Barnasáttmálinn verið þverbrotinn í barnvænu sveitarfélagi Oddur Ævar Gunnarsson, Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 25. júní 2025 22:02 París Anna Bergmann fulltrúi í Ungmennaráði Akureyrar segir ungmenni gáttuð á samráðsleysi bæjarins. Vísir/Sigurjón Ungmenni á Akureyri eru gáttuð á samráðsleysi bæjarstjórnar vegna breytinga á starfsemi félagsmiðstöðva í bænum. Fulltrúi ungmennaráðs Akureyrar segir breytingunum fylgja mikil óvissa og óttast um afdrif félagsmiðstöðva í bænum. Þann 3. júní síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn Akureyrar að færa starfsemi félagsmiðstöðva bæjarins alfarið undir stjórn grunnskóla bæjarins en starfsemin hafði áður verið rekin sérstaklega undir merkjum félagsstöðvanna. Þrettán starfsmönnum var sagt upp en tíu boðin störf undir nýju fyrirkomulagi. Fulltrúi Ungmennaráðs Akureyrarbæjar segir barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þverbrotinn í málinu, ekkert samráð hafi verið haft við ungmenni sem óttist að starfsemi félagsstöðva muni rýrast mikið. „Það er gríðarleg óvissa þegar þetta sjálfstæða starf er fellt niður og sett undir skólana sjálfa. Hvað verður um Ungmennahúsið sem er fyrir þau sem eru sextán til tuttugu og eitthvað ára, hvað verður um það? Hvað verður um hinsegin félagsmiðstöðina? Því hún fellur ekki undir skólana. Hvað verður um Virkið og Ungmennahúsið með þessum breytingum? Það er svo mikil óvissa og fólk óttast að þetta verði lagt niður, af því það veit enginn hvað gerist.“ Það skjóti skökku við að Akureyrarbær sem fyrst allra sveitarfélaga hafi fengið viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag hafi raddir barna í málinu að engu. „Það að vera barnvænt sveitarfélag þýðir að börn eiga rétt á að tjá sig um þau mál sem þau varðar og það var ekki gert í þessu. Það var ekki haft neitt samráð við okkur, við fengum ekki einu sinni málið til umsagnar og við sjálf fréttum bara af þessu í fréttunum,“ segir París. „Félagsmiðstöðvar eru til dæmis svo mikilvægar fyrir börn sem finna sig ekki í skólanum, finna sig ekki í íþróttum, líður illa heima og það að þetta sé staðurinn sem þau geta leitað til og það að það eigi að taka það í burtu frá þeim og fella það líka undir skólann, það getur verið áfall fyrir mörg börn.“ Ungmennaráð fari fram á að bærinn endurskoði málið og eigi í raunverulegu samráði. „Þetta er náttúrulega bara alvarlegt brot á barnasáttmálanum sjálfum sem Ísland er búið að lögfesta og það að það sé ekki einu sinni hægt að virða það að leyfa börnum að tjá sínar skoðanir og hvað þeim finnst um málið er mjög sárt og mjög leiðinlegt.“ Rætt var við Kristínu Jóhannesdóttur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs í kvöldfréttum. Hún segist skilja gagnrýni tengt skorti á samráði. „Breytingar eru erfiðar á stundum. Við þessar tilteknu breytingar var erfitt að hafa samráð þar sem þær varða störf og hagsmuni einstaklinga. Við viljum gjarnan eiga samráð við ungmennaráð þegar við þróum breytingarnar áfram og vinnum að farsælli lausn.“ Kristín segir tilgang breytinganna að færa þjónustu fagfólksins nær nemendum og börnum í sveitarfélaginu, styðja við forvarnarstarf, félagsmiðstöðvar og þátttöku barna á fyrsta stigi. Þá segist hún ekki deila áhyggjum ungmennanna á að börn upplifi ekki jafn mikið traust í garð fagfólksins og ungra starfsmanna, líkt og ungmennin hafa lýst yfir. „Við erum að ráða inn tvo starfsmenn í hvern skóla með þessa fagþekkingu og þetta sérsvið og við höfum skýr verkefni og verklag í kringum það. Þannig að við sjáum fyrir okkur að þarna verði skýr verkaskipting milli fólks og að við náum farsælli lausn í þessu.“ Akureyri Börn og uppeldi Félagsmál Tengdar fréttir Akureyri orðið fyrsta barnvæna sveitarfélag landsins Akureyrarbær varð í dag fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að hljóta viðurkenningu Barnvænna sveitarfélaga. 