Hinsegin

Fréttamynd

„Þetta er móðgun gegn Ís­landi“

Þjóðleikhússtjóri Slóvakíu hefur hætt við sýningu á leikverkinu Mánasteinn sem byggt er á samnefndri bók rithöfundarins Sjón. Til stóð að sýna verkið þann 21. október næstkomandi í tilefni af alþjóðlegu hinsegin menningarhátíðinni Drama Queer festival. Stjórnandinn segir ákvörðunin alþjóðlegan skandal og fela í sér mikla móðgun gagnvart Íslandi. 

Menning
Fréttamynd

Fagna löngu tíma­bærri breytingu

Formaður Samtakanna '78 fagnar mjög reglugerðarbreytingu sem mun gera samkynhneigðum körlum kleift að gefa blóð. Hún segir breytinguna löngu tímabæra en nú þegar hún sé gengin í gegn sé farsælla að horfa fram á veginn fremur en að dvelja við fortíðina. 

Innlent
Fréttamynd

Loksins mega hommar gefa blóð

Samkynhneigðir karlmenn fá að gefa blóð hér á landi frá og með júlí á næsta ári. Heilbrigðisráðherra segir mikið ánægjuefni að þetta skref sé loks tekið

Innlent
Fréttamynd

„Slúðrað og talað um mig í öllum hornum“

Nýr framkvæmdastjóri Samtakanna 78 var á sínum tíma fyrsti karlmaðurinn í efstu deild hér á landi til að koma út úr skápnum. Hann segir minna hafa breyst á þeim 16 árum sem liðin eru síðan en hann bjóst við.

Handbolti
Fréttamynd

Var talin vera hommi og lögð í ein­elti

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir stefnir á að bjóða sig fram á Alþingi í komandi þingkosningum. Hún segist þakklát fyrir uppeldisárin í sveitinni en Ugla lifði um stund tvöföldu lífi á unglingsárunum þar sem hún gat verið hún sjálf erlendis en ekki á Íslandi og var hún lögð í einelti í menntaskóla um stund þegar hún var talin vera samkynhneigður karlmaður sem ætti eftir að koma út úr skápnum. 

Lífið
Fréttamynd

Kvaddi dramað og flutti fyrir ástina

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir fékk nóg af því að vera í hringiðu drama í Samtökunum '78 fyrir átta árum síðan og ákvað að flytjast búferlum til Bretlands þegar hún kynntist ástinni sinni óvænt á ráðstefnu erlendis. Ugla segir skrítið að flytja aftur til Íslands eftir átta ár úti, margt hafi breyst.

Lífið
Fréttamynd

Bangsar bjóða alla vel­komna

Árleg hátíð Bangsafélagsins Reykjavík Bear hefst á morgun og stendur til sunnudags. Um 125 bangsar víðsvegar úr heiminum mæta á hátíðina sem fer ört stækkandi.

Lífið
Fréttamynd

Að brúa bil: Hlut­verk pólitískrar orð­ræðu í fé­lags­legri sam­heldni

Á meðan ég vann að gerð námskeiðs um menningarnæmi og inngildingu fylltist ég tilfinningu um hversu aðkallandi þessi námskeið væru. Mín upplifun og reynsla er að ég er alltaf beðin um að flytja þessi námskeið fyrir fólk sem hefur þegar lagt af stað við að skilja og vinna með eigin viðhorf um fjölbreytileika og inngildingu.

Skoðun
Fréttamynd

Það er alltaf von: Sam­tökin ‘78 styðja Píeta

Við erum öll svo dýrmæt og hvert eitt og einasta okkar skiptir máli, þó að stundum kunni okkur að líða eins og svo sé ekki. Þetta einstaka dýrmæti hvers okkar þýðir að hvert sjálfsvíg heggur stórt skarð í líf þeirra sem eftir standa og áhrifin ná langt út fyrir innsta hring hvers einstaklings.

Skoðun
Fréttamynd

Heitustu hin­segin pör landsins

Hinsegin dagar voru haldnir hátíðlega í liðinni viku þar sem ástinni og fjölbreytileikanum var fagnað með glæsibrag. Í tilefni hátíðarinnar setti lífið á Vísi saman lista sem samanstendur af hinsegin pörum sem eiga það sameiginlegt að vera flottar fyrirmyndir.

Lífið
Fréttamynd

Kynhlutlaus klósett orðin að lögum

Reglugerð ráðherra, um að merkja beri salerni eftir aðstöðu fremur en kynjum, hefur tekið gildi. Um stórt skref er að ræða að sögn varaforseta Trans Ísland.

