Sól og sumar fyrir norðan en rok og rigning fyrir sunnan Veðrið mun leika við íbúa á Norður- og Austurlandi á morgun. Íbúar á Suður- og Vesturlandi þurfa hins vegar á sama tíma að þola grenjandi rigningu og stífa suðaustanátt. Innlent 29. ágúst 2022 11:52
Tuttugu stiga múrinn gæti rofnað norðaustan- og austantil Veðurstofan spáir nokkuð ákveðinni suðlægri átt í dag og á morgun þar sem skýjað verður og rigning af og til á sunnan- og vestanverðu landinu. Það bætir svo töluvert í úrkomuna á morgun og miðvikudag. Veður 29. ágúst 2022 06:46
Vatnsbúskapur í Evrópu í mikilli hættu vegna hlýnunar Bráðnun jökla hefur aldrei verið meiri en í ár. Veðurstofustjóri segir vatnsbúskap í sérstakri hættu og segir það skýrt hverjar afleiðingar hlýnunar verði í framtíðinni. Innlent 28. ágúst 2022 13:50
Skýjað en þó bærilegasta veður Svo virðist sem að síðasti sólríki sumardagurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í gær. Í dag verður skýjað en þó bærilegasta veður þar sem hiti verður til 16 stig. Veður 28. ágúst 2022 08:00
Sólríkur dagur framundan Það er sólríkur dagur í kortunum í dag víðs vegar um landið. Sennilega er um að ræða einn af síðustu sumardögum ársins, ef marka má veðurspá næstu vikuna. Veður 27. ágúst 2022 08:25
Lægðin viðheldur allhvassri norðvestanátt austantil Lægð gærdagsins er enn stödd úti fyrir austurströndinni og viðheldur hún allhvassri norðvestanátt á austanverðu landinu. Vindurinn getur verið varasamur fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Veður 26. ágúst 2022 07:25
Gular viðvaranir og hætta á grjót- og aurskriðum Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Ströndum og Norðurlandi vestra, sem og á Norðurlandi eystra vegna mikillar rigningaspár. Veður 25. ágúst 2022 10:13
Öflugur úrkomubakki fylgir lægð sem nálgast nú landið Lægð er nú stödd fyrir austan land og þokast miðja hennar nú til norðvesturs í átt að Langanesi. Lægðinni fylgir öflugur úrkomubakki og úr honum mun rigna norðan- og austanlands í dag og útlit er fyrir talsverða eða mikla úrkomu á Tröllaskaga og á Norðurlandi eystra. Veður 25. ágúst 2022 07:24
Útlit fyrir milt veður um helgina Veður dagsins stjórnast af grunnri lægð suður af landinu en dálítilli súld og rigningu spáð ásamt norðaustlægri átt víða um land, þó verði þurrviðri lengst af suðvestan til. Veður 24. ágúst 2022 07:33
Yfirmenn ungversku Veðurstofunnar reknir vegna rangrar veðurspár Tveir æðstu yfirmenn ungversku Veðurstofunnar hafa verið reknir eftir að veðurspá stofnunarinnar gekk ekki eftir. Erlent 23. ágúst 2022 07:35
Hægviðri, skýjað að mestu en þurrt á landinu í dag Í dag verður hægviðri, skýjað að mestu leyti og þurrt á landinu samkvæmt spá Veðurstofunnar. Þó verður rigning á Suðausturlandi og víða á austanverðu landinu. Þá verður allhvasst norðaustantil og í Öræfum og eru ökumenn því hvattir til að aka varlega á því svæði. Veður 23. ágúst 2022 06:55
Hæg breytileg átt og víða dálitlar skúrir Veðurstofan spáir fremur hægri, breytilegri átt í dag og víða dálitlar skúrir. Norðantil á landinu verður þó bjart með köflum og yfirleitt þurrt. Veður 22. ágúst 2022 06:44
Bjart og rólegt veður í dag Það er útlit fyrir bjart og rólegt veður á landinu í dag þó víða sé gola eða kaldi. Veður 21. ágúst 2022 07:37
Opið að gosstöðvum en varað við veðri Opið er á gosstöðvum í Meradölum í dag en þó er varað við vindi en búist er við norðan 10 til 18 metrum á sekúndu í dag. Innlent 20. ágúst 2022 10:25
Gul viðvörun með rigningu og roki Gul veðurviðvörun er í gildi á Breiðafirði, Vestfjörður, Ströndum og Norðurlandi vestra vegna úrhellisrigningar og hvassviðris. Veður 20. ágúst 2022 07:35
