Bjart og níu stiga hiti í dag Bjartviðri verður á sunnanverðu landinu fram undir kvöld í dag og hiti á bilinu núll til níu stig. Norðlæg eða breytileg átt þrír til átta metrar á sekúndu. Norðvestantil verða átta til þrettán metrar á sekúndu. Í kvöld má búast við stöku skúrum og éljum. Veður 1. maí 2023 07:48
Áframhaldandi næturfrost Búist er við áframhaldandi norðlægri átt í dag, átta til þrettán metrum á sekúndu en fimm til tíu metrum á sekúndu sunnanlands. Léttskýjað verður í dag en þykknar upp norðantil seinni partinn með stöku éli. Veður 30. apríl 2023 08:15
Bjartviðri og næturfrost Búist er við norðlægri átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu. Bjart verður víða um land en þykknar upp sunnanlands seinni partinn með stöku skúrum eða éli suðaustanlands. Veður 29. apríl 2023 07:48
Norðlæg átt í dag og hvessir í nótt Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag þar sem víða verða þrír til tíu metrar á sekúndu. Það verður skýjað og dálítil snjókoma suðvestanlands en léttir til eftir hádegi. Stöku él norðaustantil en annars bjart að mestu. Veður 28. apríl 2023 07:11
Ótrúlegt vetrarríki á Hellu og Selfossi í dag Vetur konungur hrifsaði aftur til sín völdin á suður- og suðvesturlandi í morgun. Snjóþyngslin eru afar óvenjuleg fyrir þennan árstíma - og létu einna helst finna fyrir sér á Selfossi og Hellu, þar sem gríðarlegir skaflar mynduðust Innlent 27. apríl 2023 20:25
„Mjög sjaldgæfir“ tíu sentímetrar mældust í morgun Hvít jörð tók á móti íbúum á suðvesturhorninu og víðar í morgun, mörgum til talsverðs ama. Veðurfræðingur segir þetta harla óvenjulegt; þetta er í fimmta sinn sem snjór mælist tíu sentímetrar eða meiri í höfuðborginni eftir miðjan apríl. Innlent 27. apríl 2023 12:08
Íbúar á suðvesturhorninu vakna upp við hvíta jörð Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á suðvesturhorni landsins hafa vaknað upp við hvíta jörð í morgun. Hressilega snjóaði á sunnanverðu og suðvestanverðu landinu í gærkvöldi og í nótt. Veður 27. apríl 2023 07:08
Áfram svalt í veðri og víða næturfrost Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði áfram svalt í veðri og víða næturfrost. Lengst af verður norðlæg vindátt og milda loftið mun halda sig langt suður í hafi næstu daga hið minnsta. Veður 26. apríl 2023 07:10
Fremur kalt loft yfir landinu fram yfir helgi Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur köldu lofti yfir landinu í dag og að það verði þannig fram að helgi hið minnsta. Veður 25. apríl 2023 07:15
Svalt í veðri en lítill vindur og úrkoma í minna lagi Víðáttumikil hæð er yfir Grænlandi um þessar mundir og yfir Skandinavíu er lægðasvæði. Þetta hefur í för með sér norðaustlægar áttir hér við land. Veður 24. apríl 2023 07:10
Snjókoma í kortunum Sumarið er ekki komið enn og gert er ráð fyrir einhverri snjókomu víða um land í vikunni. Kalt verður í veðri en veðurfræðingur telur að úrkoman muni ekki valda vandræðum. Innlent 23. apríl 2023 22:45
Góðar líkur á að sumarið verði betra en „meðalsumar“ Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, segir að allar líkur séu á því að sumarið í ár verði betra en „meðalsumar.“ Innlent 23. apríl 2023 15:16
Vorið verður fremur svalt Fremur svalt verður í veðri í vor en eiginleg vorhret eru ólíkleg. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Innlent 22. apríl 2023 11:03
Allt að þrettán stiga hiti Hiti gæti náð allt að þrettán stigum í dag. Það er annað uppi á teningnum hjá íbúum á Norðurlandi en þar verður hiti í kringum frostmark í dag. Vindur verður norðan- og norðaustanátt fimm til þrettán metrar á sekúndu. Veður 21. apríl 2023 07:19
Sumarið ekki alveg komið enn Nokkur kuldi er í kortunum víðast hvar á landinu. Hiti á og undir frostmarki og gera má ráð fyrir einhverri úrkomu. Veðurfræðingur segir ekkert að óttast. Innlent 20. apríl 2023 23:15
