HM 2018 í Rússlandi

Markalaust er Sviss komst á HM
Sviss og Norður-Írland skildu jöfn 0-0 á St. Jakobs Park-vellinum í Basel í leik sem lauk rétt í þessu en eftir 1-0 sigur Sviss í fyrri leik liðanna á dögunum verður það Sviss sem fer á HM.

Markalaust á Parken │ Myndband
Danmörk og Írland gerðu markalaust jafntefli í bragðdaufum leik á Parken í kvöld

Túnis og Morokkó á HM
Túnis og Morokkó tryggðu sæti sitt í lokakeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi þegar undankeppni Afríkuþjóða lauk í dag.

Varamaðurinn tryggði Svíum sigur á Ítölum með sinni fyrstu snertingu | Sjáið sigurmarkið
Svíar fara með eins marks forskot í seinni leikinn á móti Ítalíu í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar.

Lingard fékk dauðafæri í lokin til að afgreiða Þjóðaverja | Frakkar og Brasilíumenn unnu
England og Þýskaland gerðu markalaust jafntefli á Wembley í kvöld þegar þjóðirnar mættust í vináttulandsleik.

Sadio Mané með stoðsendingu þegar Senegal varð 24. þjóðin til að tryggja sig inn á HM
Senegalar verða með Íslendingum á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar en þetta varð ljóst eftir sigur landsliðs Senegal í Suður-Afríku í kvöld.

Listamennirnir í fótboltalandsliðinu okkar | Myndir
Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta taka þátt í að skapa nýtt íslensk fótboltafrímerki sem verður gefið út í tengslum við heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar.

Ef að það yrði ákveðið að HM yrði á Íslandi 2022
Íslenska karlalandsliðið tekur næsta sumar þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti þegar strákarnir okkar verða með á HM í Rússlandi.

Geir Þorsteins birtir mynd af snævi þöktum Laugardalsvellinum og sendir skýr skilboð
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er nú við æfingar í sól og blíðu í Katar og þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af snjókomunni á Íslandi en staðan hefði verið allt öðruvísi hefði íslenska liðinu ekki tekist að vinna sinn riðil í undankeppni HM í Rússlandi.

Chiellini: Leikstíll Guardiola hefur eyðilagt ítalska varnarmenn
Giorgio Chiellini, varnarmaður Juventus og ítalska landsliðsins, segir að kynslóð ítalskra varnarmanna hafi verið eyðilögð af Pep Guardiola.

Strákarnir okkar sparka í „sama“ bolta og Pelé á HM í Rússlandi
Adidas kynnir nýja HM-boltann sem sækir innblástur til þess fyrsta sem fyrirtækið gerði.

Króatar í frábærum málum eftir stórsigur á Grikkjum á Maksimir | Sjáið mörkin
Króatíska fótboltalandsliðið er komið með annan fótinn inn á HM í Rússlandi í sumar eftir 4-1 sigur á Grikkjum í kvöld í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2018.

Umdeild vítaspyrna færði Svisslendingum sigur í Belfast | Sjáið sigurmarkið
Svisslendingar eru í fínum málum í umspili um sæti á HM í Rússlandi eftir 1-0 útisigur á Norður-Írlandi í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2018.

Zlatan: Sænska liðið ekki jafn sterkt eftir að ég hætti
Zlatan Ibrahimovic segir að sænska fótboltalandsliðið sé ekki jafn gott eftir að hann lagði landsliðsskóna á hilluna.

Messi: Ég vel ekki argentínska landsliðið
Lionel Messi segir það af og frá að hann ráði ferðinni hjá argentínska landsliðinu.

Njósnari Man. Utd. sendur á Laugardalsvöll í gær
Manchester United sendi njósnara fyrir mistök á Laugardalsvöll í gær.

Örlög Íslands ráðast: Landsmenn ættu að halda með „litlu liðunum“ í umspilinu
Úrslitin í umspili fyrir HM um helgina ræður því hvort Ísland verði í 2. eða 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir HM 2018 í Rússlandi.

Höddi Magg: Kjartan Henry langbestur en Viðar Örn heldur áfram að valda vonbrigðum
Hörður Magnússon var ekki ánægður með frammistöðu Selfyssingsins í Doha í gær.

Birkir þarf ekki að fara í aðgerð og vill ekki spila á Norðurlöndum fram að HM
Birkir Már Sævarsson vill komast í deild utan Norðurlanda á nýju ári.

Tólfta tapið á fjórum árum í vináttulandsleik
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er allt annað lið í vináttulandsleikjunum en í leikjunum sem skipta máli.

Kjartan Henry tékkaði sig inn
Íslenska fótboltalandsliðið tapaði sínum fyrsta landsleik sem HM-lið þegar liðið lá 2-1 á móti Tékkum á vináttumótinu í Katar í gær. Landsliðsþjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur af úrslitunum.

Kjartan Henry: Ég er ekki í skýjunum því ég hefði viljað skora fleiri mörk
Kjartan Henry Finnbogason nýtti tækifærið sitt í kvöld þegar hann var í byrjunarliði íslenska landsliðsins á móti Tékklandi.

Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-2 | Fáir tékkuðu sig inn í tapi í Dóha
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði 2-1 fyrir Tékkum í fyrsta leiknum á æfingamótinu í Katar í dag en seinni leikur íslenska liðsins er síðan eftir sex daga.

Englendingar fá að kynnast myndbandstækninni á föstudaginn
Myndbandstækni verður notuð í vináttulandsleik Englands og Þýskalands á Wembley á föstudaginn.

Heimir: Smá heppni í óheppninni
Íslenska karlalandsliðið spilar æfingaleik gegn Tékkum í Katar í dag. Landsliðsþjálfarinn vill fá jákvæða frammistöðu frá liðinu en baráttan um sæti í HM-hópnum hefst formlega í þessum leik.

Finnbogasynir eru 75 prósent af framlínu íslenska landsliðsins
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gerði breytingu á landsliðshópi sínum um helgina þegar hann kallaði á framherjann Kristján Flóka Finnbogason.

Menn tóku mismikinn þátt í fyrstu æfingunni í Doha | Myndir
Strákarnir í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta hafa allir skilað sér í sólina í Katar en íslenska liðið æfði á keppnisvellinum í Doha í dag.

HM búningar Adidas frumsýndir í dag
Afturhvarf til fortíðar einkennir búningana sem verða í sviðsljósinu á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar.

Kristján Flóki kallaður inn í landsliðshópinn sem fer til Katar
Kristján Flóki Finnbogason fer með íslenska fótboltalandsliðinu til Katar en landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson hefur þurft að gera breytingu á hópnum sem hann tilkynnti á föstudaginn.

Samkeppnin nú þegar hafin
26 leikmenn fara með íslenska landsliðinu í æfingaferð til Katar síðar í mánuðinum. Leikir gegn heimamönnum og Tékkum marka upphaf undirbúnings liðsins fyrir HM í Rússlandi næsta sumar.