Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Í haust eru tíu ár frá því að tónlistarmaðurinn Jón Jónsson gaf út plötuna Heim og ætlar hann að flytja hana í heild sinni næstkomandi laugardagskvöld í Salnum í Kópavogi. Hann segir að margt hafi drifið á daga sína frá því að platan kom út en á plötunni flutti hann í fyrsta skiptið lög á móðurmálinu. 29.10.2024 15:01
Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs lét sig ekki vanta í Sundhöll Reykjavíkur þegar hún opnaði í morgun. Hann skellti sér í heita pottinn eldsnemma og var eftir ferðina tilbúinn í fundardag með leiðtogum hinna Norðurlandanna. 29.10.2024 12:10
Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Forsvarsmenn bandarísku streymisveitunnar Netflix hafa sett framleiðslu sjónvarpsþáttaraðarinnar Building the Band á pásu en breski söngvarinn Liam Payne var þar aðalsprautan sem dómari. Þeir ætla sér að ræða málin við fjölskyldu söngvarans en vilja samt gefa þættina út að lokum. 28.10.2024 16:25
Þakklátur Grindvíkingum fyrir traustið Sigurður Sigurðsson ljósmyndari og björgunarsveitarmaður, betur þekktur sem Siggi Sig, segist gríðarlega þakklátur íbúum Grindavíkur fyrir traustið í hans garð en hann gaf á dögunum út ljósmyndabókina Reykjanes vaknar. Um er að ræða bók með ljósmyndum og stuttum frásögnum af atburðum á Reykjanesi frá janúar 2020 til haustsins 2024. 26.10.2024 20:02
Uppgefin á stressinu um miðnætti Vinahjón segjast hafa fengið nóg af því að hafa einungis getað valið á milli sælgætis og plastsdrasl eða rándýrra leikfanga fyrir jólasveina til að gefa börnum þeirra í skóinn. Þau ákváðu því að taka málin í eigin hendur og taka á sig þriðju vaktina fyrir jólasveina. 25.10.2024 20:03
Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Auðunn Blöndal ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í nýrri þáttaröð þar sem hann býður 25 fyndnustu Íslendingunum í fimm ólík matarboð. Þar er eina reglan sú að það er bannað að hlæja og kemst einn áfram í hverjum þætti í síðasta matarboðið. Eðli málsins samkvæmt geta brandararnir orðið ansi svartir og er því alls ekki um fjölskylduþátt að ræða. 25.10.2024 12:00
Big sexy og Jói Fel tókust á í bjórþambi Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson, betur þekktur sem Big Sexy og bakarinn Jói Fel tókust á í æsispennandi bjórþambskeppni í Brennslunni á FM957 í morgun, allt fyrir klukkan níu. Þar lýsti útvarpsmaðurinn Rikki G öllu saman í beinni útsendingu. 25.10.2024 10:13
Hafi liðið sem gísl í Argentínu Samfélagsmiðlastjarnan Kate Cassidy kærasta Liam Payne fannst líkt og hún væri gísl kærasta síns þar sem þau dvöldu saman í Buenos Aires í Argentínu stuttu áður en hann lést í sama fríi. Hún hafi átt gríðarlega erfitt með þá ákvörðun að fara eftir tvær vikur í Argentínu með söngvaranum. 24.10.2024 16:23
Valdi Hugh Jackman fram yfir eiginmanninn Bandaríska leikkonan Sutton Foster er skilin við eiginmann sinn handritshöfundinn Ted Griffin. Bandarískir slúðurmiðlar keppast við að setja þær fregnir í samhengi við meint framhjáhald hennar með ástralska stórleikaranum Hugh Jackman. 24.10.2024 13:04
Sýnir örin í fyrsta sinn Bandaríska Hollywood stjarnan Olivia Munn sýnir ör sín eftir brjóstnám í fyrsta sinn í auglýsingum á vegum nærfataframleiðandans Skims. Munn segist hafa viljað vera öðrum konum í sömu sporum fyrirmynd en lengi hafi hún skammast sín fyrir ör sín. 23.10.2024 17:31
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent