
Litla systir lægðarinnar nálgast óðfluga úr suðvestri
Lægðin sem herjaði á Sunnlendinga í gær fikrar sig nú austur fyrir land og mun stjórna veðrinu hjá okkur áfram í dag. Áttin verður norðlæg og allhvass vindur algengur, hvassast um landið norðvestanvert.