Veður

Veður


Fréttamynd

Sjaldan sést eins grænt gras í febrúar

Hægt væri að spila í dag á hybrid-grasvelli FH ef marka má formann félagsins. Hvort Kaplakrikavöllur verður klár fyrir fyrsta heimaleik þann 20. apríl þarf tíminn að leiða í ljós en nýi völlurinn er til taks ef svo er ekki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjart og kalt í morguns­árið

Nú í morgunsárið er bjart og kalt veður víða á landinu að því sem fram kemur í textalýsingu Veðurstofunnar. Í dag nálgast lægð úr suðvestri og eftir hádegi er búist við að hægt vaxandi suðlægri átt og að það muni hlýna smám saman.

Veður
Fréttamynd

Víða vindur á landinu

Hæð yfir Grænlandi og lægð við Noreg beina norðlægri átt að Íslandi í dag. Þetta kemur fram í textalýsingu Veðurstofunnar.

Veður
Fréttamynd

Snjóar norðan­til og hvessir all­hressi­lega

Djúp lægð skammt vestur af landinu þokast nú til suðvesturs og kemur smálægð úr norðaustri í kjölfar hennar. Veðurstofan gerir ráð fyrir að það snjói um norðanvert landið í dag og hvessi allhressilega norðvestantil.

Veður
Fréttamynd

Breyti­leg átt og ein­hver úr­koma

Veðurstofan gerir ráð fyrir breytilegri átt í dag þar sem vindur verður á bilinu átta til fimmtán metrar á sekúndu. Víða má búast við einhverri úrkomu.

Veður
Fréttamynd

Taka upp meðalhraðaeftirlit í Hval­fjarðar­göngum

Á fimmtudag verður tekið í notkun meðalhraðaeftirlit í Hvalfjarðargöngunum. Hámarkshraði í Hvalfjarðargöngunum er 70 kílómetrar á klukkustund. Samskonar meðalhraðaeftirlit er að finna í göngum á milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar og í Dýrafjarðargöngum. 

Innlent
Fréttamynd

Næsta lægð nálgast landið

Næsta lægð nálgast landið í kvöld og nótt. Þá hvessir af austri með úrkomu, fyrst syðst á landinu. Í dag verður hinsvegar fremur hæg sunnanátt með skúrum og eða éljum en það léttir til á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 4 stig.

Innlent
Fréttamynd

Blautt í veðri

Veðurstofan spáir suðaustanátt í dag, þrír til átta metrar á sekúndu og þá verða skúrir sunnan- og vestanlands. Norðanlands er lítilsháttar súld á köflum framan af degi en eftir hádegi birtir þar til.

Innlent
Fréttamynd

Þrettán til tuttugu metrar á sekúndu

Í dag er spáð austan og suðaustan 13 til 20 metrum á sekúndu með rigningu eða súld og hita á bilinu 2 til 8 stig sunnantil. Norðanlands verður hægari vindur, úrkomulítið og frost 0 til 5 stig, en þar hlýnar þegar líður á daginn.

Veður
Fréttamynd

Allt að fjór­tán stiga frost

Hitastigið er á niðurleið í dag, búast má við því að frost verði 2 til 14 stig þegar kemur fram á kvöld, kaldast norðanlands.

Veður
Fréttamynd

Hlýnar smám saman og all­víða frost­laust

Landsmenn mega reikna með að það hlýni smám saman og verði allvíða frostlaust um landið vestanvert í kvöld. Að sama skapi verður úrkoma hér og þar, slydda eða snjókoma og er að sjá að mesta úrkoman verði á Vestfjörðum.

Veður
Fréttamynd

Kólnar tíma­bundið í kvöld og í nótt

Lægðin sem hefur haldið að okkur norðanáttinni fjarlægist nú smám saman og við tekur hæð suðvestur af landinu og lægðardrag á Grænlandssundi. Undir kvöld verður vindáttin orðin suðvestlæg. Gul viðvörun verður í gildi suðaustantil vegna hvassviðris í dag.

Veður
Fréttamynd

Lægð nálgast landið

Lægð úr suðaustri nálgast landið og kemur með norðlæga átt og snjókomu austur á landi í kvöld. Hiti um eða undir frostmarki.

Veður
Fréttamynd

Heita vatnið að klárast á Sauð­ár­króki

Það er ekki bara á Suðurnesjum sem skortir heitt vatn því íbúar á Sauðárkóki og nærsveitum eru beðnir um að fara sparlega með heita vatnið sem er að klárast í bænum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum.

Innlent
Fréttamynd

Kalt i morguns­árið en dregur úr frosti

Nú í morgunsárið er kalt og rólegt veður á landinu en heldur mun draga úr frosti í dag. Annars verður skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en dálítil él austanlands og við norðurströndina. Frost verður á bilinu tvö til þrettán stig síðdegis.

Veður
Fréttamynd

Norð­læg átt og él norðan­til

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, þar sem él verða á norðanverðu landinu en léttir til norðvestantil. Léttskýjað verður sunnan heiða.

Veður
Fréttamynd

Hvass vindur syðst á landinu

Dálítil lægð hreyfist nú til austurs, skammt sunnan við land. Lægðinni fylgir allhvöss eða hvöss norðaustanátt allra syðst, frá Eyjafjöllum austur í Öræfi og gæti þar snjóað og skafið um tíma, þannig að skyggni yrði lélegt.

Veður