Fjölbreytt dagskrá skátanna á sumardaginn fyrsta Sumardagurinn fyrsti er haldinn hátíðlegur um allt land í dag - og það eru líklega fáir sem fagna honum ákafar en skátarnir. Skátahöfðingi Íslands segir daginn eiga sérstakan sess í hjörtum íslenskra skáta. Innlent 20. apríl 2023 13:17
Sumarið heilsar með suðlægri átt Í dag, sumardaginn fyrsta, verður sunnanátt, átta til fimmtán metrar á sekúndu norðvestantil. Skýjað með köflum og rigning af og til. Búast má við hitastigi frá sjö til fimmtán stigum í dag. Veður 20. apríl 2023 07:35
Allt að fimmtán gráðu hiti fyrir norðaustan Í dag verður bjart að mestu um landið norðaustanvert. Á landinu öllu verður sunnan- og suðaustanátt, fimm til þrettán metrar á sekúndu. Hiti verður sjö til fimmtán stig, hlýjast norðaustanlands. Veður 19. apríl 2023 07:28
Von á nýjum Veðurstofuvef Veðurstofa Íslands hefur undirritað samning við Origo um smíði á nýjum vef fyrir stofnunina. Vefurinn mun birtast notendum í áföngum og reiknað er með að fyrstu hlutar hans líti dagsins ljós í sumar. Núverandi vefur hefur verið starfræktur frá árinu 2007. Innlent 18. apríl 2023 17:22
Skýjað og einhver rigning sunnan og vestantil Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan- og suðaustanátt í dag þar sem víða verður fimm til þrettán metrar á sekúndu. Skýjað og rigning eða súld með köflum á sunnan- og vestanverðu landinu og einnig líkur á þokusúld við ströndina. Veður 18. apríl 2023 07:22
Hlýtt og rakt loft yfir landinu næstu daga Suðlægar áttir verða ríkjandi á landinu á næstu dögum með rigningu eða súld og jafnvel þokulofti, enda hlýtt og rakt loft yfir landinu af suðrænum uppruna. Veður 17. apríl 2023 07:09
Hæg norðlæg átt og þungt norðan- og austantil Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri norðlægri eða breytilegri átt í dag, oft á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu en á Austfjörðum má reikna með norðvestan átta til þrettán metrum á sekúndu. Veður 14. apríl 2023 07:14
Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, víða á bilinu þrír til átta metrar á sekúndu, en átta til fimmtán metrar á sekúndu með suðausturströndinni og í kringum Öræfajökul. Veður 13. apríl 2023 07:07
Von á hlýindum og góðu vorveðri Það gæti stefnt í einn hlýjasta aprílmánuð frá upphafi mælinga ef langtímaspár ganga eftir. Von er á hlýju lofti yfir landið eftir helgi og góðu vorveðri í kringum sumardaginn fyrsta. Innlent 12. apríl 2023 12:59
Þungbúið norðantil en bjartara og þurrt sunnanlands Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, víðast fimm til tíu metrar á sekúndu. Það verður þungbúið á norðanverðu landinu, lágskýjað og dálítil rigning eða snjókoma, en sunnanlands verður bjartara yfir og þurrt að mestu. Veður 12. apríl 2023 07:05
Breytileg átt með rigningu og slyddu víða um land Nú í morgunsárið er lægð við austurströndina sem mun þokast vestur yfir landið í dag. Áttin verður því breytileg, yfirleitt gola eða kaldi, en austan strekkingur norðantil fram eftir degi. Veður 11. apríl 2023 07:15
Engar tilkynningar um flóð á Austfjörðum enn sem komið er Áfram er hætta á skriðum og ofanflóðum á Austfjörðum en talsverð rigning er á svæðinu og gul veðurviðvörun í gildi. Engar tilkynningar hafa borist um flóð enn sem komið er og er ekki talin hætta í byggð að sögn ofanflóðasérfræðings þó mögulegt sé að grjót gæti hrunið á vegi. Innlent 10. apríl 2023 12:30
Auknir vatnavextir og skriðuhætta á Austfjörðum Gul viðvörun er í gildi á Austfjörðum og verður það fram á aðfaranótt þriðjudags, og líkur á talsverðri rigningu. Búast má við auknum vatnavöxtum í ám og lækjum, með tilheyrandi hættu á flóðum og skriðuföllum. Þá er mögulegt að vatnsveðrið komi til með að raska samgöngum. Innlent 10. apríl 2023 08:06
Gul viðvörun og aukin skriðuhætta Gul viðvörun er í gildi á páskadag, 9 apríl, á suðaustur- og Austurlandi. Búist er við mikilli rigningu. Veður 8. apríl 2023 23:55
Öllu flugi frestað vegna veðurs Öllu millilandaflugi á Keflavíkurflugvelli hefur verið frestað vegna veðurs. Innlent 7. apríl 2023 17:54