KSÍ
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/BA6A7F84C2EC9FD32983BE5973D8F9CD1E549B7D647BD5815BEA1F0341AB2763_308x200.jpg)
Varar við afturhvarfi KSÍ: „Mikilvægara var að verja ofbeldismenn en brotaþola“
„Það er óbærilegt ef barátta hugrakkra brotaþola gegn ofurefli frægðar og vinsælda verður til lítils og allt verður eins og áður,“ skrifar Drífa Snædal, talskona Stígamóta, í grein á Vísi. Tilefnið er kjör á nýjum formanni Knattspyrnusambands Íslands og ósk um fullvissu þess að sambandið taki ekki skref aftur á bak í jafnréttisbaráttunni, í gamalt far.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/47476F2C04BB44CAD1D6B3247EF4221652E642DC836559FDF07B5D63DE77D61D_308x200.jpg)
Formannsframbjóðendur í Pallborðinu
Pallborðið verður á Vísi klukkan 14.00 í dag og að þessu sinni mæta mennirnir sem berjast um formannsstólinn hjá KSÍ.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/7D916178F1FA3BE424719DF150584E37EA4EA0A781AF702AA8B8EEFAAAA29897_308x200.jpg)
KSÍ ræður lögmann í slaginn við ÍSÍ
Knattspyrnusamband Íslands hefur ekki fengið krónu úr Afrekssjóði Íþrótta- og ólympíusambands Íslands síðustu sjö ár, öfugt við öll önnur íþróttasérsambönd á Íslandi. Þolinmæði KSÍ er á þrotum og hefur sambandið ráðið lögmann vegna málsins.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/7A11297E8022E39FDFD39EB80CCAD1D1A866DDD48ACB2E5BEDE2B03C12E35B34_308x200.jpg)
Bónusar landsliðsfólks helmingi lægri og færri leikir eftir mikið tap KSÍ
Leikir knattspyrnulandsliða Íslands verða enn færri í ár en í fyrra, eða alls tíu leikjum færri, og greiðslur til leikmanna A-landsliðanna helmingi lægri, samkvæmt fjárhagsáætlun Knattspyrnusambands Íslands. Sambandið þarf að rétta af reksturinn eftir 126 milljóna tap á síðasta ári.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/39D164408E9ED522AF3A26A1A3496AD09EA142DE68673F6BB00967572D423F24_308x200.jpg)
KSÍ tapaði 126 milljónum króna
Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, birti í dag ársreikning sinn fyrir árið 2023 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/7A061EA74D58BA4F1AFAA6443FE52BA18F1E9AE1A9CE3CF1BEFFB5B1897B9440_308x200.jpg)
KSÍ auglýsir eftir lukkukrökkum
Knattspyrnusamband Íslands býður nú börnum á aldrinum 6-10 ára upp á tækifæri til að leiða leikmenn kvennalandsliðsins inn á Kópavogsvöll, fyrir leikinn mikilvæga við Serbíu um sæti í A-deild Þjóðadeildar UEFA.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/E80D9D48DD8F308A8F92209812062BDE34861F7B403A658B7C99C911704728FC_308x200.jpg)
Konur hverfa úr forystu KSÍ og aðeins karlar í framboði
Nú er orðið ljóst að þrjár konur sem verið hafa í fararbroddi Knattspyrnusambands Íslands síðustu ár munu kveðja sambandið í þessum mánuði.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/B8ADA0DB3A0BB0B0EF2A281A268AD209280B86CDB00433ADB0E7AA6D0E948DCD_308x200.jpg)
Vara við að sumarfrí valdi tekjumissi frá veðmálum
Tillaga Leikmannasamtaka Íslands um að knattspyrnufólk á Íslandi fái sumarfrí ár hvert virðist falla í nokkuð grýttan jarðveg hjá nefndum Knattspyrnusambands Íslands. Það er meðal annars talið valda tekjumissi vegna veðmálaréttinda.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/670063033CF2021811CADD10578D50B407EF25F7DE0D5005D4321DF417DBCDAA_308x200.jpg)
Vilja breyta reglum eftir mál Arnars
Stjórn Íslensks Toppfótbolta hefur lagt fram tillögu til ályktunar á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillagan kemur til eftir kærumál vegna leikbanns Arnars Gunnlaugssonar á síðustu leiktíð.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/F974EB82D9C3B66A9C0CC90D70C1EEDE4E41EDA84572E02A3BDA612A42B40675_308x200.jpg)
Harðneituðu að spila í Ísrael: „UEFA steig sem betur fer inn“
