Segir vorið komið en það þurfi sinn tíma til að fæðast Blautasti marsmánuður sögunnar í Reykjavík er nú senn á enda. Veðurfræðingur segir að vætutíðinni sé svo gott sem lokið, en úrkomumet var slegið í mánuðinum í höfuðborginni. Innlent 29. mars 2022 19:51
Þurfa meira fjármagn til að gera meira en bara að slökkva elda Veðurstofan þarf að bæta upp tæplega 130 milljóna króna halla á næstu tveimur árum en starfsmenn telja niðurskurðaraðgerðir koma verulega niður á getu stofnunarinnar til að sinna brýnum verkefnum. Sérfræðingur á Veðurstofunni telur ljóst að auka þurfi fjármagn til stofnunarinnar í stað þess að skera niður. Innlent 29. mars 2022 16:19
Úrkoma í borginni aldrei verið meiri í marsmánuði Úrkoma í Reykjavík hefur aldrei verið meiri í marsmánuði en í ár, þótt mánuðurinn sé ekki enn á enda runninn. Innlent 29. mars 2022 07:45
Von á skínandi veðri í flestum landshlutum Veðurstofan gerir ráð fyrir að það ætti að verða skínandi veður í flestum landshlutum og ætti sólin að njóta sín stóran hluta dagsins. Veður 29. mars 2022 07:09
Man ekki eftir verra ástandi í tvo áratugi Vegagerðin á mikið verk fyrir höndum eftir leysingaflóðin um helgina. Mestar skemmdir urðu á veginum um Geldingardraga og í uppsveitum Borgarfjarðar. Í gær mældist þá mesta rennsli í Ölfusá í níu ár. Innlent 28. mars 2022 14:00
Landsmenn ættu að finna til sólgleraugu fyrir þriðjudaginn Sólin er á leiðinni í heimsókn til Íslands. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku varar við komu hinnar gulu í færslu á Facebook-síðu sinni. Í gríni segir hann um gula viðvörun að ræða. Innlent 28. mars 2022 10:40
Dálítil slydda eða rigning sunnantil en þurrt annars staðar Veðurstofan spáir austanátt í dag, víða kalda eða stinningskalda en hægara um landið norðaustanvert. Reikna má með dálítilli slyddu eða rigningu öðru hverju á Suður- og Suðvesturlandi og verður hiti á bilinu núll til fimm stig. Veður 28. mars 2022 07:09
Göngustígar á bólakafi á höfuðborgarsvæðinu Gífurlegir vatnavextir hafa unnið skemmdir á vegum í Borgarfirði um helgina og göngustígar eru komnir á kaf á höfuðborgarsvæðinu. Þar þrefaldaðist rennslið í Bugðu í Norðlingaholti í gær. Innlent 27. mars 2022 20:31
Elliðaár flæða yfir bakka sína Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi. Innlent 27. mars 2022 13:46
Mældu átján stiga hita á Kvískerjum á miðnætti Það hlýtur að teljast vorboði að átján stiga hiti hafi mælst á miðnætti á Kvískerjum undir Vatnajökli. Nú mun hins vegar taka að kólna og það frystir víða á landinu í dag. Veður 27. mars 2022 08:40
Strekkingur og votviðri í dag Búast má við sunnan- og suðvestan strekkingi í dag og hvössum vindstrengjum við fjöll norðantil á landinu í dag. Þá er vætusamt og hlýtt í veðri en úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Veður 26. mars 2022 08:25
Skil mjakast norðaustur yfir landið Skil mjakast norðaustur yfir landið í dag og fylgja þeim austan og suðaustan tíu til átján metrar á sekúndu og slydda eða snjókoma. Reikna má með hægari vindi um landið austanvert og að víða verði vægt frost. Veður 25. mars 2022 07:10
Rigning eða súld þegar lægð gengur yfir landið Dálítil lægð gengur nú norðaustur yfir landið og spáir Veðurstofan að víða megi gera ráð fyrir suðvestan átta til fimmtán metrum á sekúndu fyrri part dags og rigning eða súld með köflum. Hiti verður á bilinu tvö til tíu stig. Veður 24. mars 2022 06:56
Norðaustan átt og sums staðar rigning sunnantil Reikna má með norðaustanátt í dag, víða fimm til þrettán metrum á sekúndi. Sums staðar verður rigning sunnanlands en él fyrir norðan. Veður 23. mars 2022 07:07
Víða rigning en slydda og snjókoma fyrir norðan Veðurstofan spáir suðlægri átt, þrír til tíu metrar á sekúndur í dag, en á Vestjförðum má reikna með að allhvöss norðaustanátt verði ríkjandi. Spáð er rigningu eða súld með köflum en slyddu eða snjókomu fyrir norðan. Veður 22. mars 2022 07:10
Slydda og rigning sunnantil en þurrt fyrir norðan Veðurstofan spáir austlægri átt í dag með slyddu eða rigningu á sunnanverðu landinu, en þurrt fram eftir degi fyrir norðan. Veður 21. mars 2022 07:30