27. maí 2020 17:10 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Þann 3. júní síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn Akureyrar að færa starfsemi félagsmiðstöðva bæjarins alfarið undir stjórn grunnskóla bæjarins en starfsemin hafði áður verið rekin sérstaklega undir merkjum félagsstöðvanna. Þrettán starfsmönnum var sagt upp en tíu boðin störf undir nýju fyrirkomulagi. Fulltrúi Ungmennaráðs Akureyrarbæjar segir barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þverbrotinn í málinu, ekkert samráð hafi verið haft við ungmenni sem óttist að starfsemi félagsstöðva muni rýrast mikið. „Það er gríðarleg óvissa þegar þetta sjálfstæða starf er fellt niður og sett undir skólana sjálfa. Hvað verður um Ungmennahúsið sem er fyrir þau sem eru sextán til tuttugu og eitthvað ára, hvað verður um það? Hvað verður um hinsegin félagsmiðstöðina? Því hún fellur ekki undir skólana. Hvað verður um Virkið og Ungmennahúsið með þessum breytingum? Það er svo mikil óvissa og fólk óttast að þetta verði lagt niður, af því það veit enginn hvað gerist.“ Það skjóti skökku við að Akureyrarbær sem fyrst allra sveitarfélaga hafi fengið viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag hafi raddir barna í málinu að engu. „Það að vera barnvænt sveitarfélag þýðir að börn eiga rétt á að tjá sig um þau mál sem þau varðar og það var ekki gert í þessu. Það var ekki haft neitt samráð við okkur, við fengum ekki einu sinni málið til umsagnar og við sjálf fréttum bara af þessu í fréttunum,“ segir París. „Félagsmiðstöðvar eru til dæmis svo mikilvægar fyrir börn sem finna sig ekki í skólanum, finna sig ekki í íþróttum, líður illa heima og það að þetta sé staðurinn sem þau geta leitað til og það að það eigi að taka það í burtu frá þeim og fella það líka undir skólann, það getur verið áfall fyrir mörg börn.“ Ungmennaráð fari fram á að bærinn endurskoði málið og eigi í raunverulegu samráði. „Þetta er náttúrulega bara alvarlegt brot á barnasáttmálanum sjálfum sem Ísland er búið að lögfesta og það að það sé ekki einu sinni hægt að virða það að leyfa börnum að tjá sínar skoðanir og hvað þeim finnst um málið er mjög sárt og mjög leiðinlegt.“ Rætt var við Kristínu Jóhannesdóttur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs í kvöldfréttum. Hún segist skilja gagnrýni tengt skorti á samráði. „Breytingar eru erfiðar á stundum. Við þessar tilteknu breytingar var erfitt að hafa samráð þar sem þær varða störf og hagsmuni einstaklinga. Við viljum gjarnan eiga samráð við ungmennaráð þegar við þróum breytingarnar áfram og vinnum að farsælli lausn.“ Kristín segir tilgang breytinganna að færa þjónustu fagfólksins nær nemendum og börnum í sveitarfélaginu, styðja við forvarnarstarf, félagsmiðstöðvar og þátttöku barna á fyrsta stigi. Þá segist hún ekki deila áhyggjum ungmennanna á að börn upplifi ekki jafn mikið traust í garð fagfólksins og ungra starfsmanna, líkt og ungmennin hafa lýst yfir. „Við erum að ráða inn tvo starfsmenn í hvern skóla með þessa fagþekkingu og þetta sérsvið og við höfum skýr verkefni og verklag í kringum það. Þannig að við sjáum fyrir okkur að þarna verði skýr verkaskipting milli fólks og að við náum farsælli lausn í þessu.“
Akureyri Börn og uppeldi Félagsmál Tengdar fréttir Akureyri orðið fyrsta barnvæna sveitarfélag landsins Akureyrarbær varð í dag fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að hljóta viðurkenningu Barnvænna sveitarfélaga. 27. maí 2020 17:10 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Akureyri orðið fyrsta barnvæna sveitarfélag landsins Akureyrarbær varð í dag fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að hljóta viðurkenningu Barnvænna sveitarfélaga. 27. maí 2020 17:10