Veður

Veður


Fréttamynd

Þingmaður fastur í flugvél í rúman hálfan sólarhring

Fjölmargir flugfarþegar hafa setið fastir í flugvélum við Keflavíkurflugvöll í kvöld en vegna veðurs og vinda hefur ekki verið hægt að koma farþegum frá borði. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í samgöngunefnd Alþingis er einn þeirra sem sitja sem fastast.

Innlent
Fréttamynd

Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott

Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað.

Innlent
Fréttamynd

Flateyrarvegi hefur verið lokað

Vegna aðstæðna á Vestfjörðum hefur verið tekin ákvörðun um að loka skuli fyrir umferð um Flateyrarveg en lokunin var framkvæmd klukkan 13 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum

Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á Vestfjörðum fram eftir degi, einkum norðan til. Búast má við vindhraða upp á um 18-25 m/s með snjókomu eða slyddu fram undir hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Sluppu með skrekkinn í Djúpagili

Telja má mildi að enginn hafi slasast alvarlega þegar bílaleigubíll fór útaf hringveginum í Skjónugili um einn kílómetra fyrir norðan Vík í Mýrdal síðdegis í gær. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum og sluppu allir ómeiddir samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vík.

Innlent
Fréttamynd

Flugferð frá helvíti sem endaði á sama stað og hún byrjaði

Unnur Arndísardóttir lýsir ferðalagi sínu frá Alicante á Spáni til Ísland í gærkvöldi sem ferðalagi helvítis. Tólf tímum eftir brottför frá Alicante, hringsól yfir Reykjanesi og millilendingu í Edinborg er Unnur komin aftur til Alicante og ætlar ekki að gera aðra tilraun til að fljúga heim fyrr en í mars.

Innlent
Fréttamynd

Á hæsta viðbúnaðarstigi vegna óveðursins

Á þriðja þúsund heimila og fyrirtækja urðu rafmagnslaus í óveðrinu sem gekk yfir í nótt og í morgun. RARIK starfar á hæsta viðbúnaðarstigi vegna viðvarana sem eru í gildi fyrir morgundaginn.

Innlent
Fréttamynd

Mountaineers of Iceland viðurkennir afdrifarík mistök

Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri hjá Mountaineers of Iceland, segir að sleðaferðum fyrirtækisins í gær hafi verið aflýst fyrir utan þá sem tíu leiðsögumenn fóru með 39 manns á Langjökul í gær. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ferðin ekki átt að taka lengri tíma en klukkutíma og korter.

Innlent