Landbúnaður Tólf milljarða vanti í íslenskan landbúnað Bændasamtökin krefjast þess að komið verði til móts við afkomubrest bænda frá 1. janúar á þessu ári og út samningstíma búvörusamninga. Eins og var gert í sprettgreiðslum til bænda í fyrra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum en þar segir að ef ekki verði brugðist við megi búast við fjöldagjaldþroti hjá bændum. Neytendur 23.10.2023 11:48 „Tilfellið er að við stöndum frammi fyrir algjöru hruni“ Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna kallar eftir tafarlausum stuðningi ríkisstjórnarinnar og segir íslenskan landbúnað standa frammi fyrir algjöru hruni. Hún hefur áhyggjur af áhuga erlendra einkaaðila og segir hættu á að þeir sölsi undir sig íslenskan landbúnað. Innlent 22.10.2023 13:37 Krónan ekki að svína á tollareglum um lambakjöt Bjarni Friðrik Jóhannesson, forstöðumaður innkaupa og birgðastýringar Krónunnar, hafnar því alfarið að þau þar séu að svína á lögum og reglum varðandi innflutning á lambakjöti. Innlent 20.10.2023 16:36 Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Manni nokkrum sem var að versla í Krónunni á dögunum var brugðið þegar hann skoðaði verðmiðann á íslensku lambakjöti. 5,999 krónur kílóið en við hliðina var sambærilegt lamb frá Nýja Sjálandi talsvert ódýrara. Neytendur 20.10.2023 13:42 Hringrásarhagkerfið: Fyrirtæki sem ekki eru sjálfbær verði einfaldlega ekki með starfsleyfi Hringrásarkerfið byggir meðal annars á því að suma hluti þurfi að hugsa upp á nýtt. Atvinnulíf 19.10.2023 07:01 Yfirgangur Landsvirkjunar gegn íbúum við Þjórsá og gagnvart lífríki og umhverfi árinnar Ég er einn þeirra íbúa Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem kominn er með nóg af yfirgangi og virðingarleysi ákveðinna afla, gagnvart náttúrunni, lýðræðinu og faglegum vinnubrögðum. Þar ber hæst Landsvirkjun sem haldið hefur íbúum í gíslingu með yfirvofandi virkjunum í neðri hluta Þjórsár, árum saman. Skoðun 18.10.2023 07:00 Líf íslensk landbúnaðar hangir á bláþræði Það hefur legið fyrir um tíma að staða bænda hafi farið versnandi á síðustu árum, staðan hefur verið margrædd en lítið að gert. Veruleikinn er sá að afkoma bænda hefur verið með öllu óviðunandi frá árinu 2020, rekstrargrundvöllurinn er hverfandi með hverjum mánuði, nýliðun er lítil sem engin og bændur kalla ítrekað eftir aðgerðum til að koma starfsgreininni aftur í fyrra horf. Skoðun 17.10.2023 13:31 Allt matvælaeftirlit fari til ríkisins Einróma niðurstaða starfshóps um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælaeftirliti, er sú að þörf sé á því að færa allt eftirlit til stofnana ríkisins. Hópurinn leggur til að níu eftirlitsstofnanir, svokallaðar heilbrigðisnefndir, á vegum sveitarfélaga verði lagðar niður. Innlent 17.10.2023 13:10 „Gærdagurinn var bæði ljótur og fallegur“ „Gærdagurinn var bæði ljótur og fallegur,“ segir Sigríður Jónsdóttir, dóttir bændanna á Efra-Apavatni í Bláskógarbyggð, en í gær fór fram umfangsmikil leit að sauðfé bæjarins eftir að komið var að dýrbítum í fénu fyrir rúmri viku. Innlent 17.10.2023 12:34 Brattir sauðfjárbændur í Rangárvallasýslu Það var létt yfir sauðfjárbændum á Degi sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu um helgina þar sem hrútar og gimbrar voru þuklaðar og dæmdar. 