Innlent
Fréttamynd

Gelt á Heiðu Ei­ríks í mið­borginni

Gelt var á Heiði Eiríksdóttur tónlistarkonu á laugardagskvöld af ungum drengjum, þar sem hún var á leið heim á göngu í miðbæ Reykjavíkur ásamt vinkonu sinni eftir gleðskap þeirra í tilefni af Hinsegin dögum. Drengirnir tóku geltið upp á myndband. Hún segir að um hafi verið að ræða ömurlegan endi á kvöldinu og að það sé alveg ljóst að þörf sé á hinsegin dögum.

Innlent
Fréttamynd

„Við eigum ekki bara að hvíla í friði þegar við erum dauð“

„Ég vona að þau ykkar sem eru hinsegin en hafa ekki tekið skrefið finni kjark og þor sem fyrst til að lifa í frelsi og að hátíð eins og Hinsegin dagar fylli ykkur af eldmóð,“ skrifar ástsæli tónlistarmaðurinn og skemmtikrafturinn Friðrik Ómar Hjörleifsson í einlægri og hjartnæmri færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Daginn eftir og hinir 364

Nú er Gleðigöngunni lokið þetta árið, gaman hvað mörg gátu mætt, en baráttan heldur áfram, við megum aldrei sofna á verðinum né loka augunum fyrir hatursorðræðu og mismunun.

Skoðun
Fréttamynd

„Full­orðna fólk, grow up!“

Páll Óskar segir að á meðan fólk er ennþá að kasta pílum í það hvernig fólk lítur út, hvað það gerir eða hvernig það lifir lífinu sínu, séum við ekki frjáls, og Gleðigangan haldi áfram. Fólk sem dreifi óhróðri og óábyrgum upplýsingum á netinu þurfi að þroskast.

Innlent
Fréttamynd

Gleði­legan baráttudag!

Gleðilega gleðigöngu, gleðilegan baráttudag!Hinsegin dagar eru gengnir í garð og hápunktur þeirra á sér stað í dag þegar gleðigangan verður gengin. Tími þar sem fólk kemur saman og fagnar árangri sem náðst hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks en á sama tíma að minna á að baráttunni er ekki lokið.

Skoðun
Fréttamynd

Fjöl­breytni þrífst best í frjálsu sam­fé­lagi

Það er hluti af sjálfsmynd Íslendinga að standa öðrum framar þegar kemur að jafnrétti, mannréttindum og frelsi fólks til að vera það sjálft. Við erum stolt af því að hér geti fólk verið öruggt í eigin skinni, elskað þann sem það hugnast og sótt fram á sínum forsendum.

Skoðun
Fréttamynd

Máum út illsku með ást

Hinsegin dagar 2024 eru nú haldnir undir kjörorðunum menning, mannréttindi, fjölbreytileiki. Þetta er hátíð okkar allra sem gerum þá skýlausu kröfu að fólk fái að njóta frelsis til að vera það sjálft og láta ljós sitt skína á eigin forsendum með gleðina að leiðarljósi.

Skoðun
Fréttamynd

Mælir með að muna eftir sólar­vörn og gleðinni í göngunni

Yfir fjörutíu atriði taka þátt í gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur á morgun. Götur umhverfis gönguleiðina verða lokaðar fyrir bílaumferð frá átta í fyrramálið til sex annað kvöld. Göngustýra hvetur alla sem vilja til að gera sér ferð í bæinn og taka þátt í gleðinni.

Lífið
Fréttamynd

Þakk­læti

Nú þegar hinsegindagar standa yfir er þakklæti mér efst í huga. Þakklæti fyrir það fólk sem hefur barist fyrir réttindum hinsegin fólks svo að við öll fáum að búa í opnara og frjálsara samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Lifi frelsið, lifi fjöl­breytnin

Samhliða því að við Ölfusingar höldum okkar árlegu bæjarhætíð undir nafninu „Hamingjan við hafið“ fögnum við fjölbreytileikanum og þeirri gæfu að regnboginn beri alla liti litrófsins.

Skoðun
Fréttamynd

Hin­segin Reykja­vík – Stolt er styrkur

Góð borg er frjálslynd og jafnréttissinnuð borg þar sem íbúar eru jafnir, án tillits til kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna eða annars. Það er góð tilfinning að koma að stjórn borgar með borgarstjórn sem leggur áherslu á mannréttindi og velsæld allra íbúa sinna.

Skoðun
Fréttamynd

„Hatrið má ekki sigra“

Hinsegin dagar eru gengnir í garð með tilheyrandi lífi, litagleði og sýnileika. Gleðin nær svo ákveðnu hámarki í Reykjavík á morgun þegar Gleðigangan fer fram og margvíslegur hópur hinsegin fólks sameinast í kröfugöngu sem er á sama tíma mikill fögnuður.

Lífið