóðvegur 1 um Ljósavatnsskarð er enn lokaður og ekki verður athugað með mokstur fyrr en klukkan sex í fyrramálið. Innlent 22. desember 2019 17:21
Hætta á frekari rafmagnstruflunum Hátt þrjú hundruð manns á vegum RARIK hafa nú í tæpan hálfan mánuð unnið dag og nótt við að reyna að halda dreifikerfinu gangandi. Innlent 22. desember 2019 14:00
Greiðfært á Suðausturlandi en ökumenn beðnir um að fara varlega Opnað var fyrir umferð um veginn frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni um níu leytið í dag. Innlent 22. desember 2019 10:59
Varað við slæmu veðri og vetrarfærð víða um landið Nokkrar leiðir á landinu norðanverðu eru lokaður vegna veðurs, færðar og snjóflóðahættu. Innlent 22. desember 2019 07:26
Veginum um Ljósavatnsskarð lokað til morguns Tekin hefur verið ákvörðun um að loka þjóðvegi 1 sem liggur í gegnum Ljósavatnsskarð. Reikna má með að vegurinn verði lokaður til klukkan tíu á morgun. Innlent 21. desember 2019 22:38
Stórhríð vel fram á morgundaginn fyrir norðan Mikið óveður hefur gengið yfir landið í dag sem hefur valdið lokunum á vegum og rafmagnstruflunum. Búast má við stórhríð í kvöld og á morgun. Innlent 21. desember 2019 20:15
Búist við frekari rafmagnstruflunum - ástandið viðkvæmt Mikill viðbúnaður er bæði hjá Landsneti og RARIK vegna versnandi veðurs en rafmagn fór af um tíma á Húsavík og þar um kring í morgun. Búast má við frekari truflunum á rafmagni í dag. Innlent 21. desember 2019 12:03
Vona að rafmagn verði komið í lag á Húsavík fyrir hádegi Rafmagnslaust varð á Húsavík í morgun og er unnið að því að koma rafmagni aftur á. Innlent 21. desember 2019 10:15
Óboðlegt að íbúar verði innlyksa án rafmagns og hita sólarhringum saman Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, eða SSNV, segir það ástand sem hafi skapast í landshlutanum í óveðrinu fyrr í mánuðinum, vera óviðunandi. Stjórnvöld, stofnanir og aðrir sem eigi hlut að máli verði að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja ástand sem þetta skapist ekki aftur. Innlent 21. desember 2019 10:00
Gul viðvörun um mest allt land og vegum lokað víða Vegagerðin segir að búast megi við því að Hringveginum á Suðausturlandi verði lokað í dag og þá til miðnættis í kvöld en færð fer versnandi víðast hvar á landinu nema suðvesturhorninu. Innlent 21. desember 2019 08:05
Vegir víða lokaðir vegna veðurs Vegir víða á Norðurlandi og Austurlandi eru lokaðir vegna veðurs. Víðast hvar er vetrarfærð um land allt, mjög víða skafrenningur og hálka eða snjóþekja, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Innlent 20. desember 2019 21:34
Opnað fyrir umferð um Ljósavatnsskarð Búið er að opna fyrir umferð á hringveginum í gegnum Ljósavatnsskarð. Það er þó gert með fyrirvara enda snjóflóðahætta á svæðinu. Innlent 20. desember 2019 14:42
Enn ófært víða um land Víða er enn ófært á vegum á Norðaustur- og Austurlandi vegna óveðurs sem þar var í gær og nótt. Mokstur er hafinn í Vatnsskarði og er verið að skoða með mokstur á Öxnadalsheiði. Innlent 20. desember 2019 07:15
Bíl ekið inn í snjóflóð í Ljósavatnsskarði Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokað veginum um Ljósavatnsskarð eftir að snjóflóð féll yfir veginn um klukkan tíu í kvöld. Innlent 19. desember 2019 22:45
Vinsæl tegund af jólatrjám veðurteppt Jólatréssala er komin í fullan gang og Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur er á meðal þeirra sem standa vaktina í vertíðinni. Innlent 19. desember 2019 19:49
Öxnadalsheiði, Víkurskarði og hringveginum í Öræfum lokað vegna veðurs Vegum á landinu fer fjölgandi sem lokað hefur verið umferð um sökum veðurs. Gular viðvaranir eru um stærstan hluta landsins en þó ekki á suðvesturhorninu, Vesturlandi og verstari hluta Vestfjarðarkjálkans. Innlent 19. desember 2019 16:08
Von á hríðarveðri þar sem innviðir hafa ekki jafnað sig eftir aftakaveðrið Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði, Suðausturland og Miðhálendi. Viðvaranirnar byrja að taka gildi eftir hádegi á morgun og gilda víða fram á föstudagsmorgun. Innlent 18. desember 2019 22:44
„Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan“ Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands, biður þá sem gagnrýnt hafa bændur á Norðurlandi sem misstu hesta í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku, að gæta orða sinna Innlent 18. desember 2019 20:30
Kannski flekkótt jól fyrir sunnan en hvít fyrir norðan Það er meira en nægur snjór fyrir norðan til þess að hægt sé að fullyrða að þar verði hvít jól. Innlent 18. desember 2019 07:45
Öryggi íbúa ógnað með bresti innviða Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar harmar að innviðir hafi brugðist í óveðri síðustu viku og segir að á stórum hluta landsins hafi öryggi íbúa verið raunverulega ógnað. Öryggi íbúa þurfi að vera forgangsmál þjóðarinnar. Innlent 17. desember 2019 09:34
„Fremur einsleitt veður“ Það verður norðaustlæg átt næstu daga og fremur einsleitt veður, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands nú í morgunsárið. Innlent 17. desember 2019 07:30
Skíðasvæðið í Bláfjöllum opið í fyrsta sinn í vetur: „Það er heimsklassafæri“ Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í dag, í fyrsta sinn í vetur og eru sjö skíðalyftur opnar. Vetrarveður síðustu daga hefur komið sér vel fyrir skíðaáhugafólk en brekkurnar opnuðu klukkan tíu í morgun. Innlent 14. desember 2019 15:45
Gott að huga að vatnslögnum fyrir komandi frostgadd Kalt verður í veðri fram yfir helgi og ættu landsmenn að búa sig undir tveggja stafa frost næstu daga. Er mælt með því að fólk fari að huga að vatnslögnum í híbýlum sínum og sumarbústöðum, enda getur mikið frost valdið skemmdum á lögnum og jafnvel eignatjóni. Innlent 13. desember 2019 19:20