96 ára bóndi naut sín vel innan um sauðféð. Innlent 16.10.2023 21:00 Þriggja barna móðir berst við kerfið eftir banaslys á bænum Ekkja með þrjú lítil börn, sem missti manninn sinn snemma í vor í vinnuslysi á bæ þeirra hjóna í Rangárvallasýslu er mjög ósátt við það hvernig stjórnkerfið sækir á hana með allskonar leyfum og rukkunum eftir að maður hennar dó því búið var á hans kennitölu. Hjónin voru búin að vera í tíu ár í kúabúskap þegar maðurinn dó og rétt áður brunnu kindurnar þeirra inni í eldsvoða á bænum. Innlent 15.10.2023 21:01 Fitubjúgur fær litla athygli hér á land Fitubjúgur er sjúkdómur, sem fær litla athygli hér á landi á sama tíma og tíðni hans er um 11 prósent í löndunum í kringum okkur en hann leggst aðallega á konur. Geitabóndi í Borgarfirði hefur þurft að fara í tvær aðgerðir á sjúkrahúsi í Svíþjóð til að láta „tappa“ af sér 23 kílóum af fitu og er á leiðinni í þriðju ferðina. Innlent 7.10.2023 20:06 Lausagöngufé ærir íbúa Vestmannaeyja sem ætluðu að njóta efri áranna Einhverjir íbúar Vestmannaeyja hafa fengið sig fullsadda á lausagöngufé í Heimaey. Bréf sem þrettán íbúar sendu bæjarráði Vestmannaeyja var tekið fyrir á fundi ráðsins í síðustu viku. Í fundarskýrslu segir að bæjarráð hafi fullan skilning á þreytu íbúa vegna málsins og leggur áherslu á í umfjöllun sinni að þeir sem fylgi ekki reglum um búfjárhald muni ekki fá leyfi til að halda slíku áfram. Innlent 5.10.2023 07:00 Faðir ráðherra og föðurbróðir svara fyrir sig á heimasíðunni Hrútar Bræðurnir Daði og Valdimar Einarsson hafa komið á fót heimasíðunni Hrútar. Þar vilja þeir koma á framfærum sjónarmiðum sínum um áralangar fjölskyldudeilur sem hverfst hafa um jörðina Lambeyrar undanfarna mánuði. Innlent 3.10.2023 12:39 Bændur gefast upp eða draga saman seglin Framleiðsla á lambakjöti hefur dregist saman um tæpan fimmtung á síðustu fimm árum. Formaður Bændasamtaka Íslands segir sauðfjárbændum hafa fækkað og að þeir sem eftir standa séu að draga saman í framleiðslunni vegna afkomuvanda. Innlent 2.10.2023 11:59 Guðni segir að ferðaþjónustan sé að drepa íslenskan landbúnað Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra gagnrýnir ríkisstjórnina og Alþingi harðlega fyrir sofandi hátt varðandi erfiða stöðu bænda og segir að hrina gjaldþrota blasi við verði ekkert gert. Þá segir hann ferðaþjónustuna vera að drepa hinn hefðbundna landbúnað. Innlent 30.9.2023 21:31 Jafna mætti rannsókn MAST við „alvarlegt einelti“ Matvælaráðuneytið hefur staðfest stjórnvaldssekt sem Matvælastofnun (MAST) lagði á nautgripabónda vegna brota á lögum um velferð dýra. Bóndinn taldi að rannsókn MAST hefði einkennst af einstrengingslegri háttsemi starfsmanna sem „jafna mætti við alvarlegt einelti“. Innlent 30.9.2023 13:35 Bestu vinkonurnar eru sextíu geitur Geitabóndi í nágrenni við Höfn í Hornafirði segir fátt skemmtilegra en að umgangast geiturnar sínar því þær séu svo uppátækjasamar og stríðnar. Bóndinn hvetur fólk til að fá sér geitur því þær séu svo góðir vinir manns. Lífið 27.9.2023 21:01 Svandís matvælaráðherra hefur eignast nöfnu í Keldudal Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra hefur eignast nöfnu en það er kýr á bænum Keldudal í Hegranesi í