Landbúnaður

Fréttamynd

Undanþágu hafnað þrátt fyrir að lambahryggur sé að klárast

Viðbúið er að íslenskir lambahryggir seljist upp á landinu öllu á næstu vikum. Ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt vegna yfirvofandi skorts var þó hafnað. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sakar afurðastöðvar um að hafa reynt að halda framboði í lágmarki til að geta hækkað verð á kjöti þegar eftirspurnin er mest

Innlent
Fréttamynd

Ólögmætu ástandi aflétt

Alþingi samþykkti í þessari viku frumvarp mitt um afnám hinnar svokölluðu frystiskyldu á m.a. kjöti sem flutt er til Íslands frá Evrópska efnahagssvæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Erfitt að gera bændum til hæfis varðandi veður

Fyrri slætti er nú víða lokið eða er að ljúka hjá kúabændum á Suðurlandi þrátt fyrir litla sprettu síðustu vikur vegna þurrka, enda tún víða brunnin. Bóndi í Landeyjunum segist ekki nenna að kvarta undan rigningarleysi, rigningin komi fyrr eða síðar.

Innlent
Fréttamynd

Skerpa þurfi á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum

Formaður Bændasamtaka Íslands segir niðurstöður Matvælastofnunar um sjúkdómsvaldandi bakteríur í íslensku lamba- og nautakjöti koma á óvart. Rannsaka þurfi málin betur og skerpa á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum. Skoðunin hafi hins vegar leitt í ljós sterka stöðu svína- og kjúklingakjöts.

Innlent
Fréttamynd

Sveitarstjóri liggur á bæn og biður um rigningu

Íbúar á Suðurlandi eru beðnir að fara sparlega með vatn því sökum mikilla þurrka undanfarið er mikið álag á veitukerfum sveitarfélaga. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra segist liggja á bæn og biðja um rigningu.

Innlent
Fréttamynd

Dúxinn sem dreymir um sauðfjárrækt

Elíza Lífdís útskrifaðist sem búfræðingur og hlaut verðlaun fyrir góða frammistöðu í fjórum greinum. Hana dreymir um að verða bóndi og leitar sér að búi til að taka við.

Innlent
Fréttamynd

Kjötfrumvarp úr nefnd

Frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á fersku kjöti var afgreitt út úr atvinnuveganefnd í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Sundriðið á nærbuxunum

Hestamenn sundriðu í sjónum við Stokkseyri um helgina en þá var árlegur baðtúr Hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi farin. Þeir hörðustu riðu berbakt á nærbuxunum þegar þeir fóru í sjóinn.

Innlent
Fréttamynd

Salka bar fimm hressum og heilbrigðum lömbum

"Þetta eru fínustu lömb, hress og heilbrigð. Burðurinn gekk ágætlega hjá henni, það komu reyndar tvö á afturfótunum, það var eitthvað sem við leystum auðveldlega. Þetta eru sæðingalömb undan sæðingahrúti, þannig að eitthvað af þeim verður líklega í ásetningshópnum í haust, segir Tómas Jensson,“ bóndi á Teigi í Fljótshlíð.

Innlent
Fréttamynd

Eini sveppabóndi landsins segist vera í tísku í dag

"Já, þetta er hollustu bylgjan, við hentum vel inn í vegan og keto líka, þannig að við erum í tísku í dag, það er gaman að vera í tísku því að þetta er undirstaðan fyrir því að framleiða góða vöru að hún seljist vel, við erum í þeirri stöðu núna“, segir Georg Ottósson, eini sveppabóndi landsins og eigandi Flúðasveppa á Flúðum.

Innlent