
Birtist í Fréttablaðinu

NPA-mál komin á rekspöl í bæjarstjórnum
Málefni NPA-löggjafarinnar hafa verið rædd víða í bæjarstjórnum landsins undanfarna daga.

Eftirlegukindur draga áfram dilk á eftir sér
Matvælastofnun vill enn að Seyðfirðingar borgi reikning vegna björgunar kinda úr Bjólfi í fyrra. Heimamenn töldu sjálfir aðgerðina hættulega og vísa ábyrgð á hendur Matvælastofnun sem réð björgunarsveit af Héraði í verkið.

Segir að Íhaldsmenn ofsæki frambjóðendur Brexit-flokks
Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, segir Íhaldsmenn beita óheiðarlegum aðferðum til að fá frambjóðendur flokksins til að stíga til hliðar. Þingkosningar í landinu fara fram 12. desember.

Tímabært að ræða um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu
Heilbrigðisþing 2019 fer fram á Hilton Nordica í dag.

Alfa Romeo hættir við tvo sportbíla og leggur áherslu á jepplinga í staðinn
Ítalski sportbílaframleiðandinn Alfa Romeo er að endurskipuleggja sig í þá veru að færa áherslu sína á sportbíla meira yfir á það sem allir vilja kaupa í dag, sportjeppa og jepplinga.

Hvað kom fyrir Nesbø?
Vinsældir norska glæpasagnahöfundarins Jo Nesbø eru engin tilviljun. Lesendur hans hafa lengi gengið að því sem vísu að hann muni sjá þeim fyrir spennu í bókum þar sem er að finna hrollvekjandi morð, áhugaverðar persónur og óvæntar fléttur.

Franskra sjómanna minnst í Hólavallakirkjugarði
Vopnahlésdagsins, 11.11., er jafnan minnst klukkan 11 í Frakklandi við gröf óþekkta hermannsins eða minnismerki um fallna hermenn. Hér hefur franska sendiráðið athöfn við minnismerki um franska sjómenn í Hólavallagarði.

Vildi gera veg Íslands sem mestan
Í Hafnarborg er yfirlitssýning um Guðjón Samúelsson, húsameistara ríkisins. Pétur H. Ármannsson arkitekt segir hann hafa verið mikilvægan geranda í nútímavæðingu íslensks samfélags.

Trúin veitir fólki styrk
Séra Hjörtur Magni Jóhannsson og eiginkona hans, Ebba Margrét Magnúsdóttir læknir, hafa bæði einlægan áhuga á að starf Fríkirkjunnar sé fyrir alla. Áhersla er á mannréttindi og umburðarlyndi.

Dreifir indverskum guðum um landið
Skartgripahönnuðurinn Sigrún Úlfarsdóttir opnar sýninguna Verndarvættir Íslands nú á laugardaginn en þar tengir hún með myndverkum íslenska náttúru við Ayurveda-heimspeki.

Brú milli okkar og vélanna
Hvernig horfir íslenskan við blindu og sjónskertu fólki? Þessi hópur notar tæknina mikið en tækin tala oftast ensku þó nýjungar séu í vændum. Miklu máli skiptir að vefir séu aðgengilegir og á vandaðri íslensku. Dagur íslenskrar tungu er á laugardaginn.

Geta lent á vegg við endurfjármögnun
Skert samkeppnishæfni bankanna dregur úr áhrifum vaxtalækkana Seðlabankans. Ný útlán til fyrirtækja hafa dregist saman á árinu. Bitnar á fyrirtækjum sem hafa ekki aðra valkosti við fjármögnun en bankalán. Fyrirtækjalánasafn Arion minnkar hratt.

Fjórða kynslóð Skoda Octavia frumsýnd
Kemur til landsins í september 2020 og verður þá strax fáanleg sem tengiltvinnbíll en líka í öðrum útgáfum.

Vitund um umhverfi stækkar kolefnisspor frá flugferðum
Því meiri sem umhverfisvitund fólks er, því stærra er kolefnisspor þess. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn doktorsnemans Áróru Árnadóttur. Þar kemur einnig fram að fólk sem hefur heimsborgaraleg viðhorf mengar meira.