Skagafirði. Kýrin, sem er rétt rúmlega eins árs þykir efnileg og á vonandi eftir að mjólka mikið í framtíðinni. Lífið 25.9.2023 20:17 Rækta níu tegundir af grænmeti í Þingeyjarsveit Þeir garðyrkjubændur, sem eru með útiræktað grænmeti keppast nú við að taka grænmetið upp áður en það fer að frysta. Á bænum Vallakoti í Þingeyjarsveit eru ungir bændur að rækta níu tegundir af grænmeti með góðum árangri. Innlent 22.9.2023 08:31 Hvað gera bændur nú? Frá árinu 2017 hefur orðið um 20% samdráttur í sauðfjárrækt á Íslandi. Fyrir því liggur ein megin ástæða, óásættanleg afkoma. Það hefur samt orðið bati í afkomunni. Afurðaverð hefur hækkað verulega síðustu ár, einkum síðustu tvö árin. Skoðun 20.9.2023 15:01 ESB jók framlög til landbúnaðar um 430 milljónir evra í sumar Þann 26. júní sl. samþykkti framkvæmdastjórn ESB að auka framlög til landbúnaðar í aðildarríkjunum til að koma til móts við áhrif af óhagstæðu veðurfari, hækkun framleiðslukostnaðar og fjölbreyttum markaðs- og viðskiptatengdum áskorunum. Skoðun 20.9.2023 09:31 Bíður eftir því að eiginmaðurinn breytist í býflugu Þeim sem rækta býflugur hér á landi fer alltaf fjölgandi en ræktunin þykir mjög skemmtileg og áhugaverð, svo ekki sé minnst á allt hunangið, sem bændurnir fá frá flugunum. Lífið 16.9.2023 20:31 Skilyrðum fyrir blóðmerahaldi breytt Reglugerð sem gilt hefur síðan í fyrra um blóðmerahald verður felld úr gildi og verður starfsemin felld undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. Innlent 15.9.2023 16:55 Matvælaframleiðsla eigi undir högg að sækja á Íslandi Íslensk matvælaframleiðsla á undir högg að sækja að sögn ungs kúabónda. Síðustu ár hafi stjórnvöld markvisst grafið undan framleiðslunni. Innlent 15.9.2023 12:04 Lífræn egg frá Nesbúeggjum er fullkomin næring Nesbúegg er leiðandi í sölu á lífrænum vottuðum eggjum á landsvísu. Í tilefni af Lífræna deginum á morgun laugardag efnir Nesbúegg til ommilettu samkeppni úr lífrænum eggjum. Samstarf 15.9.2023 08:31 Dúfna- og vínberjabóndi á Hellissandi Það er ekki nóg með það að Ari Bent Ómarsson sé dúfnabóndi á Hellissandi því hann bruggar líka vínberjavín úr berjunum úr gróðurskálanum sínum, en plantan hans er að gefa honum um þrjátíu kíló af vínberjum. Lífið 14.9.2023 20:30 Bíómynd um Kristinn Guðnason fjallkóng með meiru Á sama tíma og göngur og réttir standa nú yfir um allt land verður ný íslensk kvikmynd, „Konungur fjallanna“ frumsýnd annað kvöld i Bíóhúsinu á Selfossi. Myndin fjallar um Kristinn Guðnason, fjallkóng í leitum með gangnamönnum á Landmannaafrétti. Innlent 9.9.2023 13:05 Gleðin við völd í Hrunaréttum og ánægja með lömbin Bændur og búalið í Hrunamannahreppi létu ekki rigningu og leiðindaveður í morgun trufla sig í réttarstörfum í Hrunarétt skammt frá Flúðum, þar sem voru um þrjú þúsund og fimm hundruð fjár. “Mikill hátíðisdagurinn í sveitinni” segir sveitarstjórinn. Innlent 8.9.2023 20:31 Segir þörf á átaki til að fækka sauðfé á vegum í Öræfum og í Suðursveit Lausaganga sauðfjár er verulegt vandamál við þjóðveg eitt í gegnum Öræfin og í Suðursveit í Sveitarfélaginu Hornafirði. Kindurnar og lömbin liggja nánast á veginum og láta sér fátt um finnast þó ökumenn flauti og flauti til að koma fénu af veginum. Innlent 5.9.2023 08:04 « ‹ 6 7 8 9 10 11 12 13 14 … 42 ›