Ísraelska knattspyrnusambandið pressaði stíft á KSÍ og UEFA að fá að halda umspilsleik karlalandsliða Íslands og Ísrael í heimalandinu. KSÍ harðneitaði ítrekuðum beiðnum og UEFA ákvað að leikurinn skyldi haldinn á hlutlausum velli.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/D4CAFA1D3170338EF602D215CC472256E27BC3FAD0F44A52D830E4E365F24BD1_308x200.jpg)
Afar ólíkar tillögur KSÍ og ÍTF um kjörgengi
Ljóst er að stjórn KSÍ (Knattspyrnusambands Íslands) er á öndverðum meiði við stjórn ÍTF (Íslensks toppfótbolta) hvað varðar kjörgengi stjórnarmanna KSÍ. Tvær ólíkar tillögur liggja fyrir ársþingi KSÍ sem fram fer eftir rúmar tvær vikur.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/DC0C5372B71946CACE11C2F4E878E91A39A6AA6E74E12B18DB672B9C2290FEF5_308x200.jpg)
„Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“
Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/DC0C5372B71946CACE11C2F4E878E91A39A6AA6E74E12B18DB672B9C2290FEF5_308x200.jpg)
Vignir verður með í formannsslagnum
Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/8E213AFB27C45AF2EF6711F4D6C159FDBE3972CA62E35371D4C6BBFDD27719AB_308x200.jpg)
„Mörg sérsambönd ósátt á hverju einasta ári“
Forystufólk innan Knattspyrnusambands Íslands er ósátt við að fá engu fé úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ sjöunda árið í röð. Víða ber á ósætti vegna fjárskorts. Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir sambandið gera sitt besta við að sækja fé frá ríkinu, en á meðan kostnaður eykst hjá sérsamböndum stendur styrkur ríkisins í stað.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/31B32841EC1AB207D0FA77AC2B4A5E7E76A41B08448BD16A517813DC85233281_308x200.jpg)
Ósátt við ÍSÍ: „Kaldar kveðjur“
Yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ gagnrýnir úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ. KSÍ hefur ekki fengið úthlutað úr sjóðnum á sjöunda ár.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/DA931C8ECB4595AA4F8EE6E3FF8AB2A26366D9C47E95E188A84D5CAF735CC8E7_308x200.jpg)
KSÍ hvetur félög að passa það að konurnar fái líka að mæta á þingið
Ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram seinna í þessum mánuði og sambandið telur ástæðu til þess að hvetja félög sína til að huga að kynjaskiptingu við val sitt á þingfulltrúum.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/789B40FA1C75D9A432B4E7077F75C6C86FE09944143821B5F81D68EDB879793D_308x200.jpg)
Titillinn tekinn af KR: „Þetta er bara klúður“
KR-ingar þurfa að öllum líkindum að horfa á eftir Reykjavíkurmeistaratitlinum í fótbolta, sem þeir fögnuðu í gærkvöld, í hendur Víkinga sem verður dæmdur 3-0 sigur í leik liðanna vegna ólöglegs leikmanns KR.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/24EDD006776B004CEF5A29B15D64D01BDACCF634334B2257195628EC6D16457D_308x200.jpg)
Ívar Ingimars hættir í stjórn KSÍ og gagnrýnir ÍTF: Vill klippa á naflastrenginn
Ívar Ingimarsson, stjórnarmaður KSÍ og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að bjóða sig ekki áfram til stjórnunarstarfa fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Fram undan er ársþing KSÍ og Ívar hefur verið í stjórn sambandsins undanfarin tvö ár.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/723BD3492FD835C7D5C13AB8E1D2E003FCC2FE8E7B31C7F3FDAD44ED56F202B8_308x200.jpg)
Okkar KSÍ
Ég var kosinn í stjórn KSÍ fyrir tveimur árum og er mjög þakklátur fyrir að fá það tækifæri og traust. Ég hef þó ákveðið að bjóða mig ekki fram á komandi þingi.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/9B59D96D058C3C4126AC55760BEC7FE669210F6B51BCE01DF0C80410FDB8A1EB_308x200.jpg)
Þorvaldur Örlygsson vill fá dómarakennslu inn í skólakerfið