Gular viðvaranir norðvestantil en annars hægur vindur Veðurstofan spáir allhvassri norðaustanátt á Vestfjörðum og við norðanverðan Breiðafjörð í dag, en annars staðar á landinu má reikna með mun hægari vindi. Talsverð rigning verður á norðanverðum Ströndum, en skúrir í öðrum landshlutum. Veður 19. ágúst 2022 07:11
Gul viðvörun vegna úrhellisrigningar Spáð er úrhellisrigningu á Ströndum og Norðurlandi vestra í nótt og á morgun. Gul viðvörun vegna veðurs tekur gildi á svæðinu í nótt sem og á Vestfjörðum. Innlent 18. ágúst 2022 19:49
Vindur snýst til norðlægra átta Vindur snýst til norðlægra átta í dag og verður úrkoma einkum bundin við Suður- og Suðausturland fyrripart dags en norðan og austanvert landið þegar líður á daginn. Veður 18. ágúst 2022 07:11
Gossvæðið áfram lokað Gossvæðið í Meradölum verður áfram lokað í kvöld og í nótt. Tekin verður ákvörðun um hvenær svæðið verður opnað á fundi viðbragðsaðila klukkan hálf níu í fyrramálið. Innlent 17. ágúst 2022 15:18
Von á ágætisveðri á Menningarnótt Veðurspáin lítur ágætlega út fyrir þá sem ætla sér að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Engin úrkoma er í kortunum og nokkuð bjart og fínt veður verður framan af degi. Veður 17. ágúst 2022 13:23
Ekkert útivistarveður við gosstöðvarnar í dag Lokað er inn á gossvæðið í Meradölum í dag og verða allir sem ætla Suðurstrandarveginn stoppaðir og rætt við þá. Spáð er vonskuveðri í dag, allt að 23 metrum á sekúndu ásamt talsverðri rigningu. Innlent 17. ágúst 2022 09:56
Búist við vonskuveðri í dag Gul veðurviðvörun tekur gildi nú í morgunsárið fyrir Suðurland, Faxaflóa og miðhálendið. Búist er við roki og rigningu fram eftir degi. Veður 17. ágúst 2022 06:46
Gular viðvaranir á Suðvesturhorninu á morgun Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Suðvesturhornið og Miðhálendið á morgun, miðvikudag. Suðaustan hvassviðri eða stormi og mikilli úrkomu er spáð á svæðinu. Veður 16. ágúst 2022 10:38
Lokað inn á gossvæðið á morgun Gas frá eldgosinu í Meradölum berst til norðurs í dag en spáð er sunnanátt, þrír til átta metrar á sekúndu, fyrir hádegi. Íbúar Vatnsleysustrandar gætu orðið varir við gas. Lokað verður inn á svæðið á morgun vegna slæmrar veðurspá en spáð er hvassviðri og stormi sunnan- og vestanlands á morgun með talsverðri rigningu. Innlent 16. ágúst 2022 09:57
Sólríkur dagur en víðáttumikil lægð nálgast Sólríkur dagur er framundan í flestum landshlutum í dag, en það mun þykkna heldur upp suðvestantil á landinu með stöku skúrum þegar líður á daginn. Veður 16. ágúst 2022 07:14
Næstkaldasta sumar aldarinnar í höfuðborginni Sumarið sem er að líða í Reykjavík er það næstkaldasta á öldinni og það fimmta blautasta. Þá hefur hæsti hiti ekki mælst lægri í borginni síðan um aldamót. Innlent 15. ágúst 2022 22:01
Lægð á leiðinni yfir landið í vikunni Í dag spá veðurfræðingar Veðurstofu Íslands norðvestan golu eða kalda í dag og stöku skúrum norðan- og austantil en léttskýjuðu í öðrum landshlutum. Hiti breytist lítið frá helginni. Veður 15. ágúst 2022 06:14
Endalaus lægðagangur í kortunum Ekkert lát virðist ætla að verða á lægðagangi suðvestantil á landinu. Hlýjast og þurrast verður að öllum líkindum á Austurlandi næstu daga. Hlutskipti Íslands þetta sumarið er að sitja uppi með lægðina á meðan hlýindin ganga yfir Evrópu. Veður 10. ágúst 2022 08:10
„Sumarið fjarri því búið“ Siggi stormur segir að júní og júlí hafi verið blautir mánuðir og skrölt undir meðallagi. Hins vegar segir hann að sumarið sé fjarri því að vera búið þegar ágústmánuður sé skoðaður, á norður- og norðausturlandi komi kaflar með „yndislegu veðri og sumri og sól.“ Innlent 9. ágúst 2022 20:29
Gul viðvörun á Norðurlandi eystra Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun á Norðurlandi eystra frá miðnætti fram til hádegis á morgun, miðvikudag. Veður 9. ágúst 2022 11:43