Tólf milljarða vanti í íslenskan landbúnað Bændasamtökin krefjast þess að komið verði til móts við afkomubrest bænda frá 1. janúar á þessu ári og út samningstíma búvörusamninga. Eins og var gert í sprettgreiðslum til bænda í fyrra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum en þar segir að ef ekki verði brugðist við megi búast við fjöldagjaldþroti hjá bændum. Neytendur 23.10.2023 11:48
„Tilfellið er að við stöndum frammi fyrir algjöru hruni“ Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna kallar eftir tafarlausum stuðningi ríkisstjórnarinnar og segir íslenskan landbúnað standa frammi fyrir algjöru hruni. Hún hefur áhyggjur af áhuga erlendra einkaaðila og segir hættu á að þeir sölsi undir sig íslenskan landbúnað. Innlent 22.10.2023 13:37
Krónan ekki að svína á tollareglum um lambakjöt Bjarni Friðrik Jóhannesson, forstöðumaður innkaupa og birgðastýringar Krónunnar, hafnar því alfarið að þau þar séu að svína á lögum og reglum varðandi innflutning á lambakjöti. Innlent 20.10.2023 16:36
Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Manni nokkrum sem var að versla í Krónunni á dögunum var brugðið þegar hann skoðaði verðmiðann á íslensku lambakjöti. 5,999 krónur kílóið en við hliðina var sambærilegt lamb frá Nýja Sjálandi talsvert ódýrara. Neytendur 20.10.2023 13:42
Hringrásarhagkerfið: Fyrirtæki sem ekki eru sjálfbær verði einfaldlega ekki með starfsleyfi Hringrásarkerfið byggir meðal annars á því að suma hluti þurfi að hugsa upp á nýtt. Atvinnulíf 19.10.2023 07:01
Yfirgangur Landsvirkjunar gegn íbúum við Þjórsá og gagnvart lífríki og umhverfi árinnar Ég er einn þeirra íbúa Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem kominn er með nóg af yfirgangi og virðingarleysi ákveðinna afla, gagnvart náttúrunni, lýðræðinu og faglegum vinnubrögðum. Þar ber hæst Landsvirkjun sem haldið hefur íbúum í gíslingu með yfirvofandi virkjunum í neðri hluta Þjórsár, árum saman. Skoðun 18.10.2023 07:00
Líf íslensk landbúnaðar hangir á bláþræði Það hefur legið fyrir um tíma að staða bænda hafi farið versnandi á síðustu árum, staðan hefur verið margrædd en lítið að gert. Veruleikinn er sá að afkoma bænda hefur verið með öllu óviðunandi frá árinu 2020, rekstrargrundvöllurinn er hverfandi með hverjum mánuði, nýliðun er lítil sem engin og bændur kalla ítrekað eftir aðgerðum til að koma starfsgreininni aftur í fyrra horf. Skoðun 17.10.2023 13:31
Allt matvælaeftirlit fari til ríkisins Einróma niðurstaða starfshóps um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælaeftirliti, er sú að þörf sé á því að færa allt eftirlit til stofnana ríkisins. Hópurinn leggur til að níu eftirlitsstofnanir, svokallaðar heilbrigðisnefndir, á vegum sveitarfélaga verði lagðar niður. Innlent 17.10.2023 13:10
„Gærdagurinn var bæði ljótur og fallegur“ „Gærdagurinn var bæði ljótur og fallegur,“ segir Sigríður Jónsdóttir, dóttir bændanna á Efra-Apavatni í Bláskógarbyggð, en í gær fór fram umfangsmikil leit að sauðfé bæjarins eftir að komið var að dýrbítum í fénu fyrir rúmri viku. Innlent 17.10.2023 12:34
Brattir sauðfjárbændur í Rangárvallasýslu Það var létt yfir sauðfjárbændum á Degi sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu um helgina þar sem hrútar og gimbrar voru þuklaðar og dæmdar. 96 ára bóndi naut sín vel innan um sauðféð. Innlent 16.10.2023 21:00