Þorvaldur Örlygsson er í framboði til formanns Knattspyrnusambands Íslands á komandi ársþingi og hann vill leita nýrra og ferskra leiða til að bæta dómgæslu í íslenskri knattspyrnu.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/E6B55C7AB08A6BB0D7BC3EB01E91FD48DC56FF1ECB225B8D6F882FEE495B3E73_308x200.jpg)
Dómaramálin inn í skólakerfið
Einn stærsti þátturinn í knattspyrnu er hlutur dómara. Góð dómgæsla er góð fyrir leikinn og þá ráðast úrslitin á leikmönnum, leikskipulagi, þjálfun og fleiri þeim þáttum sem við unnendur knattspyrnu höfum áhrif á.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/154D6703206598BDDDC3DB8304C875F2305EFB2044BD196C4F94B0A9B3FD66FB_308x200.jpg)
„Alls ekki mín ákvörðun, heldur ákvörðun stjórnar“
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, kveðst ánægð með að Åge Hareide verði áfram landsliðsþjálfari karla. Hún segir að uppsagnar- og framlengingarákvæði hafi verið sett í samning Hareides sem eftirmaður hennar í starfi geti nýtt sér.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/E2CB2BC5B2A671EDE332A515C07384BD92D50DAB75D11D3D383A4B78BB5CAC74_308x200.jpg)
„Við megum ekki sitja eftir“
Knattspyrnusamband Íslands ætlar að hagnýta knattspyrnuvísindin í afreksstarfi sínu og hefur sett á laggirnar nýtt verkefni sem er fjármagnað að fullu af Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/9CA755B358E691160C6F02048DC96DA025DFC1A9A3E2BA017C69B2A4C3F207E8_308x200.jpg)
„Þessar hreyfingar verða að fara að vinna saman“
Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði. Hann segist vilja sameina hreyfinguna ef hann verður kjörinn.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/AA68EB1A991573A206CB8CD696ED39EC690151ECF61EF0257A2D99003B6660DD_308x200.jpg)
Þorvaldur býður sig fram til formanns KSÍ
Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/8BD677BA5575AD5CF9AC7C98EB372F8AA1E602AC4CB337727EE68FFE0422CE43_308x200.jpg)
Glódís og Hákon hlutu afgerandi kosningu
Glódís Perla Viggósdóttir er knattspyrnukona ársins og Hákon Arnar Haraldsson er knattspyrnumaður ársins. Bæði hlutu þau nafnbótina í fyrsta sinn í fyrra og halda henni.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/C81970AF2B58DFEF4DBCA383A1CF7468A3105D12CEFE7169444B228A78B027ED_308x200.jpg)
Bannað að kjósa Albert
Albert Guðmundsson kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ, vegna kæru fyrir kynferðisbrot sem hann kveðst saklaus af.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/8DCF2E308F5FF9A083CCFF9E011ECD08FE4278F9EA5C96C4543F006AF9CA9431_308x200.jpg)
Lars fylgist grannt með íslenska landsliðinu
Þrátt fyrir að nokkur ár séu liðin frá því Lars Lagerbäck starfaði sem landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, fylgist hann enn grannt með gengi liðsins. Íslenska landsliðið hefur gengið í gegnum brösótta tíma í ár. Þjálfaraskipti urðu hjá liðinu um mitt ár þegar að Age Hareide var ráðinn inn í stað Arnars Þórs Viðarssonar.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/06355E2B8F8F0D33D0502E2D14C12099C5DED9DD744126B86305C6BD1FF20DA9_308x200.jpg)
Verulegt tap hjá KSÍ: „Afar ósanngjarnt ef þetta endar þannig“
Gert er ráð fyrir því að Knattspyrnusamband Íslands verði rekið með verulegu tapi á árinu 2023. Góður árangur félags- og landsliða veldur þessu, sérstaklega vegna vinnu við að halda Laugardalsvelli leikhæfum í nóvember, en þjálfaraskipti A-landsliðs karla kostuðu einnig sitt.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/B2F22A66D96DFB9254AE3A54E57686E5783AF8D8A78CE17E70EBB4D41405127B_308x200.jpg)
Vanda ræðir við Hareide: „Vitum að hann hefur áhuga“
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, er bjartsýn á að samningar takist við norska þjálfarann Åge Hareide um að stýra íslenska karlalandsliðinu áfram eftir að núgildandi samningur rennur út.