Ekki bjartsýnn á að dreginn verði lærdómur
Siðfræðingur segir framgöngu Samherja í Namibíu siðferðislega ámælisverða. Segir hann óhuganlegt hversu vel þeir hafi kunnað að kaupa velvild kjörinna fulltrúa.

Auglýsir eftir túlípönum
Ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning á búvörum hefur hafnað erindi Félags atvinnurekenda (FA) um að fella niður tolla á túlípönum.

Óttast afbrigði farsóttar
Kínverjar reyna að hefta útbreiðslu svartadauða í Mongólíu. Tveir hafa sýkst og eru nú í einangrun.

Útnefndur tengiliður Samherja þögull
Í einu bréfa sinna til RÚV í aðdraganda Kveiksþáttar um meintar mútugreiðslur Samherja í Afríkuríkinu Namibíu kveðst forstjóri fyrirtækisins hafa fengið til liðs við sig norskan mann að nafni Håkon Borud hjá ráðgjafarfyrirtækinu First House.

Tók langan tíma að byggja upp traust
Fiskifræðingur sem starfaði fyrir Ísland í Namibíu segir orðspor Íslands stórskaðað. Hann tekur framferði Samherja nærri sér á persónulegan hátt en langan tíma hafi tekið að byggja upp traust til Íslands í Namibíu. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda skipti öllu máli.

Ellefu marka ljúfmenni úr Hafnarfirði
Tjörvi Þorgeirsson, leikmaður Hauka í Olísdeild karla og deildarstjóri Vinakots, er á því að deildin í ár sé sterkari en áður. Fleiri lið séu betri og hann getur nánast ekki beðið eftir úrslitakeppninni.

Segir sögu revía á Íslandi
Revíur voru vinsælt gamanleikjaform á síðustu öld. Una Margrét Jónsdóttir miðlar ýmsu um sögu revíanna á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða í Neskirkju í kvöld.

Sólbrenndur Laxness í öndvegisriti
Í dag er haldið hóf í Mengi í tilefni af útgáfu bókarinnar Gjöfin til íslenzkrar alþýðu. Í henni eru 120 öndvegisverk úr íslenskri myndlistarsögu. Verkin voru gjöf Ragnars í Smára til Listasafns ASÍ.

Leiðir til að hafa jólin græn
Sem betur fer erum við öll að verða sífellt betur meðvituð um nauðsyn þess að ganga vel um móður Jörð. Jólin eru mikil neysluhátíð og það er því sjaldan mikilvægara að hugsa vel um umhverfið en einmitt um jólin.

Engin frásögn segir alla söguna
Ný skáldsaga Braga Ólafssonar er komin út. Hann segir sögupersónurnar vera hetjur. Tónlist kemur mjög við sögu í bókinni.

Persónulegir jólapakkar
Jólin eru tími huggulegheita þegar fólk vill gera vel við sig og gefa fallegar gjafir. Margir halda fast í gamlar hefðir en það er gaman að gera öðruvísi.

Aurum selur skart í House of Fraser
Selja íslenska hönnun í fimm stórverslunum House of Fraser. Munu opna í tveimur öðrum stórverslunum eftir áramót. Stjórnendur Aurum vilja stíga varfærin skref í vextinum. Aurum hóf að sækja á Bretland fyrir fimm árum. Skartgripamerkið verður tvítugt í ár.

Útbúðu svefnherbergið fyrir góðan svefn
Í nýútkominni bók næringarfræðingsins og svefnráðgjafans Robs Hobson, The Art of Sleeping, deilir höfundur ýmsum ráðum fyrir betri svefn.

Mjög góð tilfinning að gera þetta rétt
Hjónin Finnur og Þórdís byggðu fyrsta Svansvottaða íbúðarhúsið á Íslandi með hjálp frá ýmsum fagaðilum. Húsið er vistvænt og það er eingöngu byggt úr umhverfisvænum og skaðlausum byggingarefnum.

Sala Kerecis í Bandaríkjunum sexfaldaðist á þriðja ársfjórðungi
Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri nam salan í Bandaríkjunum samtals 4,6 milljónum dala, jafnvirði 575 milljóna króna, á fjárhagsárinu 2019.

Play greiðir átta prósent vexti af láninu
Lánsfjármögnunin er til níu ára og til tryggingar þarf Play að vera með átta milljónir evra í reiðufé sem veð fyrir láninu.