Þriggja barna móðir berst við kerfið eftir banaslys á bænum Ekkja með þrjú lítil börn, sem missti manninn sinn snemma í vor í vinnuslysi á bæ þeirra hjóna í Rangárvallasýslu er mjög ósátt við það hvernig stjórnkerfið sækir á hana með allskonar leyfum og rukkunum eftir að maður hennar dó því búið var á hans kennitölu. Hjónin voru búin að vera í tíu ár í kúabúskap þegar maðurinn dó og rétt áður brunnu kindurnar þeirra inni í eldsvoða á bænum. Innlent 15.10.2023 21:01
Fitubjúgur fær litla athygli hér á land Fitubjúgur er sjúkdómur, sem fær litla athygli hér á landi á sama tíma og tíðni hans er um 11 prósent í löndunum í kringum okkur en hann leggst aðallega á konur. Geitabóndi í Borgarfirði hefur þurft að fara í tvær aðgerðir á sjúkrahúsi í Svíþjóð til að láta „tappa“ af sér 23 kílóum af fitu og er á leiðinni í þriðju ferðina. Innlent 7.10.2023 20:06
Lausagöngufé ærir íbúa Vestmannaeyja sem ætluðu að njóta efri áranna Einhverjir íbúar Vestmannaeyja hafa fengið sig fullsadda á lausagöngufé í Heimaey. Bréf sem þrettán íbúar sendu bæjarráði Vestmannaeyja var tekið fyrir á fundi ráðsins í síðustu viku. Í fundarskýrslu segir að bæjarráð hafi fullan skilning á þreytu íbúa vegna málsins og leggur áherslu á í umfjöllun sinni að þeir sem fylgi ekki reglum um búfjárhald muni ekki fá leyfi til að halda slíku áfram. Innlent 5.10.2023 07:00
Faðir ráðherra og föðurbróðir svara fyrir sig á heimasíðunni Hrútar Bræðurnir Daði og Valdimar Einarsson hafa komið á fót heimasíðunni Hrútar. Þar vilja þeir koma á framfærum sjónarmiðum sínum um áralangar fjölskyldudeilur sem hverfst hafa um jörðina Lambeyrar undanfarna mánuði. Innlent 3.10.2023 12:39
Bændur gefast upp eða draga saman seglin Framleiðsla á lambakjöti hefur dregist saman um tæpan fimmtung á síðustu fimm árum. Formaður Bændasamtaka Íslands segir sauðfjárbændum hafa fækkað og að þeir sem eftir standa séu að draga saman í framleiðslunni vegna afkomuvanda. Innlent 2.10.2023 11:59
Guðni segir að ferðaþjónustan sé að drepa íslenskan landbúnað Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra gagnrýnir ríkisstjórnina og Alþingi harðlega fyrir sofandi hátt varðandi erfiða stöðu bænda og segir að hrina gjaldþrota blasi við verði ekkert gert. Þá segir hann ferðaþjónustuna vera að drepa hinn hefðbundna landbúnað. Innlent 30.9.2023 21:31
Jafna mætti rannsókn MAST við „alvarlegt einelti“ Matvælaráðuneytið hefur staðfest stjórnvaldssekt sem Matvælastofnun (MAST) lagði á nautgripabónda vegna brota á lögum um velferð dýra. Bóndinn taldi að rannsókn MAST hefði einkennst af einstrengingslegri háttsemi starfsmanna sem „jafna mætti við alvarlegt einelti“. Innlent 30.9.2023 13:35
Bestu vinkonurnar eru sextíu geitur Geitabóndi í nágrenni við Höfn í Hornafirði segir fátt skemmtilegra en að umgangast geiturnar sínar því þær séu svo uppátækjasamar og stríðnar. Bóndinn hvetur fólk til að fá sér geitur því þær séu svo góðir vinir manns. Lífið 27.9.2023 21:01
Svandís matvælaráðherra hefur eignast nöfnu í Keldudal Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra hefur eignast nöfnu en það er kýr á bænum Keldudal í Hegranesi í Skagafirði. Kýrin, sem er rétt rúmlega eins árs þykir efnileg og á vonandi eftir að mjólka mikið í framtíðinni. Lífið 25.9.2023 20:17