Útlit fyrir áframhaldandi umhleypinga Reikna má með hvassri sunnanátt eða stormi á austanverðu landinu, hlýindi og rigning suðaustanlands framan af morgni, en lægir síðan, léttir til og kólnar. Annars vestlæg átt með éljum og hita nærri frostmarki. Innlent 20. mars 2022 07:28
Appelsínugulur Spánn: Mesta loftmengun á jörðinni Það eru víðar appelsínugular viðvaranir en hér á Íslandi þessi dægrin. Á austurströnd Spánar hefur fólk verið varað við að vera mikið á ferli utandyra í liðinni viku, af því að himinninn er bókstaflega appelsínugulur og loftgæðin eru talin hættuleg. Ástæðan er rauðleitur sandur frá Afríku sem þyrlast inn yfir strendur Spánar. Erlent 19. mars 2022 16:30
Verulega hlýtt loft á leiðinni Gul veðurviðvörun er í gildi á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi. Varað er við töluverðu hvassviðri og snögghlýnun síðar í dag sem getur valdið miklum leysingum. Innlent 19. mars 2022 07:41
Löng bílaröð eftir slys á Holtavörðuheiði Umferð um Holtavörðuheiði var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna umferðarslyss. Enn er lokað fyrir umferð nú tveimur klukkustundum síðar en reiknað er með að takist að opna fyrir umferð á allra næstu mínútum. Innlent 18. mars 2022 12:16
Voru að störfum fram á nótt við að hjálpa ökumönnum á Reykjanesi Björgunarsveitir voru kallaðar út rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi vegna tilkynninga um ökumenn í vandræðum á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi en veður versnaði þar skyndilega upp úr miðnætti þegar fór að hvessa með talsverðri úrkomu. Innlent 18. mars 2022 11:39
Dregur úr vindi og úrkomu í dag Veðurstofan spáir allhvassri suðvestanátt með éljagangi í fyrstu og eru gular viðvaranir í enn í gildi um landið sunnan- og vestanvert fram eftir morgni. Veður 18. mars 2022 07:05
Stefna á að allir bílar fari út á laugardag til að tæma pappa og plast Sorphirða í Reykjavík er talsvert á eftir áætlun vegna ýmissa þátta, þar á meðal veðurs og veikinda starfsmanna, en verið er að vinna upp tafirnar. Hirða á pappa og plasti hefur legið niðri undanfarnar vikur en er nú aftur komin í gang. Reiknað er með að það taki þrjár vikur að ná áætlun í allri borginni. Innlent 17. mars 2022 16:26
Á þriðja tug þurft að biðja um aðstoð björgunarsveita á Reykjanesi Á þriðja tug ökumanna hafa þurft á aðstoð björgunarsveita að halda í morgun vegna slæmrar færðar og veðurs. Flest verkefni björgunarsveita á landinu í dag hafa verið á Suðvesturhorninu. Innlent 17. mars 2022 11:12
Vegir um Hellisheiði, Þrengsli og Kjalarnes lokaðir Vegir á Suðvesturlandi eru víða lokaðir en vegna lægðarinnar sem nú gengur yfir landið má reikna með að skyggni og færð geti versnað hratt. Hálka er á öllum leiðum á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 17. mars 2022 07:17
Gular viðvaranir og má allvíða búast við stormi með snjókomu Með morgninum fara skil yfir landið og má allvíða búast við suðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi fyrir hádegi. Veður 17. mars 2022 07:10
Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. Innlent 16. mars 2022 21:56
Gular viðvaranir á öllu landinu á morgun Gular veðurviðvaranir verða á öllu landinu á morgun bæði vegna hvassviðris og úrkomu. Búast má við skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum þegarr líður á morgundaginn. Veður 16. mars 2022 09:55
Hæg umferð í höfuðborginni Mikil hálka er á höfuðborgarsvæðinu og það gengur á með dimmum éljum. Umferðin gæti orðið hæg í morgunsárið vegna lélegrar færðar. Innlent 16. mars 2022 09:04
Kröpp lægð veldur hvassviðri með snjó í nótt og á morgun Lægðin sem stjórnaði veðrinu í gær er enn á Grænlandshafi en hún hefur grynnst töluvert. Veðrið verður því áfram svipað en vindurinn þó öllu minni, suðvestan átta til fimmtán metrar á sekúndu og éljagangur, en yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert. Veður 16. mars 2022 07:35