Rækta níu tegundir af grænmeti í Þingeyjarsveit Þeir garðyrkjubændur, sem eru með útiræktað grænmeti keppast nú við að taka grænmetið upp áður en það fer að frysta. Á bænum Vallakoti í Þingeyjarsveit eru ungir bændur að rækta níu tegundir af grænmeti með góðum árangri. Innlent 22.9.2023 08:31
Hvað gera bændur nú? Frá árinu 2017 hefur orðið um 20% samdráttur í sauðfjárrækt á Íslandi. Fyrir því liggur ein megin ástæða, óásættanleg afkoma. Það hefur samt orðið bati í afkomunni. Afurðaverð hefur hækkað verulega síðustu ár, einkum síðustu tvö árin. Skoðun 20.9.2023 15:01
ESB jók framlög til landbúnaðar um 430 milljónir evra í sumar Þann 26. júní sl. samþykkti framkvæmdastjórn ESB að auka framlög til landbúnaðar í aðildarríkjunum til að koma til móts við áhrif af óhagstæðu veðurfari, hækkun framleiðslukostnaðar og fjölbreyttum markaðs- og viðskiptatengdum áskorunum. Skoðun 20.9.2023 09:31
Bíður eftir því að eiginmaðurinn breytist í býflugu Þeim sem rækta býflugur hér á landi fer alltaf fjölgandi en ræktunin þykir mjög skemmtileg og áhugaverð, svo ekki sé minnst á allt hunangið, sem bændurnir fá frá flugunum. Lífið 16.9.2023 20:31
Skilyrðum fyrir blóðmerahaldi breytt Reglugerð sem gilt hefur síðan í fyrra um blóðmerahald verður felld úr gildi og verður starfsemin felld undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. Innlent 15.9.2023 16:55
Matvælaframleiðsla eigi undir högg að sækja á Íslandi Íslensk matvælaframleiðsla á undir högg að sækja að sögn ungs kúabónda. Síðustu ár hafi stjórnvöld markvisst grafið undan framleiðslunni. Innlent 15.9.2023 12:04
Lífræn egg frá Nesbúeggjum er fullkomin næring Nesbúegg er leiðandi í sölu á lífrænum vottuðum eggjum á landsvísu. Í tilefni af Lífræna deginum á morgun laugardag efnir Nesbúegg til ommilettu samkeppni úr lífrænum eggjum. Samstarf 15.9.2023 08:31
Dúfna- og vínberjabóndi á Hellissandi Það er ekki nóg með það að Ari Bent Ómarsson sé dúfnabóndi á Hellissandi því hann bruggar líka vínberjavín úr berjunum úr gróðurskálanum sínum, en plantan hans er að gefa honum um þrjátíu kíló af vínberjum. Lífið 14.9.2023 20:30
Bíómynd um Kristinn Guðnason fjallkóng með meiru Á sama tíma og göngur og réttir standa nú yfir um allt land verður ný íslensk kvikmynd, „Konungur fjallanna“ frumsýnd annað kvöld i Bíóhúsinu á Selfossi. Myndin fjallar um Kristinn Guðnason, fjallkóng í leitum með gangnamönnum á Landmannaafrétti. Innlent 9.9.2023 13:05
Gleðin við völd í Hrunaréttum og ánægja með lömbin Bændur og búalið í Hrunamannahreppi létu ekki rigningu og leiðindaveður í morgun trufla sig í réttarstörfum í Hrunarétt skammt frá Flúðum, þar sem voru um þrjú þúsund og fimm hundruð fjár. “Mikill hátíðisdagurinn í sveitinni” segir sveitarstjórinn. Innlent 8.9.2023 20:31
Segir þörf á átaki til að fækka sauðfé á vegum í Öræfum og í Suðursveit Lausaganga sauðfjár er verulegt vandamál við þjóðveg eitt í gegnum Öræfin og í Suðursveit í Sveitarfélaginu Hornafirði. Kindurnar og lömbin liggja nánast á veginum og láta sér fátt um finnast þó ökumenn flauti og flauti til að koma fénu af veginum. Innlent 5.9